Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2022 16:00 RIFF er nú haldin í nítjánda skiptið og fer fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. Myndin sem sýnd verður að þessu sinni er Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby. Bílabíó RIFF er gestum að kostnaðarlausu svo fyrstir koma - fyrstir fá. „Bílabíó RIFF eru vel sóttir viðburðir og gefa þeim færi að sækja kvikmyndasýningar á stórum skjá sem ekki geta nýtt sér þjónustu hefðbundinna kvikmyndahúsa. Bílabíó eru skemmtileg tilbreyting við hefðbundnar kvikmyndasýningar og skapa hliðstæðu við menningarheim Bandaríkjanna sem gerði bílabíósýningar ódauðlegar á síðustu öld,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Handritið að Talladega Nightser skrifað af Adam McKay og Will Ferrell og kom myndin út árið 2006. Myndin fjallar um Ricky Bobby, sem fæðist í bíl, ekið á ofsahraða. Ricky hefur þess vegna gríðarlega þörf til að vera á mikilli ferð og sækist eftir því að komast að í NASCAR kappakstrinum. Söguhetjan lendir í alls kyns mótlæti, í anda Ferrell mynda, og tekst á við ólík og einkennileg vandamál með kómískum hætti. Myndin er hlaðin úrvali þekktra gamanleikara. Auk Ferrell fara John C. Reilly, Sacha Baron Cohen, Leslie Bibb, og Amy Adams með hlutverk í myndinni. NASCAR bílstjórarnir Jamie McMurray og Dale Earnhardt Jr. fara einnig með aukahlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Myndin sem sýnd verður að þessu sinni er Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby. Bílabíó RIFF er gestum að kostnaðarlausu svo fyrstir koma - fyrstir fá. „Bílabíó RIFF eru vel sóttir viðburðir og gefa þeim færi að sækja kvikmyndasýningar á stórum skjá sem ekki geta nýtt sér þjónustu hefðbundinna kvikmyndahúsa. Bílabíó eru skemmtileg tilbreyting við hefðbundnar kvikmyndasýningar og skapa hliðstæðu við menningarheim Bandaríkjanna sem gerði bílabíósýningar ódauðlegar á síðustu öld,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Handritið að Talladega Nightser skrifað af Adam McKay og Will Ferrell og kom myndin út árið 2006. Myndin fjallar um Ricky Bobby, sem fæðist í bíl, ekið á ofsahraða. Ricky hefur þess vegna gríðarlega þörf til að vera á mikilli ferð og sækist eftir því að komast að í NASCAR kappakstrinum. Söguhetjan lendir í alls kyns mótlæti, í anda Ferrell mynda, og tekst á við ólík og einkennileg vandamál með kómískum hætti. Myndin er hlaðin úrvali þekktra gamanleikara. Auk Ferrell fara John C. Reilly, Sacha Baron Cohen, Leslie Bibb, og Amy Adams með hlutverk í myndinni. NASCAR bílstjórarnir Jamie McMurray og Dale Earnhardt Jr. fara einnig með aukahlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira