„Við erum á algerlega rangri braut“: Strákarnir okkar brjótast inn og stelpurnar selja sig Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2022 09:13 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að íslensk stjórnvöld eigi að gefa það frjálst hvaða vímuefna menn neyta; lögleiða vímuefni, með öðrum orðum. Bannstefnan hafi valdið meiri skaða en hún hefur skilað árangri. „Ég fullyrði að við fáum betra og viðfelldnara samfélag út úr þessu heldur en þessu lögregluríki sem við erum að reyna að beita á neyslu annarra efna heldur en áfengis,“ segir Jón Steinar. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur um áratugaskeið talað fyrir breyttri nálgun í fíkniefnastríðinu, enda segir hann koma æ betur í ljós að enginn árangur sé af stríðinu, hvorki hér né annars staðar. Vissulega takist einstaka sinnum að refsa einum eða öðrum, oft ungu fólki sem hefur villst af leið. En að uppræta vandann tekst ekki. Jón Steinar ræddi þessi mál í Íslandi í dag sem má horfa á hér að ofan. Þar var einnig farið yfir nýlega haldlagningu lögreglunnar á hundrað kílóum af kókaíni, sem yfirlögregluþjónn hefur þó sagt að muni ekki endilega hafa áhrif á verðið á kókaíni. Þau ummæli hafa vakið athygli og þykja til marks um að stríðið gegn fíkniefnum sé ekki að skila þeim árangri sem miðað var að. Jón Steinar Gunnlaugsson segir tímabært að nálgast vímuefnavandann eftir nýjum leiðum. Bannstefnan sé ekki að bera árangur.Vísir/Egill Fólk vill drekka áfengið sitt með góðri samvisku Á sama tíma og fíkniefni eru ólögleg; kannabis, kókaín, ofskynjunarlyf; er áfengi löglegt. Jón segir erfitt að fá það til að ganga upp og tekur dæmi af því þegar hann hefur varið brotamenn í fíkniefnamálum. „Ég, verjandinn, og ákærandinn förum inn í réttarsal og flytjum málin og förum svo saman á barinn á eftir. Og fáum okkur áfengi. Þetta er auðvitað tvískinnungur sem á ekki að vera boðlegur í neinu samfélagi,“ segir Jón Steinar. Enda þótt margir sjái að bannstefnan skili ekki tilætluðum árangri geta fæstir séð fyrir sér að leyfa allt. „Ég hef hugmynd um það hvers vegna svona margir taka þessa afstöðu,“ segir Jón Steinar. „Það er vegna þess að þeir hafa ákveðna nautn af áfengisneyslu og finnst þeir réttlæta gjörðir sínar í því efni með því að vera á móti öðrum vímugjöfum. Þeir segja: Sjáðu, ég er svo góður. Ég nota bara áfengi og ég er á móti hinu. En þetta er auðvitað í eðli sínu það sama. Hvort sem þetta heitir áfengi eða eitthvað annað, þá er þetta auðvitað bara efni sem menn taka inn til þess að komast í vímu,“ segir Jón Steinar. Fangar eigin hugsana Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa þó lýst miklum efasemdum um að stíga skrefið til fulls og gera fíkniefni almennt lögleg. Jón Steinar segir ríkisstjórnina fanga eigin hugsana. „Hugsaðu þér bara ungmenni sem leiðist út í að taka fíkniefni. Hann þarf þá að fjármagna það, hvernig gerir hann það? Jú. Hann brýst inn. Stelpurnar selja sig. Dætur okkar. Þetta er nú aldeilis geðslegt eða hitt þó heldur. Og við eigum bara að höggva á hnútinn. Ég held að það séu æ fleiri sem eru að átta sig á að við erum á algerlega rangri braut með þetta,“ segir Jón Steinar. Fíkniefnabrot Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Ég fullyrði að við fáum betra og viðfelldnara samfélag út úr þessu heldur en þessu lögregluríki sem við erum að reyna að beita á neyslu annarra efna heldur en áfengis,“ segir Jón Steinar. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur um áratugaskeið talað fyrir breyttri nálgun í fíkniefnastríðinu, enda segir hann koma æ betur í ljós að enginn árangur sé af stríðinu, hvorki hér né annars staðar. Vissulega takist einstaka sinnum að refsa einum eða öðrum, oft ungu fólki sem hefur villst af leið. En að uppræta vandann tekst ekki. Jón Steinar ræddi þessi mál í Íslandi í dag sem má horfa á hér að ofan. Þar var einnig farið yfir nýlega haldlagningu lögreglunnar á hundrað kílóum af kókaíni, sem yfirlögregluþjónn hefur þó sagt að muni ekki endilega hafa áhrif á verðið á kókaíni. Þau ummæli hafa vakið athygli og þykja til marks um að stríðið gegn fíkniefnum sé ekki að skila þeim árangri sem miðað var að. Jón Steinar Gunnlaugsson segir tímabært að nálgast vímuefnavandann eftir nýjum leiðum. Bannstefnan sé ekki að bera árangur.Vísir/Egill Fólk vill drekka áfengið sitt með góðri samvisku Á sama tíma og fíkniefni eru ólögleg; kannabis, kókaín, ofskynjunarlyf; er áfengi löglegt. Jón segir erfitt að fá það til að ganga upp og tekur dæmi af því þegar hann hefur varið brotamenn í fíkniefnamálum. „Ég, verjandinn, og ákærandinn förum inn í réttarsal og flytjum málin og förum svo saman á barinn á eftir. Og fáum okkur áfengi. Þetta er auðvitað tvískinnungur sem á ekki að vera boðlegur í neinu samfélagi,“ segir Jón Steinar. Enda þótt margir sjái að bannstefnan skili ekki tilætluðum árangri geta fæstir séð fyrir sér að leyfa allt. „Ég hef hugmynd um það hvers vegna svona margir taka þessa afstöðu,“ segir Jón Steinar. „Það er vegna þess að þeir hafa ákveðna nautn af áfengisneyslu og finnst þeir réttlæta gjörðir sínar í því efni með því að vera á móti öðrum vímugjöfum. Þeir segja: Sjáðu, ég er svo góður. Ég nota bara áfengi og ég er á móti hinu. En þetta er auðvitað í eðli sínu það sama. Hvort sem þetta heitir áfengi eða eitthvað annað, þá er þetta auðvitað bara efni sem menn taka inn til þess að komast í vímu,“ segir Jón Steinar. Fangar eigin hugsana Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa þó lýst miklum efasemdum um að stíga skrefið til fulls og gera fíkniefni almennt lögleg. Jón Steinar segir ríkisstjórnina fanga eigin hugsana. „Hugsaðu þér bara ungmenni sem leiðist út í að taka fíkniefni. Hann þarf þá að fjármagna það, hvernig gerir hann það? Jú. Hann brýst inn. Stelpurnar selja sig. Dætur okkar. Þetta er nú aldeilis geðslegt eða hitt þó heldur. Og við eigum bara að höggva á hnútinn. Ég held að það séu æ fleiri sem eru að átta sig á að við erum á algerlega rangri braut með þetta,“ segir Jón Steinar.
Fíkniefnabrot Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira