Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð er Ísfirðingur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2022 20:31 Gunna Sigga er algjör snillingur að setja saman brauðtertur, hér er hún með eina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún er ekki lengi að hrista brauðtertur fram úr erminni, hvort sem þær eru með rækjum, túnfiski, skinku, laxi eða einhverju allt öðru. Hér erum við að tala um Íslandsmeistarann í brauðtertugerð, sem býr á Ísafirði en skrapp örstutt til Reykjavíkur til að ná í titilinn. Gunna Sigga (Guðrún Sigríður Matthíasdóttir)eins og hún er alltaf kölluð á Ísafirði er mikill snillingur þegar kemur að bakstri, matargerð og öllu öðru, sem tilheyrir slíkum eldhússtörfum. Hún sá nýlega auglýst Íslandsmeistaramót í brauðtertugerð í verslun Ormsson í Reykjavík í tilefni 100 ára afmæli verslunarinnar. Hún brunaði suður, kom við hjá systur sinni og græjaði brauðtertuna og fór með hana í keppnina. Nokkrum klukkutímum síðar fékk hún tilkynningu um að hún hafi unnið. Ástæðan var sú að brauðtertan hennar var svo bragðgóð, falleg og ekki ofhlaðin. Falleg brauðterta frá Gunnu Siggu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var rækjuterta og hún var mjög vestfirsk tertan. Hún var með salatblöðum, sem voru ræktuð í Önundarfirði, sítrónurnar voru líka ræktaðar í Önundarfirði, rækjan var frá Kampa á Ísafirði og ýmislegt annað, sem ég notaði var allt héðan,“ segir Gunna Sigga. En hvernig er að vera Íslandsmeistari í brauðtertugerð? „Þetta er rosalega gaman, þetta er öðruvísi, það er gott að það séu til fleiri Íslandsmeistarakeppnir heldur en bara íþróttir.“ Ertu ekki stolt af þessum titli? „Jú, ég er það, það verð ég að viðurkenna og margir aðrir eru stoltir af mér að hafa gert þetta,“ segir Gunna Sigga. Gunna Sigga segist fá mikið af pöntunum af allskonar brauðtertum en eftir að hún varð Íslandsmeistari þá hefur síminn ekki stoppað og alls staðar þar sem hún kemur þá er umræðuefnið brauðtertur. Gunna Sigga fékk 100.000 króna gjafabréf frá Ormsson eftir að hún vann keppnina.Aðsend Ísafjarðarbær Brauðtertur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Gunna Sigga (Guðrún Sigríður Matthíasdóttir)eins og hún er alltaf kölluð á Ísafirði er mikill snillingur þegar kemur að bakstri, matargerð og öllu öðru, sem tilheyrir slíkum eldhússtörfum. Hún sá nýlega auglýst Íslandsmeistaramót í brauðtertugerð í verslun Ormsson í Reykjavík í tilefni 100 ára afmæli verslunarinnar. Hún brunaði suður, kom við hjá systur sinni og græjaði brauðtertuna og fór með hana í keppnina. Nokkrum klukkutímum síðar fékk hún tilkynningu um að hún hafi unnið. Ástæðan var sú að brauðtertan hennar var svo bragðgóð, falleg og ekki ofhlaðin. Falleg brauðterta frá Gunnu Siggu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta var rækjuterta og hún var mjög vestfirsk tertan. Hún var með salatblöðum, sem voru ræktuð í Önundarfirði, sítrónurnar voru líka ræktaðar í Önundarfirði, rækjan var frá Kampa á Ísafirði og ýmislegt annað, sem ég notaði var allt héðan,“ segir Gunna Sigga. En hvernig er að vera Íslandsmeistari í brauðtertugerð? „Þetta er rosalega gaman, þetta er öðruvísi, það er gott að það séu til fleiri Íslandsmeistarakeppnir heldur en bara íþróttir.“ Ertu ekki stolt af þessum titli? „Jú, ég er það, það verð ég að viðurkenna og margir aðrir eru stoltir af mér að hafa gert þetta,“ segir Gunna Sigga. Gunna Sigga segist fá mikið af pöntunum af allskonar brauðtertum en eftir að hún varð Íslandsmeistari þá hefur síminn ekki stoppað og alls staðar þar sem hún kemur þá er umræðuefnið brauðtertur. Gunna Sigga fékk 100.000 króna gjafabréf frá Ormsson eftir að hún vann keppnina.Aðsend
Ísafjarðarbær Brauðtertur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira