Við höfum val og vald Hrefna Rós Sætran skrifar 12. október 2022 10:30 Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Þetta gerðist eftir að Neytendasamtökin bentu Neytendastofu á þessar merkingar sem nákvæmlega engin innistæða er fyrir. Þvert á móti reyndar því sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar. Og það ekki að ástæðulausu. Úrgangur, fóður-, eitur- og lyfjaleifar streyma beint í gegnum netmöskvana í sjóinn og reglulega sleppa eldislaxar úr kvíunum. Afleiðingarnar af þessu eru skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands. Vantar merkingar Eins og við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum margsinnis bent á þá er sjókvíaeldi óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti. Framleiðendur og dreifingarfyrirtækin gera okkur hins vegar erfitt fyrir því á umbúðirnar utanum um eldislax í verslunum vantar að stærstu leyti upprunamerkingar. Þó liggur fyrir að afgerandi meirihluti fólks vill vita hvaðan laxinn kemur. Þetta var staðfest í skoðanakönnun sem Gallup gerði í fyrra, en þar lýstu 69 prósent aðspurðra sig fylgjandi því að á umbúðum eldislax eigi að koma fram hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst. Vel gert hjá Brynju Dan Það var því ánægjulegt að lesa um fyrirspurn framsóknarkonunnar Brynju Dan Gunnarsdóttur en hún notaði tækifærið þegar tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður til þess að leggja fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki? Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því? Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi? Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna? Þetta eru lykilspurningar hjá Brynju. Fróðlegt verður að lesa svör matvælaráðherra, en þau eiga að berast á næstu dögum. Framtíð villta íslenska laxastofnsins er í húfi. Okkur ber skylda til að vernda hann. Aðstæður þessarar merkilegu dýrategundar, ein af fáum sem á heimkynni bæði í salt og ferskvatni, eru sífellt að verða erfiðari vegna súrnun sjávars og hækkandi hitastigs í hafinu. Það er til skammar að þrengja enn frekar að möguleikum villta laxins til að lifa af með því að fylla firðina okkar af opnu mengandi sjókvíaeldi. Höfundur er matreiðslumeistari og stjórnarkona í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Þetta gerðist eftir að Neytendasamtökin bentu Neytendastofu á þessar merkingar sem nákvæmlega engin innistæða er fyrir. Þvert á móti reyndar því sjókvíaeldi er flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfisstofnunar. Og það ekki að ástæðulausu. Úrgangur, fóður-, eitur- og lyfjaleifar streyma beint í gegnum netmöskvana í sjóinn og reglulega sleppa eldislaxar úr kvíunum. Afleiðingarnar af þessu eru skaði fyrir umhverfið og óafturkræf erfðablöndun við villta laxastofna Íslands. Vantar merkingar Eins og við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum margsinnis bent á þá er sjókvíaeldi óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er ástæðan fyrir því að ég býð ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum mínum. Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti. Framleiðendur og dreifingarfyrirtækin gera okkur hins vegar erfitt fyrir því á umbúðirnar utanum um eldislax í verslunum vantar að stærstu leyti upprunamerkingar. Þó liggur fyrir að afgerandi meirihluti fólks vill vita hvaðan laxinn kemur. Þetta var staðfest í skoðanakönnun sem Gallup gerði í fyrra, en þar lýstu 69 prósent aðspurðra sig fylgjandi því að á umbúðum eldislax eigi að koma fram hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst. Vel gert hjá Brynju Dan Það var því ánægjulegt að lesa um fyrirspurn framsóknarkonunnar Brynju Dan Gunnarsdóttur en hún notaði tækifærið þegar tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður til þess að leggja fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki? Telur ráðherra stöðu laxeldis á Íslandi ásættanlega með tilliti til heilbrigðis og dýravelferðar? Ef ekki, hvað telur ráðherra að hægt sé að bæta og mun hann beita sér fyrir því? Telur ráðherra þörf á að bæta reglur um losun lífræns úrgangs eða frárennslisvatns í laxeldi? Telur ráðherra þörf á að bregðast frekar við með einhverjum hætti vegna vísbendinga um erfðablöndun milli eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíum og villtra laxastofna? Þetta eru lykilspurningar hjá Brynju. Fróðlegt verður að lesa svör matvælaráðherra, en þau eiga að berast á næstu dögum. Framtíð villta íslenska laxastofnsins er í húfi. Okkur ber skylda til að vernda hann. Aðstæður þessarar merkilegu dýrategundar, ein af fáum sem á heimkynni bæði í salt og ferskvatni, eru sífellt að verða erfiðari vegna súrnun sjávars og hækkandi hitastigs í hafinu. Það er til skammar að þrengja enn frekar að möguleikum villta laxins til að lifa af með því að fylla firðina okkar af opnu mengandi sjókvíaeldi. Höfundur er matreiðslumeistari og stjórnarkona í Íslenska náttúruverndarsjóðnum, The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar