Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2022 22:42 Ámundi Rúnar Sveinsson er verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Sigurjón Ólason Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. Í fréttum Stöðvar 2 voru framkvæmdir skoðaðar. Þetta verður aðalleiðin milli Blönduóss og Skagastrandar en einnig hluti Þverárfjallsvegar til Sauðárkróks. Skagfirskir verktakar fengu verkið sem lægstbjóðendur fyrir 1.496 milljónir króna. „Það hefur gengið bara mjög vel. Þetta er efnisflutningur upp á tæpa 400 þúsund rúmmetra. Og við erum bara vel á áætlun með vegagerðina,“ segir Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Frá vegagerðinni í Refasveit.Sigurjón Ólason Þeir eru með 25 manna hóp í vinnu, hafa sex búkollur, fimm gröfur og þrjár jarðýtur. Nýr vegarkafli frá Blönduósi að núverandi Þverárfjallsvegi verður átta kílómetra langur, nýr kafli Skagastrandarvegar þriggja kílómetra langur en einnig verða lagðar heimreiðar að sveitabæjum upp á fjóra kílómetra. „Já, þetta er stærsta verk sem við höfum tekið að okkur. Við erum verktakar úr Skagafirði, nokkrir saman, sem tókum okkur saman til þess að geta tekið þessi stóru verk.“ Gatnamótin við hringveginn færast nær Blönduósi og verða rétt utan bæjarins.Sigurjón Ólason -Nú eruð þið að vinna í Húnaþingi. Það hefur oft verið rígur á milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Eru Húnvetningar ekkert ósáttir við að Skagfirðingar skuli vera að gera þetta? „Nei, nei, nei. Alls ekki. Við reynum að hafa nokkra Húnvetninga með okkur til að halda friðinn, bæði frá Blönduósi og Skagaströnd, og það gengur bara vel.“ -En þið þurfið að gera það til að halda friðinn, eða hvað? „Ja.. við getum orðað það þannig,“ svarar Ámundi Rúnar og hlær. Frá brúarsmíðinni yfir Laxá í Refasveit. Nýja brúin leysir af einbreiða brú á þjóðveginum.Sigurjón Ólason Helmingur mannskaparsins smíðar nýja brú yfir Laxá í Refasveit, sem telst um þriðjungur heildarverksins. VA-verktakar á Akureyri annast brúarsmíðina sem undirverktakar. Brúin verður stærðar mannvirki, 106 metra löng og hæð brúargólfsins yfir ánni á við fimm hæða hús. Heima í héraði fagna menn því að losna við gamla veginn, þótt hann sé lagður bundnu slitlagi. „Gamli vegurinn þolir engan veginn þá flutninga og umferð sem um hann er í dag. Þannig að þetta er bara brýn samgöngubót,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn.Sigurjón Ólason Ámundi Rúnar segir nýja vegstæðið mikið betra og snjóléttara. „Styttir og gerir okkar leiðir innan þessa svæðis hér öruggari,“ segir Guðmundur Haukur. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2023. Verktakarnir vonast þó til að hægt verði að hleypa umferð á að minnsta kosti hluta vegarins fyrir verslunarmannahelgi á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Skagaströnd Skagafjörður Skagabyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru framkvæmdir skoðaðar. Þetta verður aðalleiðin milli Blönduóss og Skagastrandar en einnig hluti Þverárfjallsvegar til Sauðárkróks. Skagfirskir verktakar fengu verkið sem lægstbjóðendur fyrir 1.496 milljónir króna. „Það hefur gengið bara mjög vel. Þetta er efnisflutningur upp á tæpa 400 þúsund rúmmetra. Og við erum bara vel á áætlun með vegagerðina,“ segir Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Frá vegagerðinni í Refasveit.Sigurjón Ólason Þeir eru með 25 manna hóp í vinnu, hafa sex búkollur, fimm gröfur og þrjár jarðýtur. Nýr vegarkafli frá Blönduósi að núverandi Þverárfjallsvegi verður átta kílómetra langur, nýr kafli Skagastrandarvegar þriggja kílómetra langur en einnig verða lagðar heimreiðar að sveitabæjum upp á fjóra kílómetra. „Já, þetta er stærsta verk sem við höfum tekið að okkur. Við erum verktakar úr Skagafirði, nokkrir saman, sem tókum okkur saman til þess að geta tekið þessi stóru verk.“ Gatnamótin við hringveginn færast nær Blönduósi og verða rétt utan bæjarins.Sigurjón Ólason -Nú eruð þið að vinna í Húnaþingi. Það hefur oft verið rígur á milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Eru Húnvetningar ekkert ósáttir við að Skagfirðingar skuli vera að gera þetta? „Nei, nei, nei. Alls ekki. Við reynum að hafa nokkra Húnvetninga með okkur til að halda friðinn, bæði frá Blönduósi og Skagaströnd, og það gengur bara vel.“ -En þið þurfið að gera það til að halda friðinn, eða hvað? „Ja.. við getum orðað það þannig,“ svarar Ámundi Rúnar og hlær. Frá brúarsmíðinni yfir Laxá í Refasveit. Nýja brúin leysir af einbreiða brú á þjóðveginum.Sigurjón Ólason Helmingur mannskaparsins smíðar nýja brú yfir Laxá í Refasveit, sem telst um þriðjungur heildarverksins. VA-verktakar á Akureyri annast brúarsmíðina sem undirverktakar. Brúin verður stærðar mannvirki, 106 metra löng og hæð brúargólfsins yfir ánni á við fimm hæða hús. Heima í héraði fagna menn því að losna við gamla veginn, þótt hann sé lagður bundnu slitlagi. „Gamli vegurinn þolir engan veginn þá flutninga og umferð sem um hann er í dag. Þannig að þetta er bara brýn samgöngubót,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn.Sigurjón Ólason Ámundi Rúnar segir nýja vegstæðið mikið betra og snjóléttara. „Styttir og gerir okkar leiðir innan þessa svæðis hér öruggari,“ segir Guðmundur Haukur. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2023. Verktakarnir vonast þó til að hægt verði að hleypa umferð á að minnsta kosti hluta vegarins fyrir verslunarmannahelgi á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Skagaströnd Skagafjörður Skagabyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30