Borðaði þrjú kíló af avókadó í þrjátíu klukkutíma hlaupi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. september 2022 23:00 Kristján Svan Eymundsson hljóp 214 kílómetra á 32 klukkutímum, hér er hann ásamt sínum besta vin og hundtrygga aðstoðarmanni. Sigurvegari Bakgarðs náttúruhlaupa um helgina borðaði um þrjú kíló af Avocado á þeim þrjátíu klukkutímum sem hlaupið stóð yfir. Hann hljóp fjórum sinnum lengra en hann hefur nokkurn tímann gert. Bakgarðshlaupið fór fram um helgina. Sigurvegarinn Kristján Svanur Eymundsson hljóp rúma 214 kílómetra á um þrjátíu klukkutímum. Í dag hafði hann eitt plan, að fá sér hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Kristján Svanur lét sér það nægja að keyra á búlluna þó hann sé að eigin sögn nokkuð góður í líkamanum eftir átökin. Vinur hans Gunnar Smári stóð vaktina með sigurvegaranum og sá um að styðja hann, vökva, næra og vera honum innan handar með hvaðeina - og á meðan Kristján hljóp þá reyndi Gunnar að leggja sig. „Hann hleypur svolítið hratt þannig ég fékk stutta lögn,“ sagði Gunnar Smári Sigurgeirsson. Sigurvegarinn á hlaupum.Þorsteinn Roy Gunnar segir að Kristján hafi valið nokkuð einsleita og skothelda fæðu í hlaupinu. „Það var avókadó númer eitt, tvö og þrjú. Hann var með sitt lítið af hverju en avókadóið var sterkasti punkturinn og það fóru þrjú kíló af avókadó í hann. Þannig það var slatti.“ Mikil bæting Kristján sem stefndi á sigur hafði fyrir hlaupið farið lengst 55 kílómetra. „Þannig þetta var fjórföldun á því held ég, þannig þetta var svolítil bæting,“ sagði Kristján Svanur. Gunnar Smári hjálpaði Kristjáni á milli hringja.Þorsteinn roy Hann segir stuðninginn skipta öllu máli í svona hlaupi. „Það eru allir tilbúnir að peppa og hrósa hvor öðrum þó að þetta sé í grunninn einstaklingsíþrótt þá er þetta svo miklu meira en það.“ Baráttan um sigurinn var á milli Kristjáns og Marlena Radiziszewska. Kristján segir að tilfinningin hafi verið ótrúlega þegar honum var tilkynnt að Marlena væri hætt keppni. „Þegar maður kemur í mark þá náttúrulega brotnar maður bara niður og erfitt að koma upp orðum. Það var gjörsamlega frábært að upplifa þetta augnablik enda búinn að bíða eftir því í nokkra klukkutíma.“ Alvöru bikar fyrir alvöru íþróttamann.Þorsteinn Roy Ertu stoltur af honum? „Heldur betur. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá að hún hætti var ólýsanleg, þannig það var þess virði að vera vakandi í 35 tíma,“ sagði Gunnar Smári. Sannarlega gott að eiga góða að.Þorsteinn Roy Hlaup Heilsa Bakgarðshlaup Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Bakgarðshlaupið fór fram um helgina. Sigurvegarinn Kristján Svanur Eymundsson hljóp rúma 214 kílómetra á um þrjátíu klukkutímum. Í dag hafði hann eitt plan, að fá sér hamborgara á Hamborgarabúllu Tómasar. Kristján Svanur lét sér það nægja að keyra á búlluna þó hann sé að eigin sögn nokkuð góður í líkamanum eftir átökin. Vinur hans Gunnar Smári stóð vaktina með sigurvegaranum og sá um að styðja hann, vökva, næra og vera honum innan handar með hvaðeina - og á meðan Kristján hljóp þá reyndi Gunnar að leggja sig. „Hann hleypur svolítið hratt þannig ég fékk stutta lögn,“ sagði Gunnar Smári Sigurgeirsson. Sigurvegarinn á hlaupum.Þorsteinn Roy Gunnar segir að Kristján hafi valið nokkuð einsleita og skothelda fæðu í hlaupinu. „Það var avókadó númer eitt, tvö og þrjú. Hann var með sitt lítið af hverju en avókadóið var sterkasti punkturinn og það fóru þrjú kíló af avókadó í hann. Þannig það var slatti.“ Mikil bæting Kristján sem stefndi á sigur hafði fyrir hlaupið farið lengst 55 kílómetra. „Þannig þetta var fjórföldun á því held ég, þannig þetta var svolítil bæting,“ sagði Kristján Svanur. Gunnar Smári hjálpaði Kristjáni á milli hringja.Þorsteinn roy Hann segir stuðninginn skipta öllu máli í svona hlaupi. „Það eru allir tilbúnir að peppa og hrósa hvor öðrum þó að þetta sé í grunninn einstaklingsíþrótt þá er þetta svo miklu meira en það.“ Baráttan um sigurinn var á milli Kristjáns og Marlena Radiziszewska. Kristján segir að tilfinningin hafi verið ótrúlega þegar honum var tilkynnt að Marlena væri hætt keppni. „Þegar maður kemur í mark þá náttúrulega brotnar maður bara niður og erfitt að koma upp orðum. Það var gjörsamlega frábært að upplifa þetta augnablik enda búinn að bíða eftir því í nokkra klukkutíma.“ Alvöru bikar fyrir alvöru íþróttamann.Þorsteinn Roy Ertu stoltur af honum? „Heldur betur. Tilfinningin sem ég fékk þegar ég sá að hún hætti var ólýsanleg, þannig það var þess virði að vera vakandi í 35 tíma,“ sagði Gunnar Smári. Sannarlega gott að eiga góða að.Þorsteinn Roy
Hlaup Heilsa Bakgarðshlaup Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira