Án Jóns Axels gegn heimsmeisturunum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 12:31 Jón Axel Guðmundsson í leik gegn Ítalíu fyrr í undankeppninni, sem Ísland vann eftir tvöfalda framlengingu. VÍSIR/BÁRA Íslenska landsliðið í körfubolta verður án tveggja fastamanna þegar liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Spánar á útivelli í undankeppni HM. Martin Hermannsson sleit krossband í hné í vor og mun því ekki spila meiri körfubolta á þessu ári. Craig Pedersen landsliðsþjálfari sagði svo frá því á RÚV í dag að Jón Axel Guðmundsson yrði ekki með á Spáni í kvöld vegna minni háttar bakmeiðsla, en að vonandi yrði hann með gegn Úkraínu í Ólafssal á laugardaginn. Þar með ætti Ragnar Ágúst Nathanaelsson að koma inn í íslenska hópinn. Þrír úr NBA-deildinni Ljóst er að nær óvinnandi verk bíður Íslands í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Í æfingahópi Spánverja fyrir leikinn eru meðal annars þrír leikmenn úr NBA-deildinni; bræðurnir Juancho og Willy Hernangómez, sem spila með Toronto Raptors og New Orleans Pelicans, og Usman Garuba úr Houston Rockets. Fleiri frábærir leikmenn eru í liðinu eins og leikstjórnandinn Lorenzo Brown sem fékk spænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Spáni eða eiga nokkur tengsl við landið. Möguleiki á að komast á HM í fyrsta sinn Ísland er nú að hefja leik á seinna stigi undankeppni HM. Ljóst er að Ísland á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en ætla má að það velti á úrslitum í öðrum leikjum en útileik gegn heimsmeisturunum. Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu.Skjáskot/Wikipedia Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Martin Hermannsson sleit krossband í hné í vor og mun því ekki spila meiri körfubolta á þessu ári. Craig Pedersen landsliðsþjálfari sagði svo frá því á RÚV í dag að Jón Axel Guðmundsson yrði ekki með á Spáni í kvöld vegna minni háttar bakmeiðsla, en að vonandi yrði hann með gegn Úkraínu í Ólafssal á laugardaginn. Þar með ætti Ragnar Ágúst Nathanaelsson að koma inn í íslenska hópinn. Þrír úr NBA-deildinni Ljóst er að nær óvinnandi verk bíður Íslands í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Í æfingahópi Spánverja fyrir leikinn eru meðal annars þrír leikmenn úr NBA-deildinni; bræðurnir Juancho og Willy Hernangómez, sem spila með Toronto Raptors og New Orleans Pelicans, og Usman Garuba úr Houston Rockets. Fleiri frábærir leikmenn eru í liðinu eins og leikstjórnandinn Lorenzo Brown sem fékk spænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Spáni eða eiga nokkur tengsl við landið. Möguleiki á að komast á HM í fyrsta sinn Ísland er nú að hefja leik á seinna stigi undankeppni HM. Ljóst er að Ísland á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en ætla má að það velti á úrslitum í öðrum leikjum en útileik gegn heimsmeisturunum. Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu.Skjáskot/Wikipedia Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira