Hvetur almenning að líta upp Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. september 2022 22:06 Sævar Helgi Bragason er ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/Baldur Júpíter, stærsta reikistjarna sólkerfisins, hefur ekki verið nær jörðinni í tæp sextíu ár. Hann er ægibjartur og verður áberandi á næturhimninum næstu daga. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, hvetur almenning til að líta upp. „Hann er búinn að vera það bjartur og áberandi að ég hef fengið margar spurningar um hvað í ósköpunum þetta bjarta á himninum er. En þetta er sem sagt elsku besti gasrisinn okkar, Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins,“ segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu. Því næst hvetur hann blaðamann að líta út um gluggann á skrifstofunni og spyr hvort undirritaður sé með sjónauka við hönd. „Ef að fólk á góðan handsjónauka, svona handkíki, þá er hægt að beina honum að Júpíter og fólk gæti séð svona litla punkta við hlið Júpíters sem raða sér upp nokkurn veginn í línu. Ef fólk sér það þá er það að horfa á tunglin fjögur sem eru í kringum hann - Galíleótunglin fjögur. Þannig að það er hægt að sjá margt með einföldum búnaði og bara njóta fegurðarinnar,“ segir Sævar Helgi. Almenningur þarf þó ekki að örvænta enda verður Júpíter mjög nálægt okkur næstu daga. Í dag er plánetan hins vegar í svokallaðri gagnstöðu, sem merkir að Júpíter, sólin og jörðin raðast í beina línu, og verður gasrisinn því mjög bjartur. Það gerist ekki aftur fyrr en árið 2129. Hvert á fólk að horfa? „Þegar sólin er að setjast þessa dagana þá er hann alltaf að rísa í austri við sólsetur. Svo er hann kominn hátt á loft svona 10 eða 11 og er í suðri um 12. Og svo hverfur hann í morgunbirtuna þegar sólin rís á ný í vestri. Fólk ætti sannarlega að gefa honum gaum, “ segir Sævar Helgi Bragason. Geimurinn Vísindi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
„Hann er búinn að vera það bjartur og áberandi að ég hef fengið margar spurningar um hvað í ósköpunum þetta bjarta á himninum er. En þetta er sem sagt elsku besti gasrisinn okkar, Júpíter, stærsta pláneta sólkerfisins,“ segir Sævar Helgi í samtali við fréttastofu. Því næst hvetur hann blaðamann að líta út um gluggann á skrifstofunni og spyr hvort undirritaður sé með sjónauka við hönd. „Ef að fólk á góðan handsjónauka, svona handkíki, þá er hægt að beina honum að Júpíter og fólk gæti séð svona litla punkta við hlið Júpíters sem raða sér upp nokkurn veginn í línu. Ef fólk sér það þá er það að horfa á tunglin fjögur sem eru í kringum hann - Galíleótunglin fjögur. Þannig að það er hægt að sjá margt með einföldum búnaði og bara njóta fegurðarinnar,“ segir Sævar Helgi. Almenningur þarf þó ekki að örvænta enda verður Júpíter mjög nálægt okkur næstu daga. Í dag er plánetan hins vegar í svokallaðri gagnstöðu, sem merkir að Júpíter, sólin og jörðin raðast í beina línu, og verður gasrisinn því mjög bjartur. Það gerist ekki aftur fyrr en árið 2129. Hvert á fólk að horfa? „Þegar sólin er að setjast þessa dagana þá er hann alltaf að rísa í austri við sólsetur. Svo er hann kominn hátt á loft svona 10 eða 11 og er í suðri um 12. Og svo hverfur hann í morgunbirtuna þegar sólin rís á ný í vestri. Fólk ætti sannarlega að gefa honum gaum, “ segir Sævar Helgi Bragason.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira