Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Sverrir Mar Smárason skrifar 2. september 2022 19:45 Dagný Brynjars var valin maður leiksins í kvöld. Hér fagnar hún öðru marki sínu í leiknum. Vísir/ Hulda Margrét Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. Yfirburðirnir voru algjörir frá byrjun og eftir 18. mínútna leik var Ísland komið í 2-0 með tveimur mörkum frá Söru Björk, fyrirliða. Íslands skoraði svo 4 mörk í síðari hálfleik en Dagný Brynjarsdóttir gerði tvö á meðan Glódís Perla og Selma Sól gerðu sitthvort markið. Byrjunarlið: Sandra Sigurðardóttir markvörður 6 Hafði alveg ofboðslega lítið að gera í markinu í dag. Fékk ekkert skot á markið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Gríðarlega örugg varnarlega og átti fína spretti upp völlinn. Glódís Perla, miðvörður 7 Glódís gerði allt rétt í dag og bætti hefðbundna frammistöðu með frábæru skallamarki eftir horn. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Steig ekki feilspor varnarlega auk þess að stýra vel liðinu fyrir framan sig. Áslaug Munda, vinstri bakvörður 7 Fór líklega langt með það í dag að eigna sér vinstri bakvarðar stöðuna með þessari frammistöðu, sérstaklega sóknarlega. Margar góðar sendingar og dugleg að koma upp í sóknina. Örugg varnarlega. Sara Björk (F), miðjumaður 9 Frábær þennan klukkutíma sem hún spilaði í dag. Skoraði fyrstu tvö mörkin og lagði svo upp það þriðja á Dagnýju ásamt því að vinna gríðarlega vel fyrir liðið. Fyrirliðinn var mikið gagnrýnd eftir EM í sumar en svaraði því með öflugri frammistöðu í dag. Dagný Brynjars, miðjumaður 9, Maður leiksins Frábær leikur hjá Dagnýju. Vann erfiðu vinnuna á miðjunni allan leikinn ásamt því að sýna enn og aftur hversu öflug hún er í að skila sér inn í teig andstæðinganna. Dagný skoraði tvö mörk í dag og jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur í 2. sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands. Gunnhildur Yrsa, miðjumaður 7 Frábær í hápressunni allan tímann og hirti upp marga dauða bolta. Gerði aðra leikmenn í kringum sig betri og vann talsvert mikla vinnu inni á vellinum. Amanda Andradóttir, hægri kantmaður 8 Mjög góður leikur hjá Amöndu sem fór oft illa með varnarmenn Hvít-Rússa. Þrátt fyrir að tekið var af henni fyrsta landsliðsmarkið þá átti hún stóran þátt í tveimur mörkum því hún sótti vítið sem Sara Björk skoraði úr og lagði upp mark Glódísar. Sveindís Jane, vinstri kantmaður: 8 Gjörsamlega magnaður leikmaður sem bara vex og vex. Leggur upp tvö mörk í dag og þau hefðu hæglega getað orðið fleiri. Varnarmenn Hvíta-Rússlands réðu ekkert við hana. Berglind Björg, framherji 5 Berglind Björg náði ekki alveg að sýna sitt rétta andlit í dag. Hélt á tíðum boltanum illa og blandaði sér lítið í sóknarleikinn. Aðallega vegna þess að flestar sóknir Íslands fóru upp kantana. Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - 7 Kom inn fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir á 63. mínútu Flott innkoma hjá Selmu sem var fljót að koma sér inn í leikinn. Skoraði sjötta mark Íslands. Elín Metta Jensen 6 - Kom inn fyrir Berglind Björg Þorvaldsóttir á 63. mínútu Þokkaleg innkoma. Gott að sjá hana á vellinum. Gerði lítið. Elísa Viðarsdóttir 6 - Kom inn fyrir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á 63. mínútu Lítið að gera varnarlega en fín sóknarlega. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Amanda Andradóttir á 77. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 77. mínútu Lagði upp sjötta markið á Selmu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Leik lokið: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland komst á topp C-riðils undankeppni HM kvenna í fótbolta með stórsigri á Hvíta-Rússlandi, 6-0, á Laugardalsvelli í kvöld. 2. september 2022 19:15 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Jafnaði heimsmetafjölda Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Sjá meira
Yfirburðirnir voru algjörir frá byrjun og eftir 18. mínútna leik var Ísland komið í 2-0 með tveimur mörkum frá Söru Björk, fyrirliða. Íslands skoraði svo 4 mörk í síðari hálfleik en Dagný Brynjarsdóttir gerði tvö á meðan Glódís Perla og Selma Sól gerðu sitthvort markið. Byrjunarlið: Sandra Sigurðardóttir markvörður 6 Hafði alveg ofboðslega lítið að gera í markinu í dag. Fékk ekkert skot á markið. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Gríðarlega örugg varnarlega og átti fína spretti upp völlinn. Glódís Perla, miðvörður 7 Glódís gerði allt rétt í dag og bætti hefðbundna frammistöðu með frábæru skallamarki eftir horn. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Steig ekki feilspor varnarlega auk þess að stýra vel liðinu fyrir framan sig. Áslaug Munda, vinstri bakvörður 7 Fór líklega langt með það í dag að eigna sér vinstri bakvarðar stöðuna með þessari frammistöðu, sérstaklega sóknarlega. Margar góðar sendingar og dugleg að koma upp í sóknina. Örugg varnarlega. Sara Björk (F), miðjumaður 9 Frábær þennan klukkutíma sem hún spilaði í dag. Skoraði fyrstu tvö mörkin og lagði svo upp það þriðja á Dagnýju ásamt því að vinna gríðarlega vel fyrir liðið. Fyrirliðinn var mikið gagnrýnd eftir EM í sumar en svaraði því með öflugri frammistöðu í dag. Dagný Brynjars, miðjumaður 9, Maður leiksins Frábær leikur hjá Dagnýju. Vann erfiðu vinnuna á miðjunni allan leikinn ásamt því að sýna enn og aftur hversu öflug hún er í að skila sér inn í teig andstæðinganna. Dagný skoraði tvö mörk í dag og jafnaði þar með Hólmfríði Magnúsdóttur í 2. sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands. Gunnhildur Yrsa, miðjumaður 7 Frábær í hápressunni allan tímann og hirti upp marga dauða bolta. Gerði aðra leikmenn í kringum sig betri og vann talsvert mikla vinnu inni á vellinum. Amanda Andradóttir, hægri kantmaður 8 Mjög góður leikur hjá Amöndu sem fór oft illa með varnarmenn Hvít-Rússa. Þrátt fyrir að tekið var af henni fyrsta landsliðsmarkið þá átti hún stóran þátt í tveimur mörkum því hún sótti vítið sem Sara Björk skoraði úr og lagði upp mark Glódísar. Sveindís Jane, vinstri kantmaður: 8 Gjörsamlega magnaður leikmaður sem bara vex og vex. Leggur upp tvö mörk í dag og þau hefðu hæglega getað orðið fleiri. Varnarmenn Hvíta-Rússlands réðu ekkert við hana. Berglind Björg, framherji 5 Berglind Björg náði ekki alveg að sýna sitt rétta andlit í dag. Hélt á tíðum boltanum illa og blandaði sér lítið í sóknarleikinn. Aðallega vegna þess að flestar sóknir Íslands fóru upp kantana. Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - 7 Kom inn fyrir Sara Björk Gunnarsdóttir á 63. mínútu Flott innkoma hjá Selmu sem var fljót að koma sér inn í leikinn. Skoraði sjötta mark Íslands. Elín Metta Jensen 6 - Kom inn fyrir Berglind Björg Þorvaldsóttir á 63. mínútu Þokkaleg innkoma. Gott að sjá hana á vellinum. Gerði lítið. Elísa Viðarsdóttir 6 - Kom inn fyrir Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á 63. mínútu Lítið að gera varnarlega en fín sóknarlega. Svava Rós Guðmundsdóttir - Kom inn fyrir Amanda Andradóttir á 77. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 77. mínútu Lagði upp sjötta markið á Selmu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Leik lokið: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland komst á topp C-riðils undankeppni HM kvenna í fótbolta með stórsigri á Hvíta-Rússlandi, 6-0, á Laugardalsvelli í kvöld. 2. september 2022 19:15 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Jafnaði heimsmetafjölda Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Sjá meira
Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27
Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27
Leik lokið: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland komst á topp C-riðils undankeppni HM kvenna í fótbolta með stórsigri á Hvíta-Rússlandi, 6-0, á Laugardalsvelli í kvöld. 2. september 2022 19:15