Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2022 08:59 Ástandið í heröðunum Sindh og Balochistan er grafalvarlegt þessa stundina. Hér má sjá loftmynd af bænum Jamshoro í Sindh. EPA/STR Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. Í Pakistan er monsún-tímabil þessa stundina en því fylgir mikil rigning. Rigningin hefur þó aldrei verið jafn mikil og hún er nú og hafa 33 milljónir manna, fimmtán prósent íbúa landsins, orðið fyrir áhrifum hennar. Í kjölfar rigningarinnar hafa orðið mörg flóð og eru margar borgir einfaldlega á floti. Héröðin Sindh og Balochistan hafa komið hvað verst út úr þessari rigningu en í Sindh-héraði má finna stærsta stöðuvatn landsins, Manchar-stöðuvatnið. Manchar getur orðið allt að fimm hundruð ferkílómetrar að flatarmáli þegar mikil rigning er á svæðinu. Þórisvatn, stærsta stöðuvatn Íslands, er einungis 86 ferkílómetrar að stærð og er Manchar svipað að stærð og Mýrdalsjökull. Til þess að koma í veg fyrir að vatn flæði yfir bakka Manchar hafa yfirvöld í Pakistan byrjað að hleypa vatni úr því. Þannig vonast þeir til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að vatn úr stöðuvatninu flæði yfir í nærliggjandi þéttbýlisstaði en nokkrar borgir með yfir hundrað þúsund íbúa eru í nágrenni við vatnið. Jam Khan Shoro, héraðsáveituráðherra í Singh, segir í samtali við Reuters að aðgerðir yfirvalda hafi gert lítið gagn. Vatnsmagnið sé enn það sama og það var fyrir. Pakistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39 Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47 Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09 Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Í Pakistan er monsún-tímabil þessa stundina en því fylgir mikil rigning. Rigningin hefur þó aldrei verið jafn mikil og hún er nú og hafa 33 milljónir manna, fimmtán prósent íbúa landsins, orðið fyrir áhrifum hennar. Í kjölfar rigningarinnar hafa orðið mörg flóð og eru margar borgir einfaldlega á floti. Héröðin Sindh og Balochistan hafa komið hvað verst út úr þessari rigningu en í Sindh-héraði má finna stærsta stöðuvatn landsins, Manchar-stöðuvatnið. Manchar getur orðið allt að fimm hundruð ferkílómetrar að flatarmáli þegar mikil rigning er á svæðinu. Þórisvatn, stærsta stöðuvatn Íslands, er einungis 86 ferkílómetrar að stærð og er Manchar svipað að stærð og Mýrdalsjökull. Til þess að koma í veg fyrir að vatn flæði yfir bakka Manchar hafa yfirvöld í Pakistan byrjað að hleypa vatni úr því. Þannig vonast þeir til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að vatn úr stöðuvatninu flæði yfir í nærliggjandi þéttbýlisstaði en nokkrar borgir með yfir hundrað þúsund íbúa eru í nágrenni við vatnið. Jam Khan Shoro, héraðsáveituráðherra í Singh, segir í samtali við Reuters að aðgerðir yfirvalda hafi gert lítið gagn. Vatnsmagnið sé enn það sama og það var fyrir.
Pakistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39 Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47 Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09 Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39
Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47
Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09
Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51