Þurfa að sofa í sófa og stólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. október 2022 19:00 Kristín Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar segir húsnæði Konukots orðið of lítið. Vísir/Arnar Eina neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Talskonan segir fleiri hafa leitað þangað á fyrstu níu mánuðum ársins en allt árið 2020. Konukot er neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi en það er rekið af Rótinni. Undanfarin misseri hefur aðsóknin aukist mikið. „Það er búin að aukast rosalega nýtingin. Það byrjaði í vor að það bara fylltist allt hérna í sumar og við erum bara ekki með rúm fyrir allar þessar konur. Þannig að já við erum bara að finna upp hjólið á hverjum degi og koma þeim fyrir,“ segir Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona í Konukoti. Þannig gista konurnar í sófa og stólum þegar þær eru hvað flestar. „Húsnæðið er náttúrulega alveg sprungið utan af þessari starfsemi ef má segja sko. Við erum með tólf rúm í húsinu en við erum að fá kannski sautján átján konur,“ segir Kristín Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur.Vísir/Arnar Fyrstu níu mánuði þessa árs voru gistinæturnar tvö þúsund sjö hundruð fimmtíu og sjö. „Núna fyrstu níu mánuði þessa árs þá voru jafn margar gistinætur í Konukoti og voru allt árið 2020,“ segir Kristín. Sumar dvelja yfir þrjú hundruð daga á ári í Konukoti Yngstu konurnar sem leita í Konukot eru átján ára en þær elstu komnar á áttræðisaldur. Halldóra segir hörkunum vera að aukast í þessum heimi og að skortur á búsetuúrræðum sé mikill. Dæmi sem um að konur leiti í Konukot flesta daga ársins og ár eftir ár þar sem engin önnur úrræði sé að finna. „Það eru alveg konur sem hafa verið áratug til dæmis og meira og nýtingin er alveg yfir þrjú hundruð nætur á ári. Þannig að þær eru fastar hér,“ segir Halldóra. Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðu kona í Konukoti segir fleiri hafa tekið að leita til þeirra í sumar.Vísir/Arnar Þá hafi staðan á húsnæðismarkaðnum hafa gert það að verkum að nýr hópur leitar í Konukot. „Það eru að koma konur sem eru kannski ekki svona týpískar konur sem leita hingað. Eru kannski ekki með vímuefnavanda eða ekki sögu um heimilisleysi og ég held að stór partur af því sé húsnæðisvandinn. Það er bara mjög erfitt að fá íbúðir og herbergi á viðráðanlegu verði,“ segir Halldóra. Rúmin fyllast jafnan fljótt í Konukoti og konur þurfa að sætta sig við sófa og stóla til að sofa í.Vísir/Arnar Heilbrigðismál Reykjavík Félagsmál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20. ágúst 2022 20:00 Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. 19. nóvember 2021 13:30 Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. 18. október 2021 13:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Konukot er neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi en það er rekið af Rótinni. Undanfarin misseri hefur aðsóknin aukist mikið. „Það er búin að aukast rosalega nýtingin. Það byrjaði í vor að það bara fylltist allt hérna í sumar og við erum bara ekki með rúm fyrir allar þessar konur. Þannig að já við erum bara að finna upp hjólið á hverjum degi og koma þeim fyrir,“ segir Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðukona í Konukoti. Þannig gista konurnar í sófa og stólum þegar þær eru hvað flestar. „Húsnæðið er náttúrulega alveg sprungið utan af þessari starfsemi ef má segja sko. Við erum með tólf rúm í húsinu en við erum að fá kannski sautján átján konur,“ segir Kristín Pálsdóttir talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur.Vísir/Arnar Fyrstu níu mánuði þessa árs voru gistinæturnar tvö þúsund sjö hundruð fimmtíu og sjö. „Núna fyrstu níu mánuði þessa árs þá voru jafn margar gistinætur í Konukoti og voru allt árið 2020,“ segir Kristín. Sumar dvelja yfir þrjú hundruð daga á ári í Konukoti Yngstu konurnar sem leita í Konukot eru átján ára en þær elstu komnar á áttræðisaldur. Halldóra segir hörkunum vera að aukast í þessum heimi og að skortur á búsetuúrræðum sé mikill. Dæmi sem um að konur leiti í Konukot flesta daga ársins og ár eftir ár þar sem engin önnur úrræði sé að finna. „Það eru alveg konur sem hafa verið áratug til dæmis og meira og nýtingin er alveg yfir þrjú hundruð nætur á ári. Þannig að þær eru fastar hér,“ segir Halldóra. Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir forstöðu kona í Konukoti segir fleiri hafa tekið að leita til þeirra í sumar.Vísir/Arnar Þá hafi staðan á húsnæðismarkaðnum hafa gert það að verkum að nýr hópur leitar í Konukot. „Það eru að koma konur sem eru kannski ekki svona týpískar konur sem leita hingað. Eru kannski ekki með vímuefnavanda eða ekki sögu um heimilisleysi og ég held að stór partur af því sé húsnæðisvandinn. Það er bara mjög erfitt að fá íbúðir og herbergi á viðráðanlegu verði,“ segir Halldóra. Rúmin fyllast jafnan fljótt í Konukoti og konur þurfa að sætta sig við sófa og stóla til að sofa í.Vísir/Arnar
Heilbrigðismál Reykjavík Félagsmál Málefni heimilislausra Tengdar fréttir Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20. ágúst 2022 20:00 Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. 19. nóvember 2021 13:30 Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. 18. október 2021 13:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. 20. ágúst 2022 20:00
Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. 19. nóvember 2021 13:30
Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. 18. október 2021 13:00