Var ranglega úrskurðuð í bann fyrir úrslitaleikinn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 12:01 Lara Kristín Pedersen, leikmaður Vals, var ranglega úrskurðuð í bann en þeirri ákvörðun hefur verið snúið við. Vísir/Hulda Margrét Lára Kristín Pedersen, leikmaður Íslandsmeistara Vals, má spila með liðinu í komandi úrslitaleik í Mjólkubikar kvenna. Hún var ranglega úrskurðuð í bann í vikunni og þeirri ákvörðun hefur verið snúið við. Lára Kristín fékk gult spjald gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Stjörnunni þegar Valur vann 3-1 sigur í undanúrslitum keppninnar föstudaginn 12. ágúst. Það var annað gula spjald hennar í keppninni, en hún fékk einnig áminningu gegn öðrum fyrrum liðsfélögunum sínum í KR, þar sem Valur vann 3-0 sigur í 8-liða úrslitum. Hún var því úrskurðuð í eins leiks bann, í úrslitaleiknum, á fundi aga- og úrskurðanefndar KSÍ þann 16. ágúst síðastliðinn. Sú ákvörðun átti hins vegar ekki rétt á sér, þar sem gul spjöld í keppninni strikast út eftir 8-liða úrslit til að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta - að leikmenn eigi ekki á hættu að fara í leikbann í úrslitum keppninnar fái þeir gult spjald í undanúrslitunum. KSÍ tilkynnti á heimasíðu sinni að banninu hefði því verið snúið við á aukafundi aga- og úrskurðarnefndar í fyrradag, 18. ágúst. Valur mætir Breiðabliki í úrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli næsta laugardag, 27. ágúst, klukkan 16:00. Tilkynning KSÍ Þar sem áminning (gult spjald) Láru Kristínar í leik gegn KR telur ekki að loknum 8 liða úrslitum, hefur í för með sér að Lára hefði með réttu ekki átt að vera úrskurðuð í 1 leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 16. ágúst sl. Á aukafundi sínum í dag 18. ágúst, leiðrétti aga- og úrskurðarnefndar því úrskurð sinn frá 16. ágúst og felldi úr gildi leikbann Láru Kristínar Pedersen. Ákvæði 8.3. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál er svohljóðandi: Ef augljóst er, að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður varðandi agamál vegna villandi eða rangra upplýsinga í skýrslu dómara og/eða eftirlitsmanns eða rangrar/ófullnægjandi skráningar eða ef rangar upplýsingar hafa borist skrifstofu KSÍ, þá skal aga- og úrskurðarnefndin halda aukafund sbr. gr. 5.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, og leiðrétta úrskurð eða kveða upp nýjan. Mjólkurbikar kvenna Valur KSÍ Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Lára Kristín fékk gult spjald gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Stjörnunni þegar Valur vann 3-1 sigur í undanúrslitum keppninnar föstudaginn 12. ágúst. Það var annað gula spjald hennar í keppninni, en hún fékk einnig áminningu gegn öðrum fyrrum liðsfélögunum sínum í KR, þar sem Valur vann 3-0 sigur í 8-liða úrslitum. Hún var því úrskurðuð í eins leiks bann, í úrslitaleiknum, á fundi aga- og úrskurðanefndar KSÍ þann 16. ágúst síðastliðinn. Sú ákvörðun átti hins vegar ekki rétt á sér, þar sem gul spjöld í keppninni strikast út eftir 8-liða úrslit til að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta - að leikmenn eigi ekki á hættu að fara í leikbann í úrslitum keppninnar fái þeir gult spjald í undanúrslitunum. KSÍ tilkynnti á heimasíðu sinni að banninu hefði því verið snúið við á aukafundi aga- og úrskurðarnefndar í fyrradag, 18. ágúst. Valur mætir Breiðabliki í úrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli næsta laugardag, 27. ágúst, klukkan 16:00. Tilkynning KSÍ Þar sem áminning (gult spjald) Láru Kristínar í leik gegn KR telur ekki að loknum 8 liða úrslitum, hefur í för með sér að Lára hefði með réttu ekki átt að vera úrskurðuð í 1 leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 16. ágúst sl. Á aukafundi sínum í dag 18. ágúst, leiðrétti aga- og úrskurðarnefndar því úrskurð sinn frá 16. ágúst og felldi úr gildi leikbann Láru Kristínar Pedersen. Ákvæði 8.3. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál er svohljóðandi: Ef augljóst er, að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður varðandi agamál vegna villandi eða rangra upplýsinga í skýrslu dómara og/eða eftirlitsmanns eða rangrar/ófullnægjandi skráningar eða ef rangar upplýsingar hafa borist skrifstofu KSÍ, þá skal aga- og úrskurðarnefndin halda aukafund sbr. gr. 5.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, og leiðrétta úrskurð eða kveða upp nýjan.
Mjólkurbikar kvenna Valur KSÍ Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira