Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2022 11:28 Þinginu hefur verið frestað í kjölfar þess að stór hluti þingfulltrúa VR og Eflingar ákváðu að sniðganga fundinn. vísir/Steingrímur Dúi Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar, lagði fram tillöguna ásamt fleiri þingfulltrúum. Hann var fyrsti flutningsmaður en umræður um tillöguna stóðu yfir í um hálftíma. Tillagan var svo samþykkt rétt í þessu miklum meirihluta eins og áður segir. Upplausn varð á þingi ASÍ í gær þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hættu við framboð til miðstjórnar ASÍ og gengu út af þinginu. Tvísýnt var því hvort stjórnarkjör hefði getað farið fram í dag. Heimildir fréttastofu herma að um helmingur þingfulltrúa VR hafi mætt á þingið í dag en sárafáir þingfulltrúar Eflingar. Með frestuninni verður Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti félagsins í komandi kjaraviðræðum. Hann var fyrsti varaforseti er Drífa Snædal sagði af sér embættinu í haust. Í lokaræðu sinni á þinginu sagði hann að boðað verði til nýs þings eigi síðar en fyrir lok apríl. Skylda að taka samtalið Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu að taka þurfi samtalið og leita leiða til að þétta raðirnar fram á við. „Það er okkar félagsfólk sem við vinnum fyrir og það er okkar skylda að taka samtalið,“ segir Kristján Þórður. Hann segist treysta sér fyllilega til þess að reyna að ná sáttum innan sambandsins og vonast til að geta það. „Þetta mun samt taka tíma og við verðum að gefa okkur þann tíma,“ bætir Kristján Þórður við. „Það er ekki óskastaða að vera sundruð. Samningsumboð er auðvitað hjá félögunum en ég hefði viljað ná breiðari samstöðu.“ Kristján Þórður verður forseti ASÍ í komandi kjaraviðræðum.vísir/Steingrímur Dúi Nú sé það forystunnar að finna hvar viljinn liggur. Formlegar viðræður við vinnuveitendur eru þegar hafnar hjá flestum samningsaðilum. Kristján Þórður segir að á næstu vikum muni þær fara á fullt skrið. Finna megi mismunandi kröfur hjá VR og Eflingu, samanborið við önnur aðildarfélög. Samt sem áður sé hægt að sjá sömu áherslur hjá öllum félögum. Voru þó sammála um að fresta Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram til forseta, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hún segist hafa viljað klára þingið í dag. „Ég hefði viljað hlusta á aðildarfélögin fyrir komandi kjaraviðræður. Það eru húsnæðismálin sem brenna mest á okkur, svo eru það lífeyrismálin“ Hún vill bera klæði á vopnin þannig að stóru aðildarfélögin, Efling og VR, séu áfram innan ASÍ. „En það er alveg á hreinu að það er ekki gert einhliða, báðir aðilar verða að koma að borðinu. Þannig við verðum bara að vona að þau séu tilbúin til þess þegar þingið heldur áfram í vor.“ Hún hafnar því að hafa skoðað einkapósta Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar og segir hana hafa fengið tvær vikur til að hreinsa pósthólfið. „Það var nokkuð góð eining um að fresta þinginu og það er jákvætt. Við gátum allavega verið sammála um það.“ Hún vonast því til að menn nái að snúa bökum sem fyrst saman enda sé hreyfingin sterkari þegar hún standi saman. ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Stendur tæpt að stjórnarkjör geti farið fram í dag Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa. 12. október 2022 08:48 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 „Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. 11. október 2022 21:49 „Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Finnbjörn Hermannsson, formaður Byggiðnar, lagði fram tillöguna ásamt fleiri þingfulltrúum. Hann var fyrsti flutningsmaður en umræður um tillöguna stóðu yfir í um hálftíma. Tillagan var svo samþykkt rétt í þessu miklum meirihluta eins og áður segir. Upplausn varð á þingi ASÍ í gær þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins hættu við framboð til miðstjórnar ASÍ og gengu út af þinginu. Tvísýnt var því hvort stjórnarkjör hefði getað farið fram í dag. Heimildir fréttastofu herma að um helmingur þingfulltrúa VR hafi mætt á þingið í dag en sárafáir þingfulltrúar Eflingar. Með frestuninni verður Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti félagsins í komandi kjaraviðræðum. Hann var fyrsti varaforseti er Drífa Snædal sagði af sér embættinu í haust. Í lokaræðu sinni á þinginu sagði hann að boðað verði til nýs þings eigi síðar en fyrir lok apríl. Skylda að taka samtalið Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu að taka þurfi samtalið og leita leiða til að þétta raðirnar fram á við. „Það er okkar félagsfólk sem við vinnum fyrir og það er okkar skylda að taka samtalið,“ segir Kristján Þórður. Hann segist treysta sér fyllilega til þess að reyna að ná sáttum innan sambandsins og vonast til að geta það. „Þetta mun samt taka tíma og við verðum að gefa okkur þann tíma,“ bætir Kristján Þórður við. „Það er ekki óskastaða að vera sundruð. Samningsumboð er auðvitað hjá félögunum en ég hefði viljað ná breiðari samstöðu.“ Kristján Þórður verður forseti ASÍ í komandi kjaraviðræðum.vísir/Steingrímur Dúi Nú sé það forystunnar að finna hvar viljinn liggur. Formlegar viðræður við vinnuveitendur eru þegar hafnar hjá flestum samningsaðilum. Kristján Þórður segir að á næstu vikum muni þær fara á fullt skrið. Finna megi mismunandi kröfur hjá VR og Eflingu, samanborið við önnur aðildarfélög. Samt sem áður sé hægt að sjá sömu áherslur hjá öllum félögum. Voru þó sammála um að fresta Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram til forseta, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Hún segist hafa viljað klára þingið í dag. „Ég hefði viljað hlusta á aðildarfélögin fyrir komandi kjaraviðræður. Það eru húsnæðismálin sem brenna mest á okkur, svo eru það lífeyrismálin“ Hún vill bera klæði á vopnin þannig að stóru aðildarfélögin, Efling og VR, séu áfram innan ASÍ. „En það er alveg á hreinu að það er ekki gert einhliða, báðir aðilar verða að koma að borðinu. Þannig við verðum bara að vona að þau séu tilbúin til þess þegar þingið heldur áfram í vor.“ Hún hafnar því að hafa skoðað einkapósta Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar og segir hana hafa fengið tvær vikur til að hreinsa pósthólfið. „Það var nokkuð góð eining um að fresta þinginu og það er jákvætt. Við gátum allavega verið sammála um það.“ Hún vonast því til að menn nái að snúa bökum sem fyrst saman enda sé hreyfingin sterkari þegar hún standi saman.
ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Stendur tæpt að stjórnarkjör geti farið fram í dag Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa. 12. október 2022 08:48 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 „Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. 11. október 2022 21:49 „Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Stendur tæpt að stjórnarkjör geti farið fram í dag Mæti fulltrúar VR og Eflingar ekki á þing ASÍ í dag, þar sem fram á að fara stjórnarkjör, stendur tæpt að kosningin geti farið fram. Minnst 50 prósent þingfulltrúanna þurfa að vera viðstödd til að hægt sé að halda áfram með kosninguna en aðeins fjóra fulltrúa vantar upp á til að VR og Efling séu með helming þingfulltrúa. 12. október 2022 08:48
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10
„Nú erum við farin, ekki lengur fyrir“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hann hafi tekið ákvörðun um það í morgun að draga framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Skjáskot af Facebook-færslu formanns verkalýðsfélagsins Bárunnar sem hann fékk sent í morgun virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. 11. október 2022 21:49
„Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 11. október 2022 17:48