Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 11:44 Friðrik Jónsson er formaður BHM en einnig sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Stöð 2/Arnar Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt um átta þúsund ferkílómetra svæði í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu - en Pútín kveðst ekkert vera að flýta sér. Hernaður Rússa á svæðinu gengi samkvæmt áætlun og þá benti hann á að Rússar hefðu hingað til ekki fullnýtt herafla sinn. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir að þrátt fyrir góðan árangur Úkraínumanna í norðri, hafi dregið úr hraða gagnsóknar þeirra og að vænta megi að sú þróun haldi áfram. Rússar séu þó í vanda einnig. „Rússar eiga greinilega í mestu vandræðum með að mæta Úkraínumönnum á vígvellinum beint. Þeir eiga við vandamál að stríða varðandi endurnýjun herafla, það er að segja á fólki og búnaði á jörðu niðri. Viðbrögð þeirra helst eru þá, eins og svo oft áður, að bregðast við með eldflaugum og sprengjuárásum. Það sem þeir eru farnir að gera, og hefur borið á áður, er að ráðast á borgaralega innviði. Sem nú eiginlega merki örvæntingar frekar en góðrar strategíu eða góðrar áætlanagerðar til að mæta sókn Úkraínumannam,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Siðleysi komi Rússum langt Hann segir þó að Rússar eigi fullt inni í stríðinu og þeir geti vel dregið það á langinn. Það sem þeir hafi umfram aðra sé að þeir leyfa sér, það sem Friðrik kallar siðleysi, í sínum stríðum. „Þeir sína ákveðna léttúð gagnvart lögum og reglum stríða. Þetta er það sem þeir hafa möguleika á að gera, að nota stærri og þyngri vopn en vandinn hjá þeim eru kannski ekki endilega vopnin. Það er að skipulagið, strategían, áætlanagerðin, framkvæmdin öll, er einhvern veginn í handaskolum. Við sjáum til dæmis að samhæfing á landher og flugher hefur verið áberandi afleit allt stríðið, að verða sjö mánuði. Þannig að þó þú teljir sprengjurnar, skriðdrekana og flugvélarnar og leggir það saman og segir hér er máttugur herafli, þá í framkvæmdinni, eins og við erum að sjá í Úkraínu, virðist vera einhver vandi í því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig herskipulagið virkar. Herlið þeirra hefur ekki getu til að framkvæma í samræmi við það sem tölfræðin segir okkur,“ segir Friðrik. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa endurheimt um átta þúsund ferkílómetra svæði í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu - en Pútín kveðst ekkert vera að flýta sér. Hernaður Rússa á svæðinu gengi samkvæmt áætlun og þá benti hann á að Rússar hefðu hingað til ekki fullnýtt herafla sinn. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir að þrátt fyrir góðan árangur Úkraínumanna í norðri, hafi dregið úr hraða gagnsóknar þeirra og að vænta megi að sú þróun haldi áfram. Rússar séu þó í vanda einnig. „Rússar eiga greinilega í mestu vandræðum með að mæta Úkraínumönnum á vígvellinum beint. Þeir eiga við vandamál að stríða varðandi endurnýjun herafla, það er að segja á fólki og búnaði á jörðu niðri. Viðbrögð þeirra helst eru þá, eins og svo oft áður, að bregðast við með eldflaugum og sprengjuárásum. Það sem þeir eru farnir að gera, og hefur borið á áður, er að ráðast á borgaralega innviði. Sem nú eiginlega merki örvæntingar frekar en góðrar strategíu eða góðrar áætlanagerðar til að mæta sókn Úkraínumannam,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Siðleysi komi Rússum langt Hann segir þó að Rússar eigi fullt inni í stríðinu og þeir geti vel dregið það á langinn. Það sem þeir hafi umfram aðra sé að þeir leyfa sér, það sem Friðrik kallar siðleysi, í sínum stríðum. „Þeir sína ákveðna léttúð gagnvart lögum og reglum stríða. Þetta er það sem þeir hafa möguleika á að gera, að nota stærri og þyngri vopn en vandinn hjá þeim eru kannski ekki endilega vopnin. Það er að skipulagið, strategían, áætlanagerðin, framkvæmdin öll, er einhvern veginn í handaskolum. Við sjáum til dæmis að samhæfing á landher og flugher hefur verið áberandi afleit allt stríðið, að verða sjö mánuði. Þannig að þó þú teljir sprengjurnar, skriðdrekana og flugvélarnar og leggir það saman og segir hér er máttugur herafli, þá í framkvæmdinni, eins og við erum að sjá í Úkraínu, virðist vera einhver vandi í því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig herskipulagið virkar. Herlið þeirra hefur ekki getu til að framkvæma í samræmi við það sem tölfræðin segir okkur,“ segir Friðrik.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33
Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41