Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2022 13:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir launaþjófnað ekki eiga að líðast í samfélaginu og vill taka á slíkum málum af meiri festu. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. Í gær var greint frá því að grunur léki á að milljónir króna hefðu verið hafðar af þremur erlendum starfsmönnum veitingastaðanna Flame og Bambus. Starfsmennirnir þrír voru félagsmenn í Matvís, sem á aðild að Fagfélögunum, en þau fengu ábendingu um málið og könnuðu nánar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Benóny Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, að launaþjófnaðarmál komi inn á þeirra borð í hverri viku. Þeim hafi fjölgað að undanförnu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir um grafalvarlegt mál að ræða. „Við höfum verið að vinna að því að setja skýrar lagaramma utan um þetta. Það hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu hjá mér um all langan tíma. Það kom frumvarp fram á þingi núna í vor, en það hefur ekki enn náðst samstaða um að ná almennilega utan um þetta meðal aðila vinnumarkaðarins,“ segir Guðmundur Ingi. Vill takast á við málin af meiri festu Eðli málsins samkvæmt er nokkuð erfitt að kortleggja hversu umfangsmikill launaþjófnaður er hér á landi. Oft séu það aðilar vinnumarkaðarins sem uppgötvi brotin. „Það er síðan spurningin: Hvernig á að takast á við það? Hvernig á að refsa fyrir launaþjófnað? Það er hið lagatæknilega atriði sem stjórnvöld, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, þurfa að finna út úr. Við erum að vinna í því að reyna að koma á betrumbótum hvað það varðar. Ég tel persónulega, og mín pólitík er sú, að við eigum að takast á við þetta mál af mun meiri festu heldur en verið hefur.“ Þá sé mögulega hægt að ráðast í að kynna fólki sem kemur hingað til lands réttindi sín betur. „Og launaþjófnaður er auðvitað eitthvað sem á ekki að líðast í samfélaginu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Í gær var greint frá því að grunur léki á að milljónir króna hefðu verið hafðar af þremur erlendum starfsmönnum veitingastaðanna Flame og Bambus. Starfsmennirnir þrír voru félagsmenn í Matvís, sem á aðild að Fagfélögunum, en þau fengu ábendingu um málið og könnuðu nánar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Benóny Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, að launaþjófnaðarmál komi inn á þeirra borð í hverri viku. Þeim hafi fjölgað að undanförnu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir um grafalvarlegt mál að ræða. „Við höfum verið að vinna að því að setja skýrar lagaramma utan um þetta. Það hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu hjá mér um all langan tíma. Það kom frumvarp fram á þingi núna í vor, en það hefur ekki enn náðst samstaða um að ná almennilega utan um þetta meðal aðila vinnumarkaðarins,“ segir Guðmundur Ingi. Vill takast á við málin af meiri festu Eðli málsins samkvæmt er nokkuð erfitt að kortleggja hversu umfangsmikill launaþjófnaður er hér á landi. Oft séu það aðilar vinnumarkaðarins sem uppgötvi brotin. „Það er síðan spurningin: Hvernig á að takast á við það? Hvernig á að refsa fyrir launaþjófnað? Það er hið lagatæknilega atriði sem stjórnvöld, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, þurfa að finna út úr. Við erum að vinna í því að reyna að koma á betrumbótum hvað það varðar. Ég tel persónulega, og mín pólitík er sú, að við eigum að takast á við þetta mál af mun meiri festu heldur en verið hefur.“ Þá sé mögulega hægt að ráðast í að kynna fólki sem kemur hingað til lands réttindi sín betur. „Og launaþjófnaður er auðvitað eitthvað sem á ekki að líðast í samfélaginu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira