Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 10:05 Ragnar Þór hefur boðið sig fram til forseta ASÍ. Vísir/vilhelm Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. Leiðtogar tólf verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, skrifuðu saman grein á Vísi í fyrradag þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðlega gagnrýndur. Ragnar hefur boðið sig fram sem forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér fyrr í haust en Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur boðið sig fram á móti Ragnari. Ólöf er ein þeirra sem skrifaði undir greinina á Vísi þar sem Ragnar var gagnrýndur. Drífa sagði þegar hún tilkynnti afsögnina að hegðun Ragnars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, gagnvart sér hafi á tímabili verið svo slæm að hún gæti ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf með þeim. Í grein verkalýsleiðtoganna er það rakið hvernig upp kom ágreiningur milli ASÍ og Eflingar í fyrra þegar Efling sagði upp öllu starfsfólkinu á skrifstofu félagsins. Verkalýðsleiðtogarnir segja að Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór hafi þagað þunnu hljóði þó að starfsmennirnir væru félagsmenn í stéttarfélögum þeirra. Þá hafi Ragnar aldrei fordæmt uppsagnirnar og „þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi,“ segir í greininni. „Þvert á móti hefur hann lýst yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR.“ Þá skrifa leiðtogarnir að þeir telji Ragnar ekki færan að sinna hlutverki forseta ASÍ. Hann kunni að þeirra sögn illa á lýðræðislega umræðu, grípi stöðugt til hótana og gangi á dyr fái hann ekki sínu fram. Hann hafi þá ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og geti því ekki setið í stafni sambandsins. „Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hnan jafnframt glatað trúverðuleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi.“ Stjórn VR hefur mótmælt yfirlýsingunum í greininni harðlega í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Þau segja eins og áður hefur komið fram að verkalýðsforingjarnir veitist að Ragnari með afar ósmekklegum hætti. „Viljum við stjórnarfólk í VR komka því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þó sem við þekkjum mörg býsna vel til margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR,“ segir í svarinu. „Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns.“ Þau segjast afar ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála en vinni vel undir stjórn formannsins og honum hafi tekist að byggja upp góðan liðsanda þar sem allar raddir fái að heyrast. „Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.“ Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Leiðtogar tólf verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, skrifuðu saman grein á Vísi í fyrradag þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðlega gagnrýndur. Ragnar hefur boðið sig fram sem forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér fyrr í haust en Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur boðið sig fram á móti Ragnari. Ólöf er ein þeirra sem skrifaði undir greinina á Vísi þar sem Ragnar var gagnrýndur. Drífa sagði þegar hún tilkynnti afsögnina að hegðun Ragnars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, gagnvart sér hafi á tímabili verið svo slæm að hún gæti ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf með þeim. Í grein verkalýsleiðtoganna er það rakið hvernig upp kom ágreiningur milli ASÍ og Eflingar í fyrra þegar Efling sagði upp öllu starfsfólkinu á skrifstofu félagsins. Verkalýðsleiðtogarnir segja að Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór hafi þagað þunnu hljóði þó að starfsmennirnir væru félagsmenn í stéttarfélögum þeirra. Þá hafi Ragnar aldrei fordæmt uppsagnirnar og „þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi,“ segir í greininni. „Þvert á móti hefur hann lýst yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR.“ Þá skrifa leiðtogarnir að þeir telji Ragnar ekki færan að sinna hlutverki forseta ASÍ. Hann kunni að þeirra sögn illa á lýðræðislega umræðu, grípi stöðugt til hótana og gangi á dyr fái hann ekki sínu fram. Hann hafi þá ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og geti því ekki setið í stafni sambandsins. „Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hnan jafnframt glatað trúverðuleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi.“ Stjórn VR hefur mótmælt yfirlýsingunum í greininni harðlega í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Þau segja eins og áður hefur komið fram að verkalýðsforingjarnir veitist að Ragnari með afar ósmekklegum hætti. „Viljum við stjórnarfólk í VR komka því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þó sem við þekkjum mörg býsna vel til margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR,“ segir í svarinu. „Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns.“ Þau segjast afar ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála en vinni vel undir stjórn formannsins og honum hafi tekist að byggja upp góðan liðsanda þar sem allar raddir fái að heyrast. „Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.“
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira