Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. september 2022 11:25 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Angjelin ásamt verjendum í málinu. Vísir Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. Þá krefst saksóknari refsingar yfir þremur meintum samverkamönnum sem sýknaðir voru af aðild að málinu, þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Ríkissaksóknari áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Nú tæpu ári síðar er aðalmeðferð í málinu hafin fyrir Landsrétti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið. Reiknað er með því að aðalmeðferð ljúki á föstudag. Aðalmeðferðin hófst í morgun. Angjelin og Shpetim eru ekki viðstaddir aðalmeðferðina en Caludia og Murat eru mætt og fylgjast með gangi mála. Fátt nýtt hefur komið fram í dómsal það sem af er degi. Spilað var myndband sem sýndi ferðir fjórmenninganna og Armandos um Reykjavík daginn örlagaríka. Svo var skýrsla Angjelin fyrir héraðsdómi spiluð á ný. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur taldi margt sérstakt við dóminn þegar hann féll í héraði í fyrra. Hann furðaði sig á því að dómurinn hefði ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir hefðu réttarstöðu sakbornings. Þá benti Helgi á að refsing upp á sextán ár væri sambærileg og þau sem hefðu tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum. Í tilfelli morðsins í Rauðagerði hefði verið um aftöku að ræða. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram,“ sagði Helgi. Þá sagðist hann þurfa að skoða nánar lagaákvæði er varða samverknað. Augljóst væri að ákveðinn mannskapur hefði aðstoðað Angjelin með einum eða öðrum hætti. „Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum,“ sagði Helgi í október í fyrra. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Þá krefst saksóknari refsingar yfir þremur meintum samverkamönnum sem sýknaðir voru af aðild að málinu, þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Ríkissaksóknari áfrýjaði niðurstöðunni úr Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum. Nú tæpu ári síðar er aðalmeðferð í málinu hafin fyrir Landsrétti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið. Reiknað er með því að aðalmeðferð ljúki á föstudag. Aðalmeðferðin hófst í morgun. Angjelin og Shpetim eru ekki viðstaddir aðalmeðferðina en Caludia og Murat eru mætt og fylgjast með gangi mála. Fátt nýtt hefur komið fram í dómsal það sem af er degi. Spilað var myndband sem sýndi ferðir fjórmenninganna og Armandos um Reykjavík daginn örlagaríka. Svo var skýrsla Angjelin fyrir héraðsdómi spiluð á ný. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur taldi margt sérstakt við dóminn þegar hann féll í héraði í fyrra. Hann furðaði sig á því að dómurinn hefði ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir hefðu réttarstöðu sakbornings. Þá benti Helgi á að refsing upp á sextán ár væri sambærileg og þau sem hefðu tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum. Í tilfelli morðsins í Rauðagerði hefði verið um aftöku að ræða. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram,“ sagði Helgi. Þá sagðist hann þurfa að skoða nánar lagaákvæði er varða samverknað. Augljóst væri að ákveðinn mannskapur hefði aðstoðað Angjelin með einum eða öðrum hætti. „Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum,“ sagði Helgi í október í fyrra.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52
„Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01
Krefst þyngri dóms yfir Angjelin og að hin þrjú verði dæmd sek Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari krefst þyngri refsingar í tilfelli Angjelin Sterkaj og þess að hinir þrír sakborningarnar, sem sýknaðir voru í héraði, verði sakfelldir. 18. nóvember 2021 13:08