„Skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 10:30 Elín Metta Jensen lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni. Getty/Dave Howarth Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum settu stórt spurningamerki við það að Elín Metta Jensen skyldi fá sæti í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi, í leikjum sem gætu skilað Íslandi á HM í fyrsta sinn. Elín Metta lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi í sumar, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni og markahæst með sex mörk. Þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, Helena Ólafsdóttir, velti upp þeirri spurningu hvort rétt hefði verið af Þorsteini Halldórssyni að velja Elínu Mettu í landsliðið núna, miðað við frammistöðu hennar með Val í sumar þar sem hún hefur misst byrjunarliðssæti sitt. „Ég hef í gegnum tíðina verið einn mesti aðdáandi Elínar Mettu og fyrir þetta tímabil hefði ég alltaf valið hana sem fyrsta framherja í staðinn fyrir Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur]. En hún er ekki búin að vera hundrað prósent,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss. „Gullið tækifæri til að velja Jasmín“ „Ég skildi það að taka hana með á EM en setti spurningamerki við það að taka hana með núna. Þú getur notað Sveindísi uppi á topp, og Svövu. Svo fannst mér þetta gullið tækifæri til að velja Jasmín Erlu [Ingadóttur úr Stjörnunni], sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið og ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna. Hún kom til dæmis ekki inn á í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvert hennar hlutverk er,“ sagði Bára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Elínu Mettu Elín Metta frábær en átt í vandræðum Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem reyndar er liðsfélagi Elínar Mettu hjá Val, segir erfitt að svara því hvort réttmætt sé að Elín Metta sé í íslenska landsliðshópnum. Ásgerður benti á að í grunninn væri Elín Metta frábær leikmaður, og Bára tók fullkomlega undir það. „Mér finnst Berglind mega fá sviðið. Berglind var góð á EM. Mér fannst hún halda sinni stöðu vel, vera góð í Frakkaleiknum, og mér finnst hún hafa vaxið inn í sitt hlutverk sem framherji númer eitt,“ sagði Ásgerður en tjáði sig svo lítillega um Elínu Mettu, fyrir áeggjan Báru: „Elín Metta er frábær leikmaður en hún er búin að vera í vandræðum. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hópi finnst mér erfitt að svara. Ég veit bara það að hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Elín Metta lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi í sumar, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni og markahæst með sex mörk. Þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, Helena Ólafsdóttir, velti upp þeirri spurningu hvort rétt hefði verið af Þorsteini Halldórssyni að velja Elínu Mettu í landsliðið núna, miðað við frammistöðu hennar með Val í sumar þar sem hún hefur misst byrjunarliðssæti sitt. „Ég hef í gegnum tíðina verið einn mesti aðdáandi Elínar Mettu og fyrir þetta tímabil hefði ég alltaf valið hana sem fyrsta framherja í staðinn fyrir Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur]. En hún er ekki búin að vera hundrað prósent,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss. „Gullið tækifæri til að velja Jasmín“ „Ég skildi það að taka hana með á EM en setti spurningamerki við það að taka hana með núna. Þú getur notað Sveindísi uppi á topp, og Svövu. Svo fannst mér þetta gullið tækifæri til að velja Jasmín Erlu [Ingadóttur úr Stjörnunni], sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið og ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna. Hún kom til dæmis ekki inn á í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvert hennar hlutverk er,“ sagði Bára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Elínu Mettu Elín Metta frábær en átt í vandræðum Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem reyndar er liðsfélagi Elínar Mettu hjá Val, segir erfitt að svara því hvort réttmætt sé að Elín Metta sé í íslenska landsliðshópnum. Ásgerður benti á að í grunninn væri Elín Metta frábær leikmaður, og Bára tók fullkomlega undir það. „Mér finnst Berglind mega fá sviðið. Berglind var góð á EM. Mér fannst hún halda sinni stöðu vel, vera góð í Frakkaleiknum, og mér finnst hún hafa vaxið inn í sitt hlutverk sem framherji númer eitt,“ sagði Ásgerður en tjáði sig svo lítillega um Elínu Mettu, fyrir áeggjan Báru: „Elín Metta er frábær leikmaður en hún er búin að vera í vandræðum. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hópi finnst mér erfitt að svara. Ég veit bara það að hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira