Hugh Jackman tekur klærnar af hillunni fyrir Deadpool 3 Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 21:43 Þeir Hugh Jackman (t.v.) og Ryan Reynolds munu leika saman í þriðju kvikmyndinni um Deadpool. Michael Loccisano/Getty Ryan Reynolds, sem er aðalsprautan í kvikmyndunum um andhetjuna ódrepandi Deadpool, birti rétt í þessu myndskeið þar sem hann staðfestir að Hugh Jackman muni enn einu sinni leika ofurhetjuna vinsælu Wolverine í þriðju kvikmyndinni um Deadpool. Í myndskeiðinu, sem Reynolds birti á Twitter í kvöld, segir hann áhorfendum að hann hafi unnið baki brotnu undanfarið að því að semja handritið að þriðju kvikmyndinni um Deadpool, enda þurfi að tjalda öllu til fyrir innkomu Deadpool í sagnaheim Marvel (e. Marvel cinematic universe). Hard keeping my mouth sewn shut about this one. pic.twitter.com/OdV7JmAkEu— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) September 27, 2022 Hann segir að honum og meðhöfundum hans hafi ekkert orðið ágengt fyrir utan það að hafa fengið eina hugmynd og þá gengur Ástralinn geðþekki Hugh Jackman inn í rammann. Reynold spyr Jackman hvort hann vilji leika Wolverine einu sinni enn. „Já, alveg eins, Ryan,“ svarar Jackman, aðdáendum teiknimyndasögukvikmynda til mikillar ánægju. Jackman hefur leikið Wolverine allt frá því að fyrsta kvikmyndin um X-mennina kom út árið 2000 í alls níu kvikmyndum í fullri lengd. Nú síðast lék hann Wolverine í kvikmyndinni Logan árið 2017 og þá var tilkynnt að það yrði síðasta skiptið sem hann sýndi klærnar á stóra tjaldinu. Í lok myndskeiðsins sem Reynolds birti kom dagsetningin 9.6.24 fram og því má leiða að því líkur að þriðja kvikmyndin um Deadpool komi í kvikmyndahús vestanhafs þann 6. september árið 2024. Þegar myndin kemur út mun Jackman því hafa verið Wolverine í heil 24 ár. Hollywood Tengdar fréttir Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21 Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Í myndskeiðinu, sem Reynolds birti á Twitter í kvöld, segir hann áhorfendum að hann hafi unnið baki brotnu undanfarið að því að semja handritið að þriðju kvikmyndinni um Deadpool, enda þurfi að tjalda öllu til fyrir innkomu Deadpool í sagnaheim Marvel (e. Marvel cinematic universe). Hard keeping my mouth sewn shut about this one. pic.twitter.com/OdV7JmAkEu— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) September 27, 2022 Hann segir að honum og meðhöfundum hans hafi ekkert orðið ágengt fyrir utan það að hafa fengið eina hugmynd og þá gengur Ástralinn geðþekki Hugh Jackman inn í rammann. Reynold spyr Jackman hvort hann vilji leika Wolverine einu sinni enn. „Já, alveg eins, Ryan,“ svarar Jackman, aðdáendum teiknimyndasögukvikmynda til mikillar ánægju. Jackman hefur leikið Wolverine allt frá því að fyrsta kvikmyndin um X-mennina kom út árið 2000 í alls níu kvikmyndum í fullri lengd. Nú síðast lék hann Wolverine í kvikmyndinni Logan árið 2017 og þá var tilkynnt að það yrði síðasta skiptið sem hann sýndi klærnar á stóra tjaldinu. Í lok myndskeiðsins sem Reynolds birti kom dagsetningin 9.6.24 fram og því má leiða að því líkur að þriðja kvikmyndin um Deadpool komi í kvikmyndahús vestanhafs þann 6. september árið 2024. Þegar myndin kemur út mun Jackman því hafa verið Wolverine í heil 24 ár.
Hollywood Tengdar fréttir Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21 Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21