Söguleg skólamunastofa heyrir sögunni til Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 10. september 2022 23:19 Pétur Hafþór Jónsson er fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla. Stöð 2 Óánægja ríkir með þá ákvörðun skólastjóra og borgaryfirvalda að leggja niður svonefnda skólamunastofu Austurbæjarskóla til að rýma þar fyrir kennslustofu. Skólamunastofan er safn sem hefur staðið í risinu í Austurbæjarskóla um árabil. Á safninu hefur verið til sýnis ýmiss búnaður úr níutíu ára sögu skólans, ævafornar kennslubækur, gömul kort og kennaraborð, sem eflaust geyma mikla sögu. En ekki meir. Á opnu húsi í dag var síðasta tækifæri til þess að heimsækja safnið. Ekki er alveg ljóst hvað verður um safnið, sem er eitt sinnar tegundar í Reykjavík, en uppi eru óánægjuraddir með að til standi að loka því. Hafi gríðarlega þýðingu fyrir þúsundir Reykvíkinga Pétur Hafþór Jónsson, fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla, er einn þeirra sem lýst ekki á áætlanir borgarinnar og skólastjórnenda. „Við getum byrjað á því að tala um að þetta er sennilega eina stóra skólamunasafn á Íslandi og þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir allar þær þúsundir Reykvíkinga sem hafa gengið í Austurbæjarskólann og unna Austurbæjarskólanum og þessari arfleifð,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Pétur segir að fólk komi á safnið á menningarnótt og vorhátíðum og skynji hlut sinn í sögunni. „Þetta er svakalegt fyrir okkur, ekki bara mig og ekki bara stjórn hollvinafélagsins, sem hefur eytt ómældum tíma í hundrað prósent sjálfboðavinnu að koma þessu fyrir þarna í risinu, í þessu geymsluhúsnæði,“ segir hann. Plássið ekki boðlegt til kennslu Hann segir risið vera afgangshúsnæði í skólanum sem er ekki boðlegt fyrir kennslu. Kynslóðir af stjórnendum, kennurum og nemendum hafi komið munum fyrir í risinu um árabil. Pétur segist ekki vita hvar framtíðargeymslustaður munanna verði eða hvort þeir verði yfir höfuð teknir úr risinu. „Það sem ég hef verið að setja út á er að embættismenn skuli komast upp með að taka þessar ákvarðanir. Ég við að kjörnir fulltrúar ákveði þetta,“ segir Pétur að lokum. Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Söfn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Á safninu hefur verið til sýnis ýmiss búnaður úr níutíu ára sögu skólans, ævafornar kennslubækur, gömul kort og kennaraborð, sem eflaust geyma mikla sögu. En ekki meir. Á opnu húsi í dag var síðasta tækifæri til þess að heimsækja safnið. Ekki er alveg ljóst hvað verður um safnið, sem er eitt sinnar tegundar í Reykjavík, en uppi eru óánægjuraddir með að til standi að loka því. Hafi gríðarlega þýðingu fyrir þúsundir Reykvíkinga Pétur Hafþór Jónsson, fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla, er einn þeirra sem lýst ekki á áætlanir borgarinnar og skólastjórnenda. „Við getum byrjað á því að tala um að þetta er sennilega eina stóra skólamunasafn á Íslandi og þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir allar þær þúsundir Reykvíkinga sem hafa gengið í Austurbæjarskólann og unna Austurbæjarskólanum og þessari arfleifð,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Pétur segir að fólk komi á safnið á menningarnótt og vorhátíðum og skynji hlut sinn í sögunni. „Þetta er svakalegt fyrir okkur, ekki bara mig og ekki bara stjórn hollvinafélagsins, sem hefur eytt ómældum tíma í hundrað prósent sjálfboðavinnu að koma þessu fyrir þarna í risinu, í þessu geymsluhúsnæði,“ segir hann. Plássið ekki boðlegt til kennslu Hann segir risið vera afgangshúsnæði í skólanum sem er ekki boðlegt fyrir kennslu. Kynslóðir af stjórnendum, kennurum og nemendum hafi komið munum fyrir í risinu um árabil. Pétur segist ekki vita hvar framtíðargeymslustaður munanna verði eða hvort þeir verði yfir höfuð teknir úr risinu. „Það sem ég hef verið að setja út á er að embættismenn skuli komast upp með að taka þessar ákvarðanir. Ég við að kjörnir fulltrúar ákveði þetta,“ segir Pétur að lokum.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Söfn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira