„Við erum á algerlega rangri braut“: Strákarnir okkar brjótast inn og stelpurnar selja sig Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2022 09:13 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að íslensk stjórnvöld eigi að gefa það frjálst hvaða vímuefna menn neyta; lögleiða vímuefni, með öðrum orðum. Bannstefnan hafi valdið meiri skaða en hún hefur skilað árangri. „Ég fullyrði að við fáum betra og viðfelldnara samfélag út úr þessu heldur en þessu lögregluríki sem við erum að reyna að beita á neyslu annarra efna heldur en áfengis,“ segir Jón Steinar. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur um áratugaskeið talað fyrir breyttri nálgun í fíkniefnastríðinu, enda segir hann koma æ betur í ljós að enginn árangur sé af stríðinu, hvorki hér né annars staðar. Vissulega takist einstaka sinnum að refsa einum eða öðrum, oft ungu fólki sem hefur villst af leið. En að uppræta vandann tekst ekki. Jón Steinar ræddi þessi mál í Íslandi í dag sem má horfa á hér að ofan. Þar var einnig farið yfir nýlega haldlagningu lögreglunnar á hundrað kílóum af kókaíni, sem yfirlögregluþjónn hefur þó sagt að muni ekki endilega hafa áhrif á verðið á kókaíni. Þau ummæli hafa vakið athygli og þykja til marks um að stríðið gegn fíkniefnum sé ekki að skila þeim árangri sem miðað var að. Jón Steinar Gunnlaugsson segir tímabært að nálgast vímuefnavandann eftir nýjum leiðum. Bannstefnan sé ekki að bera árangur.Vísir/Egill Fólk vill drekka áfengið sitt með góðri samvisku Á sama tíma og fíkniefni eru ólögleg; kannabis, kókaín, ofskynjunarlyf; er áfengi löglegt. Jón segir erfitt að fá það til að ganga upp og tekur dæmi af því þegar hann hefur varið brotamenn í fíkniefnamálum. „Ég, verjandinn, og ákærandinn förum inn í réttarsal og flytjum málin og förum svo saman á barinn á eftir. Og fáum okkur áfengi. Þetta er auðvitað tvískinnungur sem á ekki að vera boðlegur í neinu samfélagi,“ segir Jón Steinar. Enda þótt margir sjái að bannstefnan skili ekki tilætluðum árangri geta fæstir séð fyrir sér að leyfa allt. „Ég hef hugmynd um það hvers vegna svona margir taka þessa afstöðu,“ segir Jón Steinar. „Það er vegna þess að þeir hafa ákveðna nautn af áfengisneyslu og finnst þeir réttlæta gjörðir sínar í því efni með því að vera á móti öðrum vímugjöfum. Þeir segja: Sjáðu, ég er svo góður. Ég nota bara áfengi og ég er á móti hinu. En þetta er auðvitað í eðli sínu það sama. Hvort sem þetta heitir áfengi eða eitthvað annað, þá er þetta auðvitað bara efni sem menn taka inn til þess að komast í vímu,“ segir Jón Steinar. Fangar eigin hugsana Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa þó lýst miklum efasemdum um að stíga skrefið til fulls og gera fíkniefni almennt lögleg. Jón Steinar segir ríkisstjórnina fanga eigin hugsana. „Hugsaðu þér bara ungmenni sem leiðist út í að taka fíkniefni. Hann þarf þá að fjármagna það, hvernig gerir hann það? Jú. Hann brýst inn. Stelpurnar selja sig. Dætur okkar. Þetta er nú aldeilis geðslegt eða hitt þó heldur. Og við eigum bara að höggva á hnútinn. Ég held að það séu æ fleiri sem eru að átta sig á að við erum á algerlega rangri braut með þetta,“ segir Jón Steinar. Fíkniefnabrot Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
„Ég fullyrði að við fáum betra og viðfelldnara samfélag út úr þessu heldur en þessu lögregluríki sem við erum að reyna að beita á neyslu annarra efna heldur en áfengis,“ segir Jón Steinar. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur um áratugaskeið talað fyrir breyttri nálgun í fíkniefnastríðinu, enda segir hann koma æ betur í ljós að enginn árangur sé af stríðinu, hvorki hér né annars staðar. Vissulega takist einstaka sinnum að refsa einum eða öðrum, oft ungu fólki sem hefur villst af leið. En að uppræta vandann tekst ekki. Jón Steinar ræddi þessi mál í Íslandi í dag sem má horfa á hér að ofan. Þar var einnig farið yfir nýlega haldlagningu lögreglunnar á hundrað kílóum af kókaíni, sem yfirlögregluþjónn hefur þó sagt að muni ekki endilega hafa áhrif á verðið á kókaíni. Þau ummæli hafa vakið athygli og þykja til marks um að stríðið gegn fíkniefnum sé ekki að skila þeim árangri sem miðað var að. Jón Steinar Gunnlaugsson segir tímabært að nálgast vímuefnavandann eftir nýjum leiðum. Bannstefnan sé ekki að bera árangur.Vísir/Egill Fólk vill drekka áfengið sitt með góðri samvisku Á sama tíma og fíkniefni eru ólögleg; kannabis, kókaín, ofskynjunarlyf; er áfengi löglegt. Jón segir erfitt að fá það til að ganga upp og tekur dæmi af því þegar hann hefur varið brotamenn í fíkniefnamálum. „Ég, verjandinn, og ákærandinn förum inn í réttarsal og flytjum málin og förum svo saman á barinn á eftir. Og fáum okkur áfengi. Þetta er auðvitað tvískinnungur sem á ekki að vera boðlegur í neinu samfélagi,“ segir Jón Steinar. Enda þótt margir sjái að bannstefnan skili ekki tilætluðum árangri geta fæstir séð fyrir sér að leyfa allt. „Ég hef hugmynd um það hvers vegna svona margir taka þessa afstöðu,“ segir Jón Steinar. „Það er vegna þess að þeir hafa ákveðna nautn af áfengisneyslu og finnst þeir réttlæta gjörðir sínar í því efni með því að vera á móti öðrum vímugjöfum. Þeir segja: Sjáðu, ég er svo góður. Ég nota bara áfengi og ég er á móti hinu. En þetta er auðvitað í eðli sínu það sama. Hvort sem þetta heitir áfengi eða eitthvað annað, þá er þetta auðvitað bara efni sem menn taka inn til þess að komast í vímu,“ segir Jón Steinar. Fangar eigin hugsana Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa þó lýst miklum efasemdum um að stíga skrefið til fulls og gera fíkniefni almennt lögleg. Jón Steinar segir ríkisstjórnina fanga eigin hugsana. „Hugsaðu þér bara ungmenni sem leiðist út í að taka fíkniefni. Hann þarf þá að fjármagna það, hvernig gerir hann það? Jú. Hann brýst inn. Stelpurnar selja sig. Dætur okkar. Þetta er nú aldeilis geðslegt eða hitt þó heldur. Og við eigum bara að höggva á hnútinn. Ég held að það séu æ fleiri sem eru að átta sig á að við erum á algerlega rangri braut með þetta,“ segir Jón Steinar.
Fíkniefnabrot Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira