Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 12:09 Fólk á Akureyri og öllu norðaustur horni landsins ætti að búa sig undir rafmagnsleysi í óveðrinu á morgun. vísir/vilhelm Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. Stormi er spáð víða á landinu á morgun og voru gular og appelsínugular viðvaranir gefnar út alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu í gær. Versta veðrirð verður á Norðurlandi eystra og hefur Veðurstofan fært viðvörunarstig þar upp í rautt. „Við erum að leggja lokahönd á að skrifa það og við munum færa upp á rauðann á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þá um tíma í appelsínugulu viðvöruninni,“ sagði Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við eftir fund almannavarna í dag. Viðvaranirnar taka gildi í fyrramálið og á óveðrið að standa fram á næstu nótt. Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu - yfir 50 millimetrum víða. „Það er mjög mikil úrkoma. Á láglendi verður þetta meiri slydda. Þetta er svona ísingarveður líka á línur þannig að það ætti að verða mikið álag á allar raflínur. Þannig að rafmagnsleysi gæti verið í kortunum og fólk ætti að búa sig undir það,“ segir Helga. „Og þetta er ekkert ferðaveður þannig að á meðan á þessu stendur verður ekkert hægt að ferðast um og það verða lokanir á vegum. Fólk á bara að búa sig undir vonskuveður á morgun.“ Mikill undirbúningur á Akureyri Veðrið veður verst nokkuð austur af Akureyri. Þrátt fyrir það hefur mikill undirbúningur átt sér stað í bænum svo sama ástand skapist ekki og fyrir tveimur vikum þegar mikill sjór gekk á land og olli tjóni á nokkrum húsum. „Við erum náttúrulega bara búin að fara yfir fráveituna, öll niðurföll og laga sjóvarnargarða og bæta aðeins í þar. Og tryggja það að öll niðurföll séu í lagi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Óvenju sterkar lægðir ganga yfir svæðið þetta haustið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Já, við erum vön því að veturinn komi með hvelli. En við höfum kannski meiri áhyggjur af því að það verði rafmagnsleysi og ísingaraðstæður eins og voru 2019, sem er ákveðin hætta að verði.“ Veður Akureyri Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Stormi er spáð víða á landinu á morgun og voru gular og appelsínugular viðvaranir gefnar út alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu í gær. Versta veðrirð verður á Norðurlandi eystra og hefur Veðurstofan fært viðvörunarstig þar upp í rautt. „Við erum að leggja lokahönd á að skrifa það og við munum færa upp á rauðann á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þá um tíma í appelsínugulu viðvöruninni,“ sagði Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við eftir fund almannavarna í dag. Viðvaranirnar taka gildi í fyrramálið og á óveðrið að standa fram á næstu nótt. Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu - yfir 50 millimetrum víða. „Það er mjög mikil úrkoma. Á láglendi verður þetta meiri slydda. Þetta er svona ísingarveður líka á línur þannig að það ætti að verða mikið álag á allar raflínur. Þannig að rafmagnsleysi gæti verið í kortunum og fólk ætti að búa sig undir það,“ segir Helga. „Og þetta er ekkert ferðaveður þannig að á meðan á þessu stendur verður ekkert hægt að ferðast um og það verða lokanir á vegum. Fólk á bara að búa sig undir vonskuveður á morgun.“ Mikill undirbúningur á Akureyri Veðrið veður verst nokkuð austur af Akureyri. Þrátt fyrir það hefur mikill undirbúningur átt sér stað í bænum svo sama ástand skapist ekki og fyrir tveimur vikum þegar mikill sjór gekk á land og olli tjóni á nokkrum húsum. „Við erum náttúrulega bara búin að fara yfir fráveituna, öll niðurföll og laga sjóvarnargarða og bæta aðeins í þar. Og tryggja það að öll niðurföll séu í lagi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Óvenju sterkar lægðir ganga yfir svæðið þetta haustið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Já, við erum vön því að veturinn komi með hvelli. En við höfum kannski meiri áhyggjur af því að það verði rafmagnsleysi og ísingaraðstæður eins og voru 2019, sem er ákveðin hætta að verði.“
Veður Akureyri Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira