Öfugmæli að aðgerðir Seðlabankans komi heimilunum illa Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2022 12:23 Ásgeir Jónsson formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns svöruðu fyrir skýrslu nefndarinnar í morgun. Þrátt fyrir góðan hagvöxt, lítið atvinnuleysi og minnkandi verðbólgu eru blikur á lofti vegna stöðu efnahagsmála í öðrum löndum. Stöð 2/Egill Seðlabankastjóri segir að þeir sem gagnrýnt hafi aðgerðir Seðlabankans til að ná niður verðbólgu fari með öfugmælavísur. Verðbólga sé mesti óvinur þeirra verst settu í þjóðfélaginu og nú bendi margt til að aðgerðir til á ná henni niður séu farnar að virka. Í skýrslu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans í morgun kemur fram að versnandi alþjóðlegar efnahagshorfur að undanförnu kunni að hafa áhrif á íslenskan þjóðarbúskap. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum hafi til að mynda ekki verið meiri í áratugi og seðlabankar gripið til brattra vaxtahækkana. Þá hafi stríðið í Úkraínu leitt til hærra orkuverðs. Margt horfir þó til betri vegar samkvæmt skýrslunni. Í yfirlýsingu nefndarinnar, sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf í morgun, segir að mikil hækkun fasteignaverðs hér á landi hafi að mestu verið eignfjárdrifin og skuldir heimilanna fylgt tekjum síðustu ár. Heimilin hafi því ekki verið að auka skuldir sínar í hlutfalli við tekjur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir öfugmæli að aðgerðir bankans gegn verðbólgu komi verst niður á þeim sem minna hafi.Stöð 2/Egill „Beiting lánþegaskilyrða á fasteignamarkaði hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum, stuðlað að auknu hlutfalli eiginfjár og varðveitt greiðslugetu nýrra lántakenda. Þetta ásamt vaxtahækkunum hefur dregið úr spennu á fasteignamarkaði,“ sagði Ásgeir. Seðlabankinn hefur undanfarið hækkað meginvexti sína umtalsvert til að vinna gegn verðbólgu sem innanlands hefur aðallega verið drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs. Áshildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi vaxtahækkanir Seðlabankans harðlega í sérstökum umræðum á Alþingi í gær. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins hóf sérstakar umræður á Alþingi í gær þar sem hún sagði aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda í baráttunni við verðbólguna hafa gert illt verra.Vísir/Vilhelm „Eins og baráttunni gegn verðbólgunni hefur verið háttað eru aðgerðirnar gegn henni mun verri en verðbólgan sjálf og bitna einkum á heimilum og fyrirtækjum landsins,“ sagði Ásthildur Lóa á Alþingi í gær. Samkvæmt nýjustu mælingum er verðbólga nú komin niður í 9,3 prósent en hún var 9,7 prósent í ágúst og fór mest í 9,9 prósent í júlí. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir bankans hafi skilað árangri. „Þeir sem fara með slíkt mál, að aðgerðir Seðlabankans bitni verst á þeim tekjulægstu og það sé betra að hafa verðbólgu fara með öfugmælavísur. Af því að verðbólga kemur verst niður á þeim sem minnst hafa. Þannig að barátta Seðlabankans gegn verðbólgu er háð fyrir heimilin í landinu,“ sagði Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 28. september 2022 09:04 Líkur á að vaxandi áhætta tengdri fjármálastöðugleika haldi áfram Líkur eru á að áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi muni halda áfram að vaxa vegna versnandi ytri aðstæðna. 28. september 2022 08:35 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Í skýrslu fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans í morgun kemur fram að versnandi alþjóðlegar efnahagshorfur að undanförnu kunni að hafa áhrif á íslenskan þjóðarbúskap. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum hafi til að mynda ekki verið meiri í áratugi og seðlabankar gripið til brattra vaxtahækkana. Þá hafi stríðið í Úkraínu leitt til hærra orkuverðs. Margt horfir þó til betri vegar samkvæmt skýrslunni. Í yfirlýsingu nefndarinnar, sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gaf í morgun, segir að mikil hækkun fasteignaverðs hér á landi hafi að mestu verið eignfjárdrifin og skuldir heimilanna fylgt tekjum síðustu ár. Heimilin hafi því ekki verið að auka skuldir sínar í hlutfalli við tekjur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir öfugmæli að aðgerðir bankans gegn verðbólgu komi verst niður á þeim sem minna hafi.Stöð 2/Egill „Beiting lánþegaskilyrða á fasteignamarkaði hefur dregið úr nýjum áhættusömum lánveitingum, stuðlað að auknu hlutfalli eiginfjár og varðveitt greiðslugetu nýrra lántakenda. Þetta ásamt vaxtahækkunum hefur dregið úr spennu á fasteignamarkaði,“ sagði Ásgeir. Seðlabankinn hefur undanfarið hækkað meginvexti sína umtalsvert til að vinna gegn verðbólgu sem innanlands hefur aðallega verið drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs. Áshildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi vaxtahækkanir Seðlabankans harðlega í sérstökum umræðum á Alþingi í gær. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins hóf sérstakar umræður á Alþingi í gær þar sem hún sagði aðgerðir Seðlabankans og stjórnvalda í baráttunni við verðbólguna hafa gert illt verra.Vísir/Vilhelm „Eins og baráttunni gegn verðbólgunni hefur verið háttað eru aðgerðirnar gegn henni mun verri en verðbólgan sjálf og bitna einkum á heimilum og fyrirtækjum landsins,“ sagði Ásthildur Lóa á Alþingi í gær. Samkvæmt nýjustu mælingum er verðbólga nú komin niður í 9,3 prósent en hún var 9,7 prósent í ágúst og fór mest í 9,9 prósent í júlí. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir bankans hafi skilað árangri. „Þeir sem fara með slíkt mál, að aðgerðir Seðlabankans bitni verst á þeim tekjulægstu og það sé betra að hafa verðbólgu fara með öfugmælavísur. Af því að verðbólga kemur verst niður á þeim sem minnst hafa. Þannig að barátta Seðlabankans gegn verðbólgu er háð fyrir heimilin í landinu,“ sagði Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23 Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54 Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 28. september 2022 09:04 Líkur á að vaxandi áhætta tengdri fjármálastöðugleika haldi áfram Líkur eru á að áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi muni halda áfram að vaxa vegna versnandi ytri aðstæðna. 28. september 2022 08:35 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23
Hvetja bresk stjórnvöld til að endurskoða skattalækkunaráform Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur bresku ríkisstjórnina til að endurskoða áform sín um stórfelldar skattalækkanir. Hagfræðingar sjóðsins vara við því að aðgerðin verði eldsneyti á frekara verðbólgubál og magni upp ójöfnuð. 28. september 2022 08:54
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna yfirlýsingu sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 28. september 2022 09:04
Líkur á að vaxandi áhætta tengdri fjármálastöðugleika haldi áfram Líkur eru á að áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi muni halda áfram að vaxa vegna versnandi ytri aðstæðna. 28. september 2022 08:35