„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 14:00 Egill Magnússon átti sjö skot en skoraði ekkert mark gegn Fram og hefur aðeins nýtt 22% skota sinna á leiktíðinni. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu í síðasta þætti um vandræði FH-inga og sérstaklega framlag Egils Magnússonar sem skoraði ekki mark, úr sjö skotum, í 25-25 jafnteflinu við Fram í Olís-deildinni í handbolta. „Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sannfærður um að Egill geti gert mikið betur en hann hefur gert á þessari leiktíð. „Við sjáum að það er eins og það sé eitthvað að plaga hann í öxlinni. Þetta er ekkert byssan Egill Magnússon eins og maður þekkir hann. Þetta eru bara lin skot. Hann var með 0 mörk úr 4 skotum í fyrri hálfleik en spilaði lengi, og í seinni hálfleik var þetta það sama. Maður spyr sig; Á Sigursteinn að taka hann fyrr út af?“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Egil Þeir Theodór og Arnar Daði Arnarsson voru þó sammála um að sóknarleikur FH liti ekki svo illa út með Egil innanborðs en veltu fyrir sér hvort Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason ættu að fá fleiri mínútur á kostnað „skítkalds“ Egils. „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil“ „Ég held að Einar Bragi sé bara ekki kominn jafnlangt inn í taktískan leik FH, eftir að hafa verið að spila í allt öðru hlutverki hjá HK síðustu ár. FH-ingar voru að fá opnanir fyrir Egil. Sóknarlega leit þetta ágætlega út hjá þeim. En auðvitað þegar Egill fær þessi fínu færi, og er langt frá því að skora, þá vissulega eftir leik spyr maður sig hvort það hefði ekki átt að taka hann út af,“ sagði Arnar Daði en hélt svo áfram: „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil Magnússon? Hann hefur ekki verið með yfir 50% skotnýtingu frá því 2018. Jú, ég er að ljúga að ykkur, 2019 spilaði hann sjö leiki og var með 52% skotnýtingu. Af hverju erum við að tala Egil Magnússon eitthvað upp?“ Theodór sagði að framganga Egils fyrir ári síðan sýndi að hann hefði alla vega meira fram að færa en hann gerði núna: „Áður en hann meiddist í fyrra þá var hann að skapa fullt af færum og FH var í toppsætinu um síðustu áramót. Eftir að hann meiðist þá hrynur allt. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu en þetta er alls ekki nógu gott.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
„Egill Magnússon er týndur og tröllum gefinn,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, sannfærður um að Egill geti gert mikið betur en hann hefur gert á þessari leiktíð. „Við sjáum að það er eins og það sé eitthvað að plaga hann í öxlinni. Þetta er ekkert byssan Egill Magnússon eins og maður þekkir hann. Þetta eru bara lin skot. Hann var með 0 mörk úr 4 skotum í fyrri hálfleik en spilaði lengi, og í seinni hálfleik var þetta það sama. Maður spyr sig; Á Sigursteinn að taka hann fyrr út af?“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Egil Þeir Theodór og Arnar Daði Arnarsson voru þó sammála um að sóknarleikur FH liti ekki svo illa út með Egil innanborðs en veltu fyrir sér hvort Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason ættu að fá fleiri mínútur á kostnað „skítkalds“ Egils. „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil“ „Ég held að Einar Bragi sé bara ekki kominn jafnlangt inn í taktískan leik FH, eftir að hafa verið að spila í allt öðru hlutverki hjá HK síðustu ár. FH-ingar voru að fá opnanir fyrir Egil. Sóknarlega leit þetta ágætlega út hjá þeim. En auðvitað þegar Egill fær þessi fínu færi, og er langt frá því að skora, þá vissulega eftir leik spyr maður sig hvort það hefði ekki átt að taka hann út af,“ sagði Arnar Daði en hélt svo áfram: „Af hverju erum við að tala eitthvað rosalega vel um Egil Magnússon? Hann hefur ekki verið með yfir 50% skotnýtingu frá því 2018. Jú, ég er að ljúga að ykkur, 2019 spilaði hann sjö leiki og var með 52% skotnýtingu. Af hverju erum við að tala Egil Magnússon eitthvað upp?“ Theodór sagði að framganga Egils fyrir ári síðan sýndi að hann hefði alla vega meira fram að færa en hann gerði núna: „Áður en hann meiddist í fyrra þá var hann að skapa fullt af færum og FH var í toppsætinu um síðustu áramót. Eftir að hann meiðist þá hrynur allt. Þess vegna erum við að kalla eftir þessu en þetta er alls ekki nógu gott.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita