„Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Snorri Másson skrifar 1. október 2022 23:01 Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. Áform Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um það annars vegar að rafbyssuvæða íslensku lögregluna og hins vegar að auka heimildir lögreglu til forvirkra rannsókna á borgurum hafa sætt gagnrýni. Í grein Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns er það gagnrýnt að tækifærið sé notað þegar fólk óttast hryðjuverk til að knýja í gegn breytingar. „Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þetta, hefur komið upp, hefur lögreglan hrópað „Úlfur, úlfur“ og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu í dag. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður samtakanna Snarrótin, sem gætir hagsmuna fólks sem verður fyrir þvingunarúrræðum af hálfu lögreglu, segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglu, en ekki almennings. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður Snarrótarinnar. „Ef það er farið af stað með þessa leið að vígbúast, þá er ekki snúið til baka. Við vindum ekki ofan af því,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Þá segir Júlía að hugmyndir dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir séu mjög vafasamar. „Það í rauninni þýðir að við búum þá í lögregluríki. Þá þarftu ekki að hafa gert neitt af þér eða vera grunaður um það til að lögregla megi beita valdheimildum gegn þér. Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Ákvarðanir á borð við þessar megi ekki keyra í gegn þegar ótti hafi verið blásinn upp; flest fólk sé skynsamt og viti að svona ákvarðanir eigi að vera teknar að vel ígrunduðu máli, ekki í geðshræringu. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Áform Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um það annars vegar að rafbyssuvæða íslensku lögregluna og hins vegar að auka heimildir lögreglu til forvirkra rannsókna á borgurum hafa sætt gagnrýni. Í grein Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns er það gagnrýnt að tækifærið sé notað þegar fólk óttast hryðjuverk til að knýja í gegn breytingar. „Þegar þessi umræða um forvirkar rannsóknarheimildir eða afbrotavörn, eins og menn vilja nú svo snilldarlega kalla þetta, hefur komið upp, hefur lögreglan hrópað „Úlfur, úlfur“ og viðkomandi dómsmálaráðherra hefur brugðist við hvort sem það er Björn Bjarnason, Ögmundur Jónasson eða Jón Gunnarsson,“ sagði Vilhjálmur í samtali við fréttastofu í dag. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður samtakanna Snarrótin, sem gætir hagsmuna fólks sem verður fyrir þvingunarúrræðum af hálfu lögreglu, segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglu, en ekki almennings. Júlía Birgisdóttir, stjórnarformaður Snarrótarinnar. „Ef það er farið af stað með þessa leið að vígbúast, þá er ekki snúið til baka. Við vindum ekki ofan af því,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Þá segir Júlía að hugmyndir dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir séu mjög vafasamar. „Það í rauninni þýðir að við búum þá í lögregluríki. Þá þarftu ekki að hafa gert neitt af þér eða vera grunaður um það til að lögregla megi beita valdheimildum gegn þér. Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Ákvarðanir á borð við þessar megi ekki keyra í gegn þegar ótti hafi verið blásinn upp; flest fólk sé skynsamt og viti að svona ákvarðanir eigi að vera teknar að vel ígrunduðu máli, ekki í geðshræringu.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglan Rafbyssur Tengdar fréttir Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. 30. september 2022 21:00