Lætin í KA-heimilinu kostuðu Arnar einn leik í viðbót Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 10:46 Arnar Grétarsson hefur þegar misst af tveimur deildarleikjum KA vegna leikbannsins en þeir hafa þó báðir unnist, 3-0. Hann á eftir að sitja af sér þrjá leiki. vísir/diego Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í gær úrskurð aga- og úrskurðarnefndar um fimm leikja bann Arnars Grétarssonar, þjálfara KA, og sekt knattspyrnudeildar KA að upphæð 100.000 krónur. Dómurinn hefur verið birtur og þar eru settar fram forsendurnar fyrir svo löngu banni en bannið hefur í för með sér að Arnar mun ekki stýra KA í deildarleik aftur fyrr en gegn Breiðabliki 11. september. Segja má að Arnar hafi fengið fjögurra leikja bann vegna framkomu sinnar í garð dómara á heimaleiknum gegn KR 2. ágúst. Einn leikur bættist svo við bannið, samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls, vegna framkomu Arnars daginn eftir leik þegar hann rak fjórða dómara, Svein Arnarsson, út úr KA-heimilinu og notaði til þess ljótan munnsöfnuð. Arnar fékk rautt spjald í leiknum og þar sem þetta var annað rauða spjald hans í sumar fór hann sjálfkrafa í tveggja leikja bann. Framkoma hans var hins vegar svo ofsafengin, samkvæmt skýrslu Egils Arnars Sigþórssonar aðaldómara leiksins, að við það bættust tveir leikir. Egill skrifaði meðal annars í skýrslu sinni: „Eftir að leik lauk kom þjálfarinn inná völlinn og gekk rakleitt að 4ða dómara leiksins sem stóð við tæknisvæðin og hélt áfram að nota svívirðilegt og móðgandi orðbragð gagnvart honum. Því næst gekk hann að dómaranum og aðstoðardómurunum sem still höfðu sér upp á miðjum vellinum. Þar voru leikmenn og forráðamenn beggja liða að þakka fyrir sig. Þegar þjálfari KA tók í höndina á aðstoðardómara eitt þá sýndi hann af sér ógnandi hegðun gagnvart honum. Þjálfarinn hélt áfram að nota særandi og móðgandi orðbragð gagnvart 4ða dómara leiksins þegar dómarar leiksins gengu af velli.“ Fjórði dómari sendi svo viðbótarskýrslu um það sem á gekk í KA-heimilinu í hádeginu daginn eftir, þegar hann var þar með syni sínum sem var á leið á æfingu. Þar segir: „Ég náði mér því næst í kaffibolla. Þjálfari karlaliðs meistaraflokks, Arnar Grétarsson, verður þess var og spyr hvað ég sé eiginlega að gera þarna og hvernig ég vogi mér að mæta á þennan stað, tjáði mér með offorsi að hann vildi mig í burtu af svæðinu. Síðan upphélt hann sama móðgandi og særandi orðbragðið í minn garð vegna leiksins deginum áður og stóð sá flaumur í um eina mínútu. Orðaval af þessu tagi fannst mér særandi og hegðun ógnandi þar sem hann gekk mjög nálægt mér. Ég tjáði þjálfaranum að þetta væri komið gott og ætlaði mér að halda leið minni áfram. Þegar ég gekk í burtu gat ég ekki greint það orðaval sem hann hafði uppi í minn garð á meðan ég hélt áleiðis til að halda áfram að aðstoða barn mitt, en heyrði að hann hélt áfram að tala til mín þar til hann hvarf sjónum.“ Í greinargerð KA segir að ljóst sé að hegðun Arnars hafi ekki verið til fyrirmyndar og að það geri ekki athugasemdir við rauða spjaldið sem hann fékk. Það telji hins vegar framkomu hans eftir leik ekki geta talist „ofsafengna“ eða „grófa“ í skilningi reglna KSÍ. KA-menn telja sömuleiðis ekki hægt að dæma leikbann á grundvelli skýrslu fjórða dómara um það sem gerðist daginn eftir leik og setja spurningamerki við fordæmið sem er gefið með því að aga- og úrskurðanefnd byggi úrskurði á atvikum utan skipulagðra leikja KSÍ. „Eiga orðaskipti þjálfara og dómara á öldurhúsi helgina eftir kappleik undir aga- og úrskurðarnefnd?“ spyrja KA-menn meðal annars. Áfrýjunardómstóll taldi hins vegar aga- og úrskurðarnefnd hafa heimild fyrir því að „úrskurða um önnur mál sem nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi, enda fjalli ekki aðrir um þau.“ Þó var tekið undir það sjónarmið KA að sönnunargildi skýrslu dómara vegi almennt þyngra en sönnunargildi skýrslu annarra meðlima dómarateymis. Eins og fyrr segir bættist engu að síður eins leiks bann við bann Arnars vegna viðskipta hans við fjórða dómara daginn eftir leik. Besta deild karla KA Íslenski boltinn Akureyri Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira
Dómurinn hefur verið birtur og þar eru settar fram forsendurnar fyrir svo löngu banni en bannið hefur í för með sér að Arnar mun ekki stýra KA í deildarleik aftur fyrr en gegn Breiðabliki 11. september. Segja má að Arnar hafi fengið fjögurra leikja bann vegna framkomu sinnar í garð dómara á heimaleiknum gegn KR 2. ágúst. Einn leikur bættist svo við bannið, samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls, vegna framkomu Arnars daginn eftir leik þegar hann rak fjórða dómara, Svein Arnarsson, út úr KA-heimilinu og notaði til þess ljótan munnsöfnuð. Arnar fékk rautt spjald í leiknum og þar sem þetta var annað rauða spjald hans í sumar fór hann sjálfkrafa í tveggja leikja bann. Framkoma hans var hins vegar svo ofsafengin, samkvæmt skýrslu Egils Arnars Sigþórssonar aðaldómara leiksins, að við það bættust tveir leikir. Egill skrifaði meðal annars í skýrslu sinni: „Eftir að leik lauk kom þjálfarinn inná völlinn og gekk rakleitt að 4ða dómara leiksins sem stóð við tæknisvæðin og hélt áfram að nota svívirðilegt og móðgandi orðbragð gagnvart honum. Því næst gekk hann að dómaranum og aðstoðardómurunum sem still höfðu sér upp á miðjum vellinum. Þar voru leikmenn og forráðamenn beggja liða að þakka fyrir sig. Þegar þjálfari KA tók í höndina á aðstoðardómara eitt þá sýndi hann af sér ógnandi hegðun gagnvart honum. Þjálfarinn hélt áfram að nota særandi og móðgandi orðbragð gagnvart 4ða dómara leiksins þegar dómarar leiksins gengu af velli.“ Fjórði dómari sendi svo viðbótarskýrslu um það sem á gekk í KA-heimilinu í hádeginu daginn eftir, þegar hann var þar með syni sínum sem var á leið á æfingu. Þar segir: „Ég náði mér því næst í kaffibolla. Þjálfari karlaliðs meistaraflokks, Arnar Grétarsson, verður þess var og spyr hvað ég sé eiginlega að gera þarna og hvernig ég vogi mér að mæta á þennan stað, tjáði mér með offorsi að hann vildi mig í burtu af svæðinu. Síðan upphélt hann sama móðgandi og særandi orðbragðið í minn garð vegna leiksins deginum áður og stóð sá flaumur í um eina mínútu. Orðaval af þessu tagi fannst mér særandi og hegðun ógnandi þar sem hann gekk mjög nálægt mér. Ég tjáði þjálfaranum að þetta væri komið gott og ætlaði mér að halda leið minni áfram. Þegar ég gekk í burtu gat ég ekki greint það orðaval sem hann hafði uppi í minn garð á meðan ég hélt áleiðis til að halda áfram að aðstoða barn mitt, en heyrði að hann hélt áfram að tala til mín þar til hann hvarf sjónum.“ Í greinargerð KA segir að ljóst sé að hegðun Arnars hafi ekki verið til fyrirmyndar og að það geri ekki athugasemdir við rauða spjaldið sem hann fékk. Það telji hins vegar framkomu hans eftir leik ekki geta talist „ofsafengna“ eða „grófa“ í skilningi reglna KSÍ. KA-menn telja sömuleiðis ekki hægt að dæma leikbann á grundvelli skýrslu fjórða dómara um það sem gerðist daginn eftir leik og setja spurningamerki við fordæmið sem er gefið með því að aga- og úrskurðanefnd byggi úrskurði á atvikum utan skipulagðra leikja KSÍ. „Eiga orðaskipti þjálfara og dómara á öldurhúsi helgina eftir kappleik undir aga- og úrskurðarnefnd?“ spyrja KA-menn meðal annars. Áfrýjunardómstóll taldi hins vegar aga- og úrskurðarnefnd hafa heimild fyrir því að „úrskurða um önnur mál sem nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi, enda fjalli ekki aðrir um þau.“ Þó var tekið undir það sjónarmið KA að sönnunargildi skýrslu dómara vegi almennt þyngra en sönnunargildi skýrslu annarra meðlima dómarateymis. Eins og fyrr segir bættist engu að síður eins leiks bann við bann Arnars vegna viðskipta hans við fjórða dómara daginn eftir leik.
Besta deild karla KA Íslenski boltinn Akureyri Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Sjá meira