Kristjana: Sendum beiðni þann 20.júní um að færa þennan leik en KKÍ sagði nei Smári Jökull Jónsson skrifar 5. október 2022 20:37 Kristjana Jónsdótitr er þjálfari Fjölnis í Subway-deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét „Við þurfum klárlega að stíga upp varnarlega, við vorum góðar í vörn í síðasta leik en þetta hefur háð okkur í þessum tveimur leikjum sem við höfum tapað. Þegar við spilum góða vörn þá vinnum við, svo einfalt er þetta,“ sagði Kristjana Jónsdóttir þjálfari Fjölnis eftir tap gegn Njarðvík í Subway deild kvenna í kvöld. Fjölnir var að elta nær allan leikinn í kvöld en misstu Njarðvíkurliðið aldrei almennilega frá sér fyrr en í fjórða leikhlutanum. Kristjana var ósátt með hvað hennar leikmenn gáfu Njarðvík mörg færi á sóknarfráköstum. „Þær eru að ná í alltof mörg stig eftir sóknarfráköst, ég held að þær hafi skorað einhver 16 stig eftir sóknarfrákast og það er leikurinn.“ Fjölnir náði að minnka muninn í fjögur stig í seinni hluta þriðja leikhluta en Njarðvíkurliðið var fljótt að svara og snemma í þeim fjórða var munurinn orðinn tuttugu og eitt stig. „Við gerðum ekki nógu vel þar, við hefðum átt að gera betur. Það eru klárlega framfarir á liðinu. Við vorum töluvert betri sóknarlega og það var mikið betra flæði. Taylor (Jones) kemur inn með þvílíkan kraft sóknarlega en okkur vantar leikmann sem tók sextán fráköst og skoraði sextán stig í síðasta leik,“ sagði Kristjana og fór yfir ástæður fjarveru hinnar austurrísku Simone Sill. „Hún er í FIBA landsliðsverkefni. Við sendum beiðni um að færa þennan leik 20.júní og spila hann síðasta laugardag því hún var að fara út en KKÍ sagði nei,“ sagði Kristjana og var augljóslega ekki sátt. „Þeir segja að þetta sé ekki eitt af mótunum sem þeir þurfa að taka tillit til. Við vildum ekki standa í vegi fyrir því að hún færi í landsliðsferð. Ég var ekki sátt og ég margreyndi að færa þennan leik. Hún skilar miklu framlagi, er sterkur póstur hjá okkur og svo hefur þetta áhrif á breiddina okkar, “ sagði ósátt Kristjana Jónsdóttir að lokum. Fjölnir UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Fjölnir var að elta nær allan leikinn í kvöld en misstu Njarðvíkurliðið aldrei almennilega frá sér fyrr en í fjórða leikhlutanum. Kristjana var ósátt með hvað hennar leikmenn gáfu Njarðvík mörg færi á sóknarfráköstum. „Þær eru að ná í alltof mörg stig eftir sóknarfráköst, ég held að þær hafi skorað einhver 16 stig eftir sóknarfrákast og það er leikurinn.“ Fjölnir náði að minnka muninn í fjögur stig í seinni hluta þriðja leikhluta en Njarðvíkurliðið var fljótt að svara og snemma í þeim fjórða var munurinn orðinn tuttugu og eitt stig. „Við gerðum ekki nógu vel þar, við hefðum átt að gera betur. Það eru klárlega framfarir á liðinu. Við vorum töluvert betri sóknarlega og það var mikið betra flæði. Taylor (Jones) kemur inn með þvílíkan kraft sóknarlega en okkur vantar leikmann sem tók sextán fráköst og skoraði sextán stig í síðasta leik,“ sagði Kristjana og fór yfir ástæður fjarveru hinnar austurrísku Simone Sill. „Hún er í FIBA landsliðsverkefni. Við sendum beiðni um að færa þennan leik 20.júní og spila hann síðasta laugardag því hún var að fara út en KKÍ sagði nei,“ sagði Kristjana og var augljóslega ekki sátt. „Þeir segja að þetta sé ekki eitt af mótunum sem þeir þurfa að taka tillit til. Við vildum ekki standa í vegi fyrir því að hún færi í landsliðsferð. Ég var ekki sátt og ég margreyndi að færa þennan leik. Hún skilar miklu framlagi, er sterkur póstur hjá okkur og svo hefur þetta áhrif á breiddina okkar, “ sagði ósátt Kristjana Jónsdóttir að lokum.
Fjölnir UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Umfjöllun: Fjölnir - Njarðvík 84-95 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Grafarvoginum Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu annan leik sinn í Subway deild kvenna á tímabilinu þegar þær lögðu Fjölni í Grafarvogi nú í kvöld. Lokatölur 95-84 og Njarðvík því með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Fjölniskonur tvö. 5. október 2022 20:15