Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínumenn eiga sextán HIMARS-eldflaugakerfi. Rússar segjast hafa grandað fjölmörgum þeirra en bæði Úkraínumenn og Bandaríkjamenn segja það kolrangt. Rússar hafa þó gert árásir á tálbeitur sem látnar eru líta út fyrir að vera HIMARS. Getty/Anastasia Vlasova Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. Stjórnendur drónanna senda svo staðsetningu skotmarkanna til herskipa Rússa á Svartahafi sem skjóta eldflaugunum dýru af stað. Í samtali við Washington Post segja úkraínskir embættismenn að tilraunir með þessi gerviskotmörk hafi skilað góðum árangri. Úkraínumenn séu að framleiða fleiri skotmörk til að gabba Rússa og draga úr hættunni sem stafar af stórskotaliðs- og eldflaugaárásum þeirra. Fregnir hafa borist af því að birgðir Rússa af langdrægum eldflaugum, eins og Kalibr, fari þverandi og refsiaðgerðir gegn Rússum hafi gert þeim erfitt með að framleiða fleiri í miklu magni. Úkraínumenn geta gert árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð með eldflaugunum og hafa notað þær með góðum árangri til að grafa undan Rússum í Kherson-héraði.Getty/Anastasia Vlasova. Úkraínumenn hafa fengið sextán HIMARS-eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa beitt þeim með mjög miklum árangri. Hægt er að nota vopnin til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð og hafa Úkraínumenn notað þau sérstaklega til að grafa undan birgða- og flutninganeti Rússa í sunnanverðri Úkraínu. Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi gert gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu í gær. Árásirnar hófust í gær og voru sagðar hafa skilað nokkrum árangri. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í dag og hefur gífurlega mörgum sprengjum verið varpað á svæðinu. Rússar segjast hafa stöðvað árásirnar, fellt hundruð Úkraínumanna og grandað miklu magni hergagna. Lítið hefur þó verið staðfest í þessum efnum og er vert að taka fram að trúverðugleiki Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu er takmarkaður og Úkraínumenn vilja lítið gefa upp um árásir þeirra og vísa til þess að þeir vilji ekki að Rússar viti neitt um ætlanir þeirra. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir of snemmt að segja til um árangur í árásum Úkraínumanna. Þeir hafi áður brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í Kherson en það hafi ekki skilað árangri. Hann segir þó mikilvægt fyrir Úkraínumenn að halda áfram að skjóta á brýr og ferjur á Dnipro-ánni og koma í veg fyrir að Rússar geti komið liðsauka og birgðum yfir ána. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Stjórnendur drónanna senda svo staðsetningu skotmarkanna til herskipa Rússa á Svartahafi sem skjóta eldflaugunum dýru af stað. Í samtali við Washington Post segja úkraínskir embættismenn að tilraunir með þessi gerviskotmörk hafi skilað góðum árangri. Úkraínumenn séu að framleiða fleiri skotmörk til að gabba Rússa og draga úr hættunni sem stafar af stórskotaliðs- og eldflaugaárásum þeirra. Fregnir hafa borist af því að birgðir Rússa af langdrægum eldflaugum, eins og Kalibr, fari þverandi og refsiaðgerðir gegn Rússum hafi gert þeim erfitt með að framleiða fleiri í miklu magni. Úkraínumenn geta gert árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð með eldflaugunum og hafa notað þær með góðum árangri til að grafa undan Rússum í Kherson-héraði.Getty/Anastasia Vlasova. Úkraínumenn hafa fengið sextán HIMARS-eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa beitt þeim með mjög miklum árangri. Hægt er að nota vopnin til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð og hafa Úkraínumenn notað þau sérstaklega til að grafa undan birgða- og flutninganeti Rússa í sunnanverðri Úkraínu. Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi gert gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu í gær. Árásirnar hófust í gær og voru sagðar hafa skilað nokkrum árangri. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í dag og hefur gífurlega mörgum sprengjum verið varpað á svæðinu. Rússar segjast hafa stöðvað árásirnar, fellt hundruð Úkraínumanna og grandað miklu magni hergagna. Lítið hefur þó verið staðfest í þessum efnum og er vert að taka fram að trúverðugleiki Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu er takmarkaður og Úkraínumenn vilja lítið gefa upp um árásir þeirra og vísa til þess að þeir vilji ekki að Rússar viti neitt um ætlanir þeirra. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir of snemmt að segja til um árangur í árásum Úkraínumanna. Þeir hafi áður brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í Kherson en það hafi ekki skilað árangri. Hann segir þó mikilvægt fyrir Úkraínumenn að halda áfram að skjóta á brýr og ferjur á Dnipro-ánni og koma í veg fyrir að Rússar geti komið liðsauka og birgðum yfir ána.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17