Hvetur ráðherra til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 16:53 Ástand Vatnsnesvegar hefur valdið íbúum á svæðinu áhyggjum í mörg ár. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Umboðsmaður barna hefur sent innviðaráðherra bréf þar sem hún hvetur hann til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi og setja fjármagn í uppbyggingu vegarins. Ástand vegarins valdi skólabörnum sem ferðist um veginn vanlíðan og kvíða og geti ógnað öryggi þeirra. Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur sem nær frá Hvammstanga í kringum Vatnsnes. Bágt ástand vegarins og tíð umferðarslys á veginum hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið fjallað um áhrif vegarins á skólabörn í Húnaþingi vestra sem þurfa að ferðast eftir veginum til að komast í skólann á morgnana. Á síðasta ár greindi Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, þáverandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, frá því að börn kæmu oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í bílnum á veginum. Þá hafa foreldrar ýmissa barna greint frá því að börn þeirra vilji hreinlega ekki fara í skólann vegna vegarins sem valdi þeim kvíða og vanlíðan. Óásættanlegt að börn þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi vanlíðan Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur núna sent Sigurði Inga Jóhannessyni, innviðaráðherra bréf vegna vegarins, bágs ástands hans og áhrifa á börn sem þurfa að ferðast eftir honum. Í bréfinu er því lýst hvernig foreldrar barna sem ferðast um veginn eru farin að íhuga að halda börnum sínum heima þar sem þau telja hann ekki öruggan og hann valdi mörgum barnanna kvíða og vanlíðan við akstur um veginn. Þá rekur hún það hvernig vegurinn er kominn á samgönguáætlun en hins vegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hans fyrr en á árunum 2025 til 2029. Enn fremur að framkvæmdir muni fara fram að mestu á árunum 2030 til 2034. Það sé með öllu „óásættanlegt að til þess að börn fái notið jafn sjálfsagðra réttinda og menntunar að þau þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi þeim mikilli vanlíðan og kvíða og jafnvel ógnað öryggi þeirra.“ Þess vegna hvetur umboðsmaður ráðherra til að bregðast við „því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi“ og standa við fyrirheit um „uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt“. Samgöngur Börn og uppeldi Húnaþing vestra Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur sem nær frá Hvammstanga í kringum Vatnsnes. Bágt ástand vegarins og tíð umferðarslys á veginum hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið fjallað um áhrif vegarins á skólabörn í Húnaþingi vestra sem þurfa að ferðast eftir veginum til að komast í skólann á morgnana. Á síðasta ár greindi Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, þáverandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, frá því að börn kæmu oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í bílnum á veginum. Þá hafa foreldrar ýmissa barna greint frá því að börn þeirra vilji hreinlega ekki fara í skólann vegna vegarins sem valdi þeim kvíða og vanlíðan. Óásættanlegt að börn þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi vanlíðan Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur núna sent Sigurði Inga Jóhannessyni, innviðaráðherra bréf vegna vegarins, bágs ástands hans og áhrifa á börn sem þurfa að ferðast eftir honum. Í bréfinu er því lýst hvernig foreldrar barna sem ferðast um veginn eru farin að íhuga að halda börnum sínum heima þar sem þau telja hann ekki öruggan og hann valdi mörgum barnanna kvíða og vanlíðan við akstur um veginn. Þá rekur hún það hvernig vegurinn er kominn á samgönguáætlun en hins vegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hans fyrr en á árunum 2025 til 2029. Enn fremur að framkvæmdir muni fara fram að mestu á árunum 2030 til 2034. Það sé með öllu „óásættanlegt að til þess að börn fái notið jafn sjálfsagðra réttinda og menntunar að þau þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi þeim mikilli vanlíðan og kvíða og jafnvel ógnað öryggi þeirra.“ Þess vegna hvetur umboðsmaður ráðherra til að bregðast við „því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi“ og standa við fyrirheit um „uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt“.
Samgöngur Börn og uppeldi Húnaþing vestra Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15
Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15