Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2022 13:12 Þremur ferðamönnum dauðbrá þegar stærðarinnar skjálfti reið yfir við Grímsey. Facebook/Gistiheimilið Básar Grímsey Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. „Það byrjaði hrina rétt eftir miðnætti í nótt og stærsti skjálftinn í hrinunni er 4,9 að stærð og varð um fjögur i morgun og við höfum fengið þónokkrar tilkynningar að skjálftinn hefði fundist á Norðurlandi. Það eru enn að koma skjálftar inn í kerfið en í heildina hafa um fjögur hundruð skjálftar mælst frá miðnætti.“ Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir. Flekaskil liggi þarna þvert yfir og eðlilegt sé að hrinur verði á þessu svæði reglulega. „Árið 2013 varð skjálfti upp á 5,4 að stærð og árið 2018 reið annar yfir sem var 5,2 að stærð þannig að það er ekki óvanalegt að fá svona stærri skjálfta á þessu svæði,“ bætir Lovísa við. En þótt Grímseyingar sjálfir kippi sér ekki mikið upp við skjálftavirkni þá kom sá stóri þremur ferðalöngum í opna skjöldu þegar hann reið yfir í nótt. John Webb og tveir félagar hans frá Wisconsin í Bandaríkjunum dvelja þessa dagana á gistiheimilinu Básum í Grímsey. Þeim dauðbrá öllum við hristinginn sem fylgdi jarðskjálftanum í nótt. „Við vorum allir í fasta svefni þegar húsið byrjar allt að skjálfa. Við vöknum með andfælum og fannst þetta frekar ógnvekjandi. Ég hef einu sinni upplifað skjálfta áður, það var á Havaí, svo ég vissi nokkurn veginn hvað væri í gangi en einn af vinum mínum hélt að við tveir værum í slagsmálum eða eitthvað á gólfinu,“ sagði Webb og hópurinn skellti upp úr. Webb viðurkennir að hafa verið pínu hræddur. „Já, ég var pínu hræddur. Þessi skjálfti var allt öðruvísi en þessi sem reið yfir á Havaí, það er alveg á hreinu. Þessi var meira eins og titringur. Þetta gerðist allt svo skyndilega en þú gast heyrt í honum ríða yfir. Þetta var eins og lest á fullri ferð, eins konar drunur. Þetta var svolítið ógnvekjandi í nokkrar mínútur en engir munir færðust til eða neitt svoleiðis og við áttuðum okkur mjög fljótt á því að þetta væri jarðskjálfti og að við værum í öruggum höndum,“ segir Webb sem bætti við að náttúran á Íslandi sé sannarlega iðandi af lífi. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36 Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Það byrjaði hrina rétt eftir miðnætti í nótt og stærsti skjálftinn í hrinunni er 4,9 að stærð og varð um fjögur i morgun og við höfum fengið þónokkrar tilkynningar að skjálftinn hefði fundist á Norðurlandi. Það eru enn að koma skjálftar inn í kerfið en í heildina hafa um fjögur hundruð skjálftar mælst frá miðnætti.“ Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir. Flekaskil liggi þarna þvert yfir og eðlilegt sé að hrinur verði á þessu svæði reglulega. „Árið 2013 varð skjálfti upp á 5,4 að stærð og árið 2018 reið annar yfir sem var 5,2 að stærð þannig að það er ekki óvanalegt að fá svona stærri skjálfta á þessu svæði,“ bætir Lovísa við. En þótt Grímseyingar sjálfir kippi sér ekki mikið upp við skjálftavirkni þá kom sá stóri þremur ferðalöngum í opna skjöldu þegar hann reið yfir í nótt. John Webb og tveir félagar hans frá Wisconsin í Bandaríkjunum dvelja þessa dagana á gistiheimilinu Básum í Grímsey. Þeim dauðbrá öllum við hristinginn sem fylgdi jarðskjálftanum í nótt. „Við vorum allir í fasta svefni þegar húsið byrjar allt að skjálfa. Við vöknum með andfælum og fannst þetta frekar ógnvekjandi. Ég hef einu sinni upplifað skjálfta áður, það var á Havaí, svo ég vissi nokkurn veginn hvað væri í gangi en einn af vinum mínum hélt að við tveir værum í slagsmálum eða eitthvað á gólfinu,“ sagði Webb og hópurinn skellti upp úr. Webb viðurkennir að hafa verið pínu hræddur. „Já, ég var pínu hræddur. Þessi skjálfti var allt öðruvísi en þessi sem reið yfir á Havaí, það er alveg á hreinu. Þessi var meira eins og titringur. Þetta gerðist allt svo skyndilega en þú gast heyrt í honum ríða yfir. Þetta var eins og lest á fullri ferð, eins konar drunur. Þetta var svolítið ógnvekjandi í nokkrar mínútur en engir munir færðust til eða neitt svoleiðis og við áttuðum okkur mjög fljótt á því að þetta væri jarðskjálfti og að við værum í öruggum höndum,“ segir Webb sem bætti við að náttúran á Íslandi sé sannarlega iðandi af lífi.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36 Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. 8. september 2022 10:36
Jarðskjálfti 4,9 að stærð reið yfir Norðurland í nótt Jarðskjálfti að stærðinni 4,9 mældist klukkan eina mínútu yfir fjögur í nótt um tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands fannst skjálftinn vel á Norðurlandi. 8. september 2022 06:15