Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2022 12:45 Sólveig Anna, formaður Eflingar, segir Ólöfu Helgu, sem hefur boðið sig fram til forseta ASÍ, veruleikafirrta og valdsjúka. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. Þetta skrifar Sólveig á Facebook í viðbragði við viðtal sem Ólöf veitti í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu sagðist Ólöf vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír - Sólveig, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS - sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Þá sagði Ólöf að ásakanir þremenninga um að persónuárásir hafi orðið til þess að þau drágu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó hún hafi gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Sólveig segir í svari sínu að Ólöf Helga, í samfloti við framvarðasveit ASÍ ung, sjómannaforingja og leiðtoga innan úr SGS, hafi lagt til þegar þing ASÍ var sett að öllum fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hafi, að sögn Sólveigar, gert það einungis til að niðurlægja félaga Eflingar og auka sigurlíkur sjálfrar sín. „Kannski er ekki rétt að tala um þetta sem veruleikafirringu. Kannski er réttara að tala um siðferðilegt gjaldþrot,“ skrifar Sólveig. „Svo það sé sagt: Ég og félagar mínir í Eflingu strunsuðum ekki út. Við gengum út fylktu liði. Í samstöðu hvort með öðru. Við erum þroskað, fullorðið fólk. Við þekkjum eigin virði og við berum höfuðið hátt.“ Eflingarliðar hafi fundið vel fyrir því á þinginu að þeir hafi ekki verið velkomnir. Því hafi þeir farið. Hún sé stolt af því og af fulltrúum Eflingar á þinginu. „Í stað þess að láta brjóta okkur niður og niðurlægja, risum við úr sætum og yfirgáfum þá samkomu sem við augljóslega vorum ekki velkomin á. Við kunnum nefnilega að rísa upp. Við höfum gert það áður, við geðrum það í gær og við munum gera það aftur,“ skrifar Sólveig. „Og við munum ná árangri í upprisu okkar, ólíkt valdasjúkum og siðlausum einstaklingum sem sýna það með öllu framferði sínu að barátta verkafólks skiptir þau engu máli, það einsa sem skiptir máli eru völd og vegtyllur.“ Uppfært klukkan 15.00. Innsláttarvilla í tilvitnun í færslu Sólveigar löguð. ASÍ Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Þetta skrifar Sólveig á Facebook í viðbragði við viðtal sem Ólöf veitti í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í viðtalinu sagðist Ólöf vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír - Sólveig, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður SGS - sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Þá sagði Ólöf að ásakanir þremenninga um að persónuárásir hafi orðið til þess að þau drágu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka koma sér spánskt fyrir sjónir. Hún hafi ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó hún hafi gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Sólveig segir í svari sínu að Ólöf Helga, í samfloti við framvarðasveit ASÍ ung, sjómannaforingja og leiðtoga innan úr SGS, hafi lagt til þegar þing ASÍ var sett að öllum fulltrúum Eflingar yrði vísað af þinginu. Hún hafi, að sögn Sólveigar, gert það einungis til að niðurlægja félaga Eflingar og auka sigurlíkur sjálfrar sín. „Kannski er ekki rétt að tala um þetta sem veruleikafirringu. Kannski er réttara að tala um siðferðilegt gjaldþrot,“ skrifar Sólveig. „Svo það sé sagt: Ég og félagar mínir í Eflingu strunsuðum ekki út. Við gengum út fylktu liði. Í samstöðu hvort með öðru. Við erum þroskað, fullorðið fólk. Við þekkjum eigin virði og við berum höfuðið hátt.“ Eflingarliðar hafi fundið vel fyrir því á þinginu að þeir hafi ekki verið velkomnir. Því hafi þeir farið. Hún sé stolt af því og af fulltrúum Eflingar á þinginu. „Í stað þess að láta brjóta okkur niður og niðurlægja, risum við úr sætum og yfirgáfum þá samkomu sem við augljóslega vorum ekki velkomin á. Við kunnum nefnilega að rísa upp. Við höfum gert það áður, við geðrum það í gær og við munum gera það aftur,“ skrifar Sólveig. „Og við munum ná árangri í upprisu okkar, ólíkt valdasjúkum og siðlausum einstaklingum sem sýna það með öllu framferði sínu að barátta verkafólks skiptir þau engu máli, það einsa sem skiptir máli eru völd og vegtyllur.“ Uppfært klukkan 15.00. Innsláttarvilla í tilvitnun í færslu Sólveigar löguð.
ASÍ Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira