Anna Sorokin úr „Inventing Anna“ laus úr fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2022 13:18 Anna Sorokin í réttarsal árið 2019. Getty Hinni rússnesku Önnu Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur verið sleppt úr fangelsi. Hún hefur verið flutt í stofufangelsi, verið gert að vera með ökklaband og meinað að vera á samfélagsmiðlum. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hinni 31 ára Sorokin, sem einnig hefur verið þekkt sem Anna Delvey, hafi verið sleppt úr fangelsi í gær. Duncan Levin, lögmaður Sorokin, segir skjólstæðing sinn vera mjög þakklátan dómaranum fyrir að hafa sleppt sér úr fangelsi. Segir hann það rétt metið af dómaranum að samfélaginu stafi ekki hætta af Sorokin. Mál Önnu Sorokin hefur vakið mikla athygli síðustu ár og voru gerðir sjónvarpsþættir á Netflix um sögu hennar, Inventing Anna, þar sem hin 28 ára Julia Garner fór með hlutverk Sorokin. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2013. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri einkaerfingi sjóðs metinn á 60 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma var hún mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún birti myndir af lúxuslífi sem hún lifði. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 dala. Sorokin hafði setið í fangelsi í um fimm hundruð daga þegar hún hlaut fjögurra til tólf ára dóm árið 2019 fyrir brot sín. Vildi dómari meina að hún hafi svikið um 200 þúsund Bandaríkjadala. Sorokin lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Sorokin seldi Netflix réttinn að sögu sinni og nýtti fjárhæðirnar meðal annars til að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York. Bandaríkin Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hinni 31 ára Sorokin, sem einnig hefur verið þekkt sem Anna Delvey, hafi verið sleppt úr fangelsi í gær. Duncan Levin, lögmaður Sorokin, segir skjólstæðing sinn vera mjög þakklátan dómaranum fyrir að hafa sleppt sér úr fangelsi. Segir hann það rétt metið af dómaranum að samfélaginu stafi ekki hætta af Sorokin. Mál Önnu Sorokin hefur vakið mikla athygli síðustu ár og voru gerðir sjónvarpsþættir á Netflix um sögu hennar, Inventing Anna, þar sem hin 28 ára Julia Garner fór með hlutverk Sorokin. Sorokin fæddist í Rússlandi árið 1991 en flutti til Þýskalands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fimmtán ára gömul. Nítján ára flutti hún ein til Parísar og var komin til New York árið 2013. Þar bjó hún reglulega á dýrum hótelherbergjum, sem hún kom sér undan að greiða fyrir samkvæmt gögnum sem lögð voru fram í dómsmáli hennar. Þegar hún var komin á þrítugsaldurinn varði hún tíma sínum með yfirstéttinni í Manhattan og var búin að telja mörgum trú um að hún væri einkaerfingi sjóðs metinn á 60 milljónir Bandaríkjadala. Á sama tíma var hún mjög virk á samfélagsmiðlum þar sem hún birti myndir af lúxuslífi sem hún lifði. Ævintýri hennar endaði árið 2017 þegar hún var handtekin eftir að geta ekki greitt reikning vegna hótelshádegisverðar að andvirði um 200 dala. Sorokin hafði setið í fangelsi í um fimm hundruð daga þegar hún hlaut fjögurra til tólf ára dóm árið 2019 fyrir brot sín. Vildi dómari meina að hún hafi svikið um 200 þúsund Bandaríkjadala. Sorokin lauk afplánun fangelsisdómsins í febrúar 2021 en einungis sex vikum síðar var hún handtekin af bandarískum innflytjendayfirvöldum fyrir að vera með útrunna vegabréfsáritun. Sorokin seldi Netflix réttinn að sögu sinni og nýtti fjárhæðirnar meðal annars til að greiða niður skuldir sínar og sektir í New York.
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Önnu Sorokin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira