Dagur fordæmir árás á sósíalista en Brynjar talar um hræsni Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2022 11:37 Húsnæði Sósíalistaflokksins var grýtt á meðan Gunnar Smári var þar að taka viðtal. Borgarstjóri fordæmir atvikið en Brynjar sakar Gunnar um hræsni. Vísir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það vera óhugnanlegt að heyra af skemmdarverkum sem gerð voru á húsnæði Sósíalistaflokksins á laugardaginn. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sakar Gunnar Smára um hræsni. Á laugardaginn birti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, færslu í Facebook-hóp flokksins þar sem hann greindi frá því að einhver hafi grýtt húsnæði sem flokkurinn leigir í Bolholti. Þá sagði hann einnig frá hótunum sem hann hafði fengið úti á götu, við heimili sitt og á netinu. Maður hafði sent á hann skilaboð þar sem hann sagði sósíalista vera „siðblind helvíti“ og hótaði að ráðast á Gunnar Smára með vopnum. Skilaboðin sendi Gunnar á lögregluna sem er með þau til skoðunar. Búið var að setja viðarplötu við brotna gluggann og spreyja á hana: „Hatrið mun ekki sigra!“Vísir/Vilhelm Gunnar segist ekki vita hver grýtti húsnæðið en grunar að annar mannanna sem hafði staðið í hótunum við sig beri ábyrgð á því. Hann segist oft hafa verið hótað en aldrei dottið í hug að tilkynna það til lögreglu fyrr en nú. „Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og fullvissa þeirra um að sósíalistar sé skepnur og svívirðingar, veldur því að ég óttast að þetta sé ekki bara belgingur, eins og hótanir eru oftast,“ segir í færslu Gunnars Smára. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um skemmdarverkin og hótanirnar á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. „Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræðu og hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ segir Brynjar og segir Facebook-hóp Sósíalistaflokksins vera „ein samfelld hatursorðræða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fordæmir hins vegar skemmdarverkin en hann þekkir það hvernig það er að verða fyrir skemmdarverkum vegna stjórnmálaskoðana. Skotið var á bíl hans í byrjun síðasta árs. „Ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi á að fordæma, skilyrðislaust, hver sem í hlut á en það er grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Hann segir umræðuna þurfa að batna og koma upp úr skotgröfunum. Algjör samstaða þurfi að ríkja þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum. Sósíalistaflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Á laugardaginn birti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, færslu í Facebook-hóp flokksins þar sem hann greindi frá því að einhver hafi grýtt húsnæði sem flokkurinn leigir í Bolholti. Þá sagði hann einnig frá hótunum sem hann hafði fengið úti á götu, við heimili sitt og á netinu. Maður hafði sent á hann skilaboð þar sem hann sagði sósíalista vera „siðblind helvíti“ og hótaði að ráðast á Gunnar Smára með vopnum. Skilaboðin sendi Gunnar á lögregluna sem er með þau til skoðunar. Búið var að setja viðarplötu við brotna gluggann og spreyja á hana: „Hatrið mun ekki sigra!“Vísir/Vilhelm Gunnar segist ekki vita hver grýtti húsnæðið en grunar að annar mannanna sem hafði staðið í hótunum við sig beri ábyrgð á því. Hann segist oft hafa verið hótað en aldrei dottið í hug að tilkynna það til lögreglu fyrr en nú. „Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og fullvissa þeirra um að sósíalistar sé skepnur og svívirðingar, veldur því að ég óttast að þetta sé ekki bara belgingur, eins og hótanir eru oftast,“ segir í færslu Gunnars Smára. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um skemmdarverkin og hótanirnar á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. „Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræðu og hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ segir Brynjar og segir Facebook-hóp Sósíalistaflokksins vera „ein samfelld hatursorðræða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fordæmir hins vegar skemmdarverkin en hann þekkir það hvernig það er að verða fyrir skemmdarverkum vegna stjórnmálaskoðana. Skotið var á bíl hans í byrjun síðasta árs. „Ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi á að fordæma, skilyrðislaust, hver sem í hlut á en það er grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Hann segir umræðuna þurfa að batna og koma upp úr skotgröfunum. Algjör samstaða þurfi að ríkja þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum.
Sósíalistaflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira