Ólafur Ágúst játaði og neitaði á víxl í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2022 14:00 Ólafur Ágúst neitaði og játaði sök á víxl. Vísir Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, játaði og neitaði ákæruliðum á víxl í umfangsmiku fíkniefnamáli þegar hann tók afstöðu til ákæruefnisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ólafur er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot, meðal annars með því að hafa staðið að stórtækri kannabisræktun á sveitabæ í Rangárþingi ytra. Ólafur er meðal fimm sakborninga í málinu en hinir fjórir mættu fyrir dómara í síðustu viku þegar þingsetning fór fram. Þá var Ólafur fjarverandi en tók afstöðu gagnvart ákæruliðum í héraðsdómi í dag. Hann afplánar nú eldri dóm á Litla-Hrauni en hann hefur hlotið fjölda dóma í gegnum tíðina, meðal annars í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 og fyrir annað stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Ólafur er ákærður fyrir að hafa, ásamt þremur öðrum, um nokkurt skeið staðið að kannabisræktun í útihúsi að Hjallanesi í Rangárþingi ytra. Ákærðu höfðu, samkvæmt ákærunni, sammælst um verkaskiptingu við uppsetningu, ræktun, klippingu og þurrkun kannabisplantnanna í sölu- og dreifingarskyni og skiptu á milli sín afrakstri hennar. Við leit í útihúsinu þann 20. maí síðastliðinn lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríjúana og 131 kannabisplöntu. Ólafur játaði sök í þessum ákærulið. Hann er þá ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í bílskúr í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni 224,1 gramm af amfetamíni, 1.792,65 grömm af kókaíni, 6.731,37 grömm af MDMA, 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítra af amfetamínvökva, 20.850 millilítra af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum en lögregla lagði hald á efnin við húsleit 23. maí síðastliðinn. Ólafur sagðist í héraðsdómi hafa haft bílskúrinn á leigu en ekki átt fíkniefnin. Ólafur játaði að hafa á sama tíma haft í vörslum sínum 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva sem lögregla fann í bifreið og lagði hald á og 0,31 gramm af kókaíni sem lögregla fann við leit á Ólafi. Þá játaði hann sök fyrir að hafa í annarri bifreið haft í vörslum sínum 4,85 grömm af kókaíni og 6,04 grömm af maríjúana, sem lögregla fann við leit 20. maí, á sama tíma og leit fór fram í útihúsinu í Rangárþingi ytra. Auk þess er Ólafur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa föstudaginn 20. maí síðastliðinn hafa í hesthúsi í Víðidal í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 460 grömm af amfetamíni, rúmlega 26 kíló af hassi, 2,28 grömm af kókaíni, 3,1 kíló af maríjúana, 2,06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, þrettán stykki af LSD, fjögur stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva, sem lögregla fann við leit. Ólafur sagði við dómara að hann hafi ekki átt maríjúanað og hassið, það hafi tilheyrt öðrum. Önnur efni hafi hann átt en ekki í sölu- og dreifingarskyni. Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30 Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ólafur er meðal fimm sakborninga í málinu en hinir fjórir mættu fyrir dómara í síðustu viku þegar þingsetning fór fram. Þá var Ólafur fjarverandi en tók afstöðu gagnvart ákæruliðum í héraðsdómi í dag. Hann afplánar nú eldri dóm á Litla-Hrauni en hann hefur hlotið fjölda dóma í gegnum tíðina, meðal annars í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 og fyrir annað stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Ólafur er ákærður fyrir að hafa, ásamt þremur öðrum, um nokkurt skeið staðið að kannabisræktun í útihúsi að Hjallanesi í Rangárþingi ytra. Ákærðu höfðu, samkvæmt ákærunni, sammælst um verkaskiptingu við uppsetningu, ræktun, klippingu og þurrkun kannabisplantnanna í sölu- og dreifingarskyni og skiptu á milli sín afrakstri hennar. Við leit í útihúsinu þann 20. maí síðastliðinn lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríjúana og 131 kannabisplöntu. Ólafur játaði sök í þessum ákærulið. Hann er þá ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í bílskúr í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni 224,1 gramm af amfetamíni, 1.792,65 grömm af kókaíni, 6.731,37 grömm af MDMA, 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítra af amfetamínvökva, 20.850 millilítra af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum en lögregla lagði hald á efnin við húsleit 23. maí síðastliðinn. Ólafur sagðist í héraðsdómi hafa haft bílskúrinn á leigu en ekki átt fíkniefnin. Ólafur játaði að hafa á sama tíma haft í vörslum sínum 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva sem lögregla fann í bifreið og lagði hald á og 0,31 gramm af kókaíni sem lögregla fann við leit á Ólafi. Þá játaði hann sök fyrir að hafa í annarri bifreið haft í vörslum sínum 4,85 grömm af kókaíni og 6,04 grömm af maríjúana, sem lögregla fann við leit 20. maí, á sama tíma og leit fór fram í útihúsinu í Rangárþingi ytra. Auk þess er Ólafur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa föstudaginn 20. maí síðastliðinn hafa í hesthúsi í Víðidal í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 460 grömm af amfetamíni, rúmlega 26 kíló af hassi, 2,28 grömm af kókaíni, 3,1 kíló af maríjúana, 2,06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, þrettán stykki af LSD, fjögur stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva, sem lögregla fann við leit. Ólafur sagði við dómara að hann hafi ekki átt maríjúanað og hassið, það hafi tilheyrt öðrum. Önnur efni hafi hann átt en ekki í sölu- og dreifingarskyni.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30 Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30
Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25