Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Snorri Másson skrifar 15. september 2022 11:55 Ragnar hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins. vísir/samsett/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. Drífa Snædal greindi frá því í ágúst að hún hefði ákveðið að segja af sér. Hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til slæmra samskipta við "ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins". Ljóst var að Drífa vísaði þar til Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Í október er komið að því að kjósa nýjan forseta Alþýðusambandsins og nú er orðið ljóst að Ragnar Þór mun gefa kost á sér, ákvörðun sem hann segist hafa tekið að vel ígrunduðu máli. „Mín samtöl við mína félaga í hreyfingunni hafa fyrst og fremst snúist um það hvort það sé vilji innan hreyfingarinnar að gera ASÍ að því afli sem það ætti að vera. Og reyna að sameinast um breytingar og hvað við getum gert til að efla sambandið. Það er mikill vilji til þess skynja ég, en hvort ég fái umboð til að leiða þessar breytingar verður bara að koma í ljós á þinginu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Nái hann kjöri, stígur Ragnar til hliðar sem formaður VR en leiðir þó kjaraviðræður þar til í mars á næsta ári. Hann segir raunhæft að Alþýðusambandið nái á komandi tímum að stilla saman strengi. „Það er allt hægt í þessu og okkur hefur gengið mjög vel með ákveðið verklag hérna hjá VR. Félagið sjálft hefur ekki farið varhluta af deilum og innbyrðis átökum í gegnum árin. Okkur hefur tekist að sameinast og vinna sem ein heild í sömu átt og gengið alveg sérstaklega vel. Ég held að þetta sé hægt og okkur ber skylda til að gera atlögu að þessu og reyna þetta, af því að staðan eins og hún er er bara óásættanleg. Sundrað Alþýðusamband og átökin innan ASÍ eru augljóslega merki um að samningsstaða okkar fer algerlega eftir því hver samheldni okkar er og stuðningurinn á bak við hreyfinguna.“ ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Drífa Snædal greindi frá því í ágúst að hún hefði ákveðið að segja af sér. Hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til slæmra samskipta við "ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins". Ljóst var að Drífa vísaði þar til Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Í október er komið að því að kjósa nýjan forseta Alþýðusambandsins og nú er orðið ljóst að Ragnar Þór mun gefa kost á sér, ákvörðun sem hann segist hafa tekið að vel ígrunduðu máli. „Mín samtöl við mína félaga í hreyfingunni hafa fyrst og fremst snúist um það hvort það sé vilji innan hreyfingarinnar að gera ASÍ að því afli sem það ætti að vera. Og reyna að sameinast um breytingar og hvað við getum gert til að efla sambandið. Það er mikill vilji til þess skynja ég, en hvort ég fái umboð til að leiða þessar breytingar verður bara að koma í ljós á þinginu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Nái hann kjöri, stígur Ragnar til hliðar sem formaður VR en leiðir þó kjaraviðræður þar til í mars á næsta ári. Hann segir raunhæft að Alþýðusambandið nái á komandi tímum að stilla saman strengi. „Það er allt hægt í þessu og okkur hefur gengið mjög vel með ákveðið verklag hérna hjá VR. Félagið sjálft hefur ekki farið varhluta af deilum og innbyrðis átökum í gegnum árin. Okkur hefur tekist að sameinast og vinna sem ein heild í sömu átt og gengið alveg sérstaklega vel. Ég held að þetta sé hægt og okkur ber skylda til að gera atlögu að þessu og reyna þetta, af því að staðan eins og hún er er bara óásættanleg. Sundrað Alþýðusamband og átökin innan ASÍ eru augljóslega merki um að samningsstaða okkar fer algerlega eftir því hver samheldni okkar er og stuðningurinn á bak við hreyfinguna.“
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13
Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01
VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55