Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2022 07:57 Arnþrúður Heimisdóttir, hrossabóndi í Langhúsum í Fljótum. Sigurjón Ólason Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því. Í fréttum Stöðvar 2 fórum við í Skagafjörð þar sem bærinn Langhús í Fljótum var heimsóttur. Bændurnir þau Arnþrúður Heimisdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson voru áður með kúabú en skiptu alfarið yfir í hrossin fyrir sex árum. Horft yfir Langhús í Fljótum. Ofar fyrir miðri mynd eru kirkjustaðurinn Barð og Sólgarðar, þar sem skóli sveitarinnar var. Til hægri sér yfir í Flókadal með Flókadalsvatni. Sigurjón Ólason Arnþrúður segir að umsvifin bæði í kringum kýrnar og hestaleiguna hafi verið orðin það mikil að þau hafi orðið að velja á milli. „Og við erum bæði alveg hestasjúk, sko,“ segir hún og hlær. Fjósinu var breytt í hesthús og þar hittum við Þorlák að járna. Þorlákur Sigurbjörnsson járnar í hesthúsinu. Það var áður fjós.Sigurjón Ólason „Við vorum búin að sjá að það var hægt að lifa á þessu, alveg eins og kúnum. Það er ekki sama binding, eins og með kýrnar; að mjólka tvisvar á dag, 365 daga á ári. Aldrei frí, aldrei ferðalög, aldrei fjölskyldulíf,“ segir Þorlákur. Núna fara þau með ferðamenn í reiðtúra um sveitina og svo mikið er að gera að þau eru með þrjá starfsmenn í vinnu. Starfsmenn hestaleigunnar í reiðtúr með húsin í Haganesvík og Hópsvatn í baksýn.Sigurjón Ólason Svo rækta þau upp óvenjulegt litaafbrigði. „Sem heitir litförótt þar sem hrossin skipta um liti eiginlega fjórum sinnum á ári. Og þessi litur var, ja, kannski fyrir svona tuttugu árum, bara í hálfgerðri útrýmingarhættu, sko,“ segir Arnþrúður. Þegar hún sýnir okkur bikarasafnið í hesthúsinu segist hún ánægðust með einn bikarinn. „Við fengum þennan verðlaunabikar fyrir að eiga hæst dæmdu litföróttu meri landsins í fyrra.“ Það er hún Litbrá frá Langhúsum, sem Arnþrúður sýnir okkur úti í haga. Litbrá frá Langhúsum ásamt folaldi sínu.Sigurjón Ólason „Eins og þið sjáið; hún er núna eins og það sé búið að strá flórsykri yfir hana.“ Liturinn breytist milli árstíða, fer úr því að vera ljós og yfir það að vera dökkur. „Svo í vetur er hún alveg bara kolsvört. Eða brún, eins og hestamenn kalla litinn. En þetta eru allt saman geðgóð hross en líka úrvals reiðhross,“ segir Arnþrúður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hestar Hestaíþróttir Landbúnaður Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 fórum við í Skagafjörð þar sem bærinn Langhús í Fljótum var heimsóttur. Bændurnir þau Arnþrúður Heimisdóttir og Þorlákur Sigurbjörnsson voru áður með kúabú en skiptu alfarið yfir í hrossin fyrir sex árum. Horft yfir Langhús í Fljótum. Ofar fyrir miðri mynd eru kirkjustaðurinn Barð og Sólgarðar, þar sem skóli sveitarinnar var. Til hægri sér yfir í Flókadal með Flókadalsvatni. Sigurjón Ólason Arnþrúður segir að umsvifin bæði í kringum kýrnar og hestaleiguna hafi verið orðin það mikil að þau hafi orðið að velja á milli. „Og við erum bæði alveg hestasjúk, sko,“ segir hún og hlær. Fjósinu var breytt í hesthús og þar hittum við Þorlák að járna. Þorlákur Sigurbjörnsson járnar í hesthúsinu. Það var áður fjós.Sigurjón Ólason „Við vorum búin að sjá að það var hægt að lifa á þessu, alveg eins og kúnum. Það er ekki sama binding, eins og með kýrnar; að mjólka tvisvar á dag, 365 daga á ári. Aldrei frí, aldrei ferðalög, aldrei fjölskyldulíf,“ segir Þorlákur. Núna fara þau með ferðamenn í reiðtúra um sveitina og svo mikið er að gera að þau eru með þrjá starfsmenn í vinnu. Starfsmenn hestaleigunnar í reiðtúr með húsin í Haganesvík og Hópsvatn í baksýn.Sigurjón Ólason Svo rækta þau upp óvenjulegt litaafbrigði. „Sem heitir litförótt þar sem hrossin skipta um liti eiginlega fjórum sinnum á ári. Og þessi litur var, ja, kannski fyrir svona tuttugu árum, bara í hálfgerðri útrýmingarhættu, sko,“ segir Arnþrúður. Þegar hún sýnir okkur bikarasafnið í hesthúsinu segist hún ánægðust með einn bikarinn. „Við fengum þennan verðlaunabikar fyrir að eiga hæst dæmdu litföróttu meri landsins í fyrra.“ Það er hún Litbrá frá Langhúsum, sem Arnþrúður sýnir okkur úti í haga. Litbrá frá Langhúsum ásamt folaldi sínu.Sigurjón Ólason „Eins og þið sjáið; hún er núna eins og það sé búið að strá flórsykri yfir hana.“ Liturinn breytist milli árstíða, fer úr því að vera ljós og yfir það að vera dökkur. „Svo í vetur er hún alveg bara kolsvört. Eða brún, eins og hestamenn kalla litinn. En þetta eru allt saman geðgóð hross en líka úrvals reiðhross,“ segir Arnþrúður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hestar Hestaíþróttir Landbúnaður Skagafjörður Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00 Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sýna geitur í húsdýragarði og selja gestum svo geitaost beint frá býli Bændur á einu stærsta sauðfjárbúi við austanverðan Skagafjörð eru búnir að stofna húsdýragarð og bjóða gestum að kaupa geitaost beint frá býli. Brúnastaðir í Fljótum eru fyrsti og eini bær landsins sem framleiðir eigin geitaosta. 1. september 2022 23:00
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31