Sakar Niemann um enn meira svindl Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2022 20:24 Magnus Carlsen hætti á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa teflt við Hans Niemann. Getty/Dean Mouhtaropoulos Magnus Carlsen sendi fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna viðureignar hans við Hans Niemann á Sinquefield-skákmótinu fyrr í mánuðinum. Hann segist vera pirraður og sakar Niemann um enn meira svindl. Það vakti mikla athygli þegar norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hætti keppni á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa tapað gegn ungstirninu Hans Niemann. Með sigri Niemann batt hann enda á 53 viðureigna sigurgöngu Carlsen. Stuttu eftir að Carlsen hætti á mótinu birti hann færslu á Twitter þar sem hann gaf í skyn að Niemann hafi svindlað. Hann gæti þó ekki tjáð sig um það því þá væri hann að koma sér í vandræði. Málið hefur verið á allra vörum síðustu vikur og sökuðu einhverjir Niemann um að hafa nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins til að svindla. Í kvöld birti Carlsen svo yfirlýsingu á Twitter þar sem hann ræðir hvers vegna hann hætti á mótinu. Hann segir að svindl í skák sé stórmál og mikil ógn við skákheiminn. Hann segir að um leið og Niemann hafi verið boðið að tefla á mótinu hafi hann íhugað að hætta enda á Niemann sér svindlsögu. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að leiknum á mikilvægum stöðum,“ segir Carlsen. Hann segir að það geti örfáir í heiminum spilað betur en hann sjálfur þegar þeir eru með svart og leikur þeirra hafi einungis ýtt undir efa sinn um Niemann. „Við verðum að gera eitthvað út af svindli, og að mínu mati héðan í frá, þá vil ég ekki tefla gegn fólki sem hefur ítrekað svindlað áður, því ég veit ekki hvað það gæti gert í framtíðinni,“ segir Carlsen. My statement regarding the last few weeks. pic.twitter.com/KY34DbcjLo— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 26, 2022 Hann segist ekki geta tjáð sig meira þar til Niemann leyfir honum að segja allt sem hann vill segja. Hingað til hafi hann einungis getað tjáð sig með gjörðum og að þær gjörðir sýni að hann vilji alls ekki tefla gegn Niemann. „Ég vona að sannleikurinn komi í ljós, hver sem hann er,“ segir Carlsen að lokum. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hætti keppni á Sinquefield-skákmótinu eftir að hafa tapað gegn ungstirninu Hans Niemann. Með sigri Niemann batt hann enda á 53 viðureigna sigurgöngu Carlsen. Stuttu eftir að Carlsen hætti á mótinu birti hann færslu á Twitter þar sem hann gaf í skyn að Niemann hafi svindlað. Hann gæti þó ekki tjáð sig um það því þá væri hann að koma sér í vandræði. Málið hefur verið á allra vörum síðustu vikur og sökuðu einhverjir Niemann um að hafa nýtt sér hjálpartæki ástarlífsins til að svindla. Í kvöld birti Carlsen svo yfirlýsingu á Twitter þar sem hann ræðir hvers vegna hann hætti á mótinu. Hann segir að svindl í skák sé stórmál og mikil ógn við skákheiminn. Hann segir að um leið og Niemann hafi verið boðið að tefla á mótinu hafi hann íhugað að hætta enda á Niemann sér svindlsögu. „Ég tel að Niemann hafi svindlað meira, og fyrir skemmri tíma, en hann hefur viðurkennt opinberlega. Framfarir hans við borðið hafa verið óvenjulegar og á meðan við tefldum leið mér eins og hann væri ekki stressaður eða að einbeita sér að leiknum á mikilvægum stöðum,“ segir Carlsen. Hann segir að það geti örfáir í heiminum spilað betur en hann sjálfur þegar þeir eru með svart og leikur þeirra hafi einungis ýtt undir efa sinn um Niemann. „Við verðum að gera eitthvað út af svindli, og að mínu mati héðan í frá, þá vil ég ekki tefla gegn fólki sem hefur ítrekað svindlað áður, því ég veit ekki hvað það gæti gert í framtíðinni,“ segir Carlsen. My statement regarding the last few weeks. pic.twitter.com/KY34DbcjLo— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 26, 2022 Hann segist ekki geta tjáð sig meira þar til Niemann leyfir honum að segja allt sem hann vill segja. Hingað til hafi hann einungis getað tjáð sig með gjörðum og að þær gjörðir sýni að hann vilji alls ekki tefla gegn Niemann. „Ég vona að sannleikurinn komi í ljós, hver sem hann er,“ segir Carlsen að lokum.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira