Handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn: „Þetta var ekki rétt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 20:55 Maðurinn sem skaut hestinn leigði herbergi hjá feðgunum. Arnar Kjærnested Leigusali karlmanns sem var handtekinn fyrir að skjóta hest með boga var handtekinn fyrir framan fimmtán ára son sinn í aðgerðum sérsveitarinnar á aðfararnótt laugardags. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en þeir þurftu báðir að dvelja á lögreglustöðinni á Selfossi langt fram á nótt. Aðfararnótt laugardags var karlmaður handtekinn við Norðurleið í Tjarnabyggð grunaður um að hafa skotið hest með boga. Húsleit var gerð hjá manninum og við hana fundust bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Leigusali mannsins, Helgi Már Björnsson, var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar, þrátt fyrir að hafa engin tengsl við manninn fyrir utan það að leigja honum herbergi. Helgi var tekinn upp á lögreglustöð ásamt syni sínum, Arnari Breka Helgasyni, á meðan leitað var í herbergi bogmannsins. „Ég var inni í bílskúr og þeir voru uppi. Svo kemur sérsveitin, ég held það hafi verið fjórir eða fimm sérsveitarbílar og nokkrir lögreglubílar. Það var búið að umkringja húsið. Þeir byrjuðu á að segja manninum að koma út. Hann fer út, svo pabbi og svo ég,“ segir Arnar Breki í samtali við fréttastofu. Þeir feðgar hafi verið látnir bíða berfættir og í bol fyrir utan hús sitt í nístingskulda þar til þeir voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi. Hvorugur þeirra hafi fengið að ná sér í hlýrri föt áður en þangað var haldið. „Ég var látinn bíða í hálftíma berfættur á bolnum úti þar sem tveir sérsveitarmenn héldu mér. Ég var alveg sallarólegur en var látinn bíða þarna á malarbílaplaninu. Þeir sögðu ekkert um hvað málið snerist,“ segir Helgi Már. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en hvorugur fékk að vita hvað væri í gangi fyrr en þeir voru mættir á lögreglustöðina. Þeir segja að látið hafi verið við þá eins og glæpamenn. „Þetta voru alls ekki rétt vinnubrögð. Ég horfði á pabba minn vera handtekinn úti í skítakulda og það var miðað byssum í andlitið á okkur öllum. Þetta var ekki rétt,“ segir Arnar Breki en hann er fimmtán ára gamall. Faðir hans tekur í sama streng og segir að þarna hafi verið gróft tekið á saklausu fólki. Þeir segja að á lögreglustöðinni hafi löngu verið orðið ljóst að þeir tengdust málinu ekki. Þeir voru einungis spurðir spurninga um leigjandann. Samt sem áður hafi þeir þurft að dvelja á lögreglustöðinni í rúma fjóra klukkutíma. Lögreglan hafi sagt við Helga og Arnar að einungis hafi verið leitað í herbergi leigjandans en ekki í öllu húsinu. Þeir segja að samt sem áður hafi vitni séð úr fjarska að myndir voru teknar inni í eldhúsi þeirra. „Við vitum ekki hvort það var leitað í öllu húsinu. Ég er með upptökur af þeim úr öryggismyndavélum labba inn í húsið. Ég á eftir að fara betur yfir öryggismyndavélarnar,“ segir Arnar. Hesturinn sem var skotinn var af bænum Bakka í Tjarnabyggð. Feðgarnir segja að hestar þaðan hafi oft ráfað inn á landareign Helga. Íbúar á Bakka hafi ekki sett upp nægilega góðar girðingar til þess að halda hestunum á sínu landi. Leigjandinn hafi skotið hestinn þegar hann var á landareign Helga. Arnar segist hafa náð myndbandi af atvikinu á síma sinn en hann hafi þurft að afhenda lögreglu hann í aðgerðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndbandinu. Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann skaut hestinn. Arnar segist hafa tekið myndbandið til að vernda sjálfan sig ef maðurinn hefði gengið lengra. Hann segist hafa óttast eigið öryggi. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Hestar Dýraheilbrigði Árborg Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Aðfararnótt laugardags var karlmaður handtekinn við Norðurleið í Tjarnabyggð grunaður um að hafa skotið hest með boga. Húsleit var gerð hjá manninum og við hana fundust bogi, örvar og nokkur fjöldi eggvopna. Leigusali mannsins, Helgi Már Björnsson, var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar, þrátt fyrir að hafa engin tengsl við manninn fyrir utan það að leigja honum herbergi. Helgi var tekinn upp á lögreglustöð ásamt syni sínum, Arnari Breka Helgasyni, á meðan leitað var í herbergi bogmannsins. „Ég var inni í bílskúr og þeir voru uppi. Svo kemur sérsveitin, ég held það hafi verið fjórir eða fimm sérsveitarbílar og nokkrir lögreglubílar. Það var búið að umkringja húsið. Þeir byrjuðu á að segja manninum að koma út. Hann fer út, svo pabbi og svo ég,“ segir Arnar Breki í samtali við fréttastofu. Þeir feðgar hafi verið látnir bíða berfættir og í bol fyrir utan hús sitt í nístingskulda þar til þeir voru færðir á lögreglustöðina á Selfossi. Hvorugur þeirra hafi fengið að ná sér í hlýrri föt áður en þangað var haldið. „Ég var látinn bíða í hálftíma berfættur á bolnum úti þar sem tveir sérsveitarmenn héldu mér. Ég var alveg sallarólegur en var látinn bíða þarna á malarbílaplaninu. Þeir sögðu ekkert um hvað málið snerist,“ segir Helgi Már. Feðgarnir gagnrýna vinnubrögð lögreglu en hvorugur fékk að vita hvað væri í gangi fyrr en þeir voru mættir á lögreglustöðina. Þeir segja að látið hafi verið við þá eins og glæpamenn. „Þetta voru alls ekki rétt vinnubrögð. Ég horfði á pabba minn vera handtekinn úti í skítakulda og það var miðað byssum í andlitið á okkur öllum. Þetta var ekki rétt,“ segir Arnar Breki en hann er fimmtán ára gamall. Faðir hans tekur í sama streng og segir að þarna hafi verið gróft tekið á saklausu fólki. Þeir segja að á lögreglustöðinni hafi löngu verið orðið ljóst að þeir tengdust málinu ekki. Þeir voru einungis spurðir spurninga um leigjandann. Samt sem áður hafi þeir þurft að dvelja á lögreglustöðinni í rúma fjóra klukkutíma. Lögreglan hafi sagt við Helga og Arnar að einungis hafi verið leitað í herbergi leigjandans en ekki í öllu húsinu. Þeir segja að samt sem áður hafi vitni séð úr fjarska að myndir voru teknar inni í eldhúsi þeirra. „Við vitum ekki hvort það var leitað í öllu húsinu. Ég er með upptökur af þeim úr öryggismyndavélum labba inn í húsið. Ég á eftir að fara betur yfir öryggismyndavélarnar,“ segir Arnar. Hesturinn sem var skotinn var af bænum Bakka í Tjarnabyggð. Feðgarnir segja að hestar þaðan hafi oft ráfað inn á landareign Helga. Íbúar á Bakka hafi ekki sett upp nægilega góðar girðingar til þess að halda hestunum á sínu landi. Leigjandinn hafi skotið hestinn þegar hann var á landareign Helga. Arnar segist hafa náð myndbandi af atvikinu á síma sinn en hann hafi þurft að afhenda lögreglu hann í aðgerðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndbandinu. Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann skaut hestinn. Arnar segist hafa tekið myndbandið til að vernda sjálfan sig ef maðurinn hefði gengið lengra. Hann segist hafa óttast eigið öryggi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Hestar Dýraheilbrigði Árborg Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels