Orðin lenska að taka langan tíma í kjarasamninga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. september 2022 16:39 Aðalsteinn Leifsson tók við starfi ríkissáttasemjara fyrir tveimur árum. vísir/vilhelm Yfir 99 prósent kjarasamninga á Íslandi renna út áður en nýr samningur er gerður. Þetta er of hátt hlutfall sem skapar óvissu fyrir launafólk og atvinnurekendur að mati ríkissáttasemjara. Hann vonar að hægt verði að breyta þessari hefð í náinni framtíð. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir þann 1. nóvember næstkomandi og á opinberum markaði í lok mars á næsta ári. Alls eru þetta vel á fjórða hundrað samninga en viðræður eru þegar hafnar hjá nokkrum stéttum við Samtök atvinnulífsins. Auðvitað er mjög langt í land; hér virðist nefnilega lenska fyrir löngum samningaviðræðum. Í síðustu kjarasamningslotu árið 2018 runnu samningar út í yfir 99 prósent tilfella áður en nýr samningur var gerður. Rúmur helmingur þessara samninga enduðu í deilu sem ríkissáttasemjari varð að koma að. „Ég held að það sé mjög hátt hlutfall á alla mælikvarða. Og við erum enn þá með ellefu mál hér hjá ríkissáttasemjara, þannig að síðasta kjarasamningslota er ekki alveg búin þó að þessi nýja sé þegar hafin,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Þetta er óvenjulegt þegar litið er til nágrannaríkja okkar. Engin aðgengileg tölfræði er til um þessi mál í Norðurlöndunum en Aðalsteinn segir dæmið öfugt þar; mun færri mál enda í deilum hjá ríkissáttasemjara og þar hefja menn samningaviðræður mun fyrr. „Það geta verið margar ástæður fyrir því en það er ákveðin lenska hérna að kjarasamningarnir taka langan tíma. Þannig að í yfir 99 prósent tilvika þá er fyrri samningur runninn út áður en að nýr samningur er undirritaður. Og það er gríðarlega hátt hlutfall í öllum samanburði,“ segir Aðalsteinn. Þetta ástand er ekki eins og verður best á kosið að hans mati en hann vonar að staðan verði önnur í komandi kjarasamningslotu en í þeirri síðustu. „Ég held að ef að okkur tekst að vinna saman og tryggja að fleiri kjarasamningar náist áður en að fyrri samningur rennur út að þá hafi allir ágóða af því vegna þess að launafólk veit þá hvað tekur við og launagreiðendur hafa þá líka vissu fyrir því hvernig framtíðin verður. Það er þessi óvissa sem er erfið fyrir alla held ég,“ segir Aðalsteinn. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir þann 1. nóvember næstkomandi og á opinberum markaði í lok mars á næsta ári. Alls eru þetta vel á fjórða hundrað samninga en viðræður eru þegar hafnar hjá nokkrum stéttum við Samtök atvinnulífsins. Auðvitað er mjög langt í land; hér virðist nefnilega lenska fyrir löngum samningaviðræðum. Í síðustu kjarasamningslotu árið 2018 runnu samningar út í yfir 99 prósent tilfella áður en nýr samningur var gerður. Rúmur helmingur þessara samninga enduðu í deilu sem ríkissáttasemjari varð að koma að. „Ég held að það sé mjög hátt hlutfall á alla mælikvarða. Og við erum enn þá með ellefu mál hér hjá ríkissáttasemjara, þannig að síðasta kjarasamningslota er ekki alveg búin þó að þessi nýja sé þegar hafin,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Þetta er óvenjulegt þegar litið er til nágrannaríkja okkar. Engin aðgengileg tölfræði er til um þessi mál í Norðurlöndunum en Aðalsteinn segir dæmið öfugt þar; mun færri mál enda í deilum hjá ríkissáttasemjara og þar hefja menn samningaviðræður mun fyrr. „Það geta verið margar ástæður fyrir því en það er ákveðin lenska hérna að kjarasamningarnir taka langan tíma. Þannig að í yfir 99 prósent tilvika þá er fyrri samningur runninn út áður en að nýr samningur er undirritaður. Og það er gríðarlega hátt hlutfall í öllum samanburði,“ segir Aðalsteinn. Þetta ástand er ekki eins og verður best á kosið að hans mati en hann vonar að staðan verði önnur í komandi kjarasamningslotu en í þeirri síðustu. „Ég held að ef að okkur tekst að vinna saman og tryggja að fleiri kjarasamningar náist áður en að fyrri samningur rennur út að þá hafi allir ágóða af því vegna þess að launafólk veit þá hvað tekur við og launagreiðendur hafa þá líka vissu fyrir því hvernig framtíðin verður. Það er þessi óvissa sem er erfið fyrir alla held ég,“ segir Aðalsteinn.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira