Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 10:17 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í Prag í gær. AP/Petr David Josek Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. Meðal annars lagði kanslarinn til að fleiri ákvarðanir yrðu teknar með meirihluta atkvæða, í stað þess að allir þyrftu alltaf að vera sammála um ákvarðanir ESB. Það hefði gert aðildarríkjum kleift að standa í vegi mikilvægara ákvarðana. Í ræðu sem Scholz hélt í Prag í gær sagði hann að einróma samþykki gengi bara upp þegar það væri ekki þrýstingur á að taka ákvarðanir hratt. Innrás Rússa í Úkraínu væri til marks um það að breyta þyrfti reglum um ákvarðanatöku innan ESB. Hann lagði meðal annars til að reglum yrði breytt á þann veg að í atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál eins og refsiaðgerðir og mannréttindamál, væri hægt að gefa forsvarsmönnum ríkja möguleikann á því að sitja hjá, án þess að standa í vegi samþykktar viðkomandi mála, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Scholz sagði að óeining innan ESB væri vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og ýmsar deilur þyrfti að finna lausnir á. Nefndi hann til dæmis málefni flóttafólks og efnahagsstefnumál. Þá vísaði hann til deilna forsvarsmanna ESB við ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi en þeir síðarnefndu hafa verið sakaðir um að fara gegn grunngildum sambandsins og grafa undan lýðræðinu og réttarríkinu. Evrópusambandið gæti ekki stigið til hliðar þegar þessi þróun ætti sér stað í aðildarríkjum. Sagði Evrópu færast austur Scholz talaði einnig um að auðvelda stækkun Evrópusambandsins og lýsti yfir stuðningi við inngöngu ríkja á Balkanskaga auk Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. „En Evrópusamband með þrjátíu eða jafnvel 36 aðildarríkjum mun líta öðruvísi út en núverandi samband,“ sagði Scholz samkvæmt Politico. „Miðja Evrópu færist austur. Úkraína er ekki Lúxemborg.“ Aðildarríki ESB eru 27 talsins. Kanslarinn lýsti einnig yfir stuðningi við tillögu Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að stofna nokkurs konar hliðar-samband fyrir ríki sem vilja aðild að ESB og Bretland. Styðja Úkraínu eins lengi og þarf Scholz sagði í ræðu sinni að umfangsmiklar breytingar hefðu átt sér stað í Þýskalandi á undanförnum mánuðum varðandi stuðning við Úkraínu. Hét hann því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Þjóðverjar muni styðja hana eins lengi og þörf væri á. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sló á svipaða strengi í ræðu sem hún hélt í Slóveníu í gær, samkvæmt frétt Reuters. Hún hét því einnig að sambandið myndi standa með Úkraínu eins lengi og þyrfti og kallaði eftir nýrri strategískri hugsun varðandi það að halda evrópskum gildum á lofti. Þing Þýskalands samþykkti í byrjun júní umfangsmiklar breytingar á fjárlögum ríkisins. Þær fela í sér mikla aukningu á fjárútlátum til varnarmála og hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Fyrir það höfðu Þjóðverjar varið mjög litlu til varnarmála, samanborið við önnur ríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Þýskaland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Meðal annars lagði kanslarinn til að fleiri ákvarðanir yrðu teknar með meirihluta atkvæða, í stað þess að allir þyrftu alltaf að vera sammála um ákvarðanir ESB. Það hefði gert aðildarríkjum kleift að standa í vegi mikilvægara ákvarðana. Í ræðu sem Scholz hélt í Prag í gær sagði hann að einróma samþykki gengi bara upp þegar það væri ekki þrýstingur á að taka ákvarðanir hratt. Innrás Rússa í Úkraínu væri til marks um það að breyta þyrfti reglum um ákvarðanatöku innan ESB. Hann lagði meðal annars til að reglum yrði breytt á þann veg að í atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál eins og refsiaðgerðir og mannréttindamál, væri hægt að gefa forsvarsmönnum ríkja möguleikann á því að sitja hjá, án þess að standa í vegi samþykktar viðkomandi mála, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Scholz sagði að óeining innan ESB væri vatn á myllu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og ýmsar deilur þyrfti að finna lausnir á. Nefndi hann til dæmis málefni flóttafólks og efnahagsstefnumál. Þá vísaði hann til deilna forsvarsmanna ESB við ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi en þeir síðarnefndu hafa verið sakaðir um að fara gegn grunngildum sambandsins og grafa undan lýðræðinu og réttarríkinu. Evrópusambandið gæti ekki stigið til hliðar þegar þessi þróun ætti sér stað í aðildarríkjum. Sagði Evrópu færast austur Scholz talaði einnig um að auðvelda stækkun Evrópusambandsins og lýsti yfir stuðningi við inngöngu ríkja á Balkanskaga auk Úkraínu, Moldóvu og Georgíu. „En Evrópusamband með þrjátíu eða jafnvel 36 aðildarríkjum mun líta öðruvísi út en núverandi samband,“ sagði Scholz samkvæmt Politico. „Miðja Evrópu færist austur. Úkraína er ekki Lúxemborg.“ Aðildarríki ESB eru 27 talsins. Kanslarinn lýsti einnig yfir stuðningi við tillögu Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að stofna nokkurs konar hliðar-samband fyrir ríki sem vilja aðild að ESB og Bretland. Styðja Úkraínu eins lengi og þarf Scholz sagði í ræðu sinni að umfangsmiklar breytingar hefðu átt sér stað í Þýskalandi á undanförnum mánuðum varðandi stuðning við Úkraínu. Hét hann því að Þýskaland myndi ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínu. Þjóðverjar muni styðja hana eins lengi og þörf væri á. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sló á svipaða strengi í ræðu sem hún hélt í Slóveníu í gær, samkvæmt frétt Reuters. Hún hét því einnig að sambandið myndi standa með Úkraínu eins lengi og þyrfti og kallaði eftir nýrri strategískri hugsun varðandi það að halda evrópskum gildum á lofti. Þing Þýskalands samþykkti í byrjun júní umfangsmiklar breytingar á fjárlögum ríkisins. Þær fela í sér mikla aukningu á fjárútlátum til varnarmála og hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Fyrir það höfðu Þjóðverjar varið mjög litlu til varnarmála, samanborið við önnur ríki Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins.
Þýskaland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira