Öllum hljóðfærum Steinunnar stolið: Býðst til að borga þjófinum og baka súkkulaðiköku fyrir hann Árni Sæberg skrifar 16. október 2022 21:24 Auk hljóðfæranna var ljósabúnaði stolið af Steinunni Eldflaug. Aðsend Öllum hljóðfærum tónlistarkonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur var stolið úr hljóðveri sem hún leigir með nokkrum vinum sínum í dag. Hún segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt og lofar ríkulegum fundarlaunum verði hljóðfærunum skilað. Aðkoman að hljóðverinu þar sem Steinunn Eldflaug, eða Dj. flugvél og geimskip eins og hún er ævinlega kölluð, skapar tónlist sína ásamt vinum hennar var ekki góð í dag. Þar hafði allt steini léttara verið sett í svokallað „flightcase“ Steinunnar og því rúllað út. Í færslu á Facebook biðlar Steinunn til fólks að það láti vita ef það verður vart við hljóðfærin og annað sem stolið var úr hljóðverinu. Hún segir „rosaleg“ fundarlaun vera í boði. Í samtali við Vísi segir Steinunn að hún skilji að fólk brjótist inn og steli verðmætum ef því vantar nauðsynlega pening. Þess vegna sé hún tilbúin til þess að greiða innbrotsþjófinum ríkulega fyrir að skila hljóðfærunum sem og að baka fyrir hann súkkulaðiköku. Hún segist vera reiðubúin til að greiða meira fyrir góssið en fengist á sölusíðum á netinu. Hún efast um að nokkuð fáist fyrir hljóðfærin enda hefur hún skreytt þau með áberandi hætti. Óútgefin tónlist, viskýflaska og silfurflauta frá goðsögn Steinunn Eldflaug segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt enda hafi hljóðfærin innihaldið úótgefna tónlist sem hún hafi unnið að undanfarið ásamt vinkonu sinni. Þær ætluðu að ljúka við gerð tónlistarinnar á næstu dögum. Þá saknar vinur hennar viskýflösku sem honum hafði nýlega verið gefin af vinum þeirra sem leiga hljóðverið með þeim. Steinunn segist vona að þjófurinn njóti hennar vel. Að lokum nefnir Steinunn að meðal hljóðfæranna sem stolið var hafi verið silfurflauta sem eitt sinn var í eigu listamannsins Dieter Roth, sem var um árabil búsettur hér á landi og hafði mikil áhrif á menningarlíf landsins. Flautunni hafi hún sjálf stolið af pabba sínum fyrir mörgum árum. Hún segir að endurheimti hún hljóðfærin verði allra fyrsta verk að koma silfurflautunni til afkomendna Dieters. Vonast til þess að þjófurinn sjái að sér Steinunn segir að skili sá sem stal hljóðfærunum þeim muni hún ekki gera meira úr málinu fyrir utan að greiða fundarlaun. Því biðlar hún til hans, og allra sem upplýsingar geti veitt um málið, að hafa samband við sig í síma 696 4265 eða með tölvupósti til geimskip@gmail.com. Reykjavík Tónlist Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Aðkoman að hljóðverinu þar sem Steinunn Eldflaug, eða Dj. flugvél og geimskip eins og hún er ævinlega kölluð, skapar tónlist sína ásamt vinum hennar var ekki góð í dag. Þar hafði allt steini léttara verið sett í svokallað „flightcase“ Steinunnar og því rúllað út. Í færslu á Facebook biðlar Steinunn til fólks að það láti vita ef það verður vart við hljóðfærin og annað sem stolið var úr hljóðverinu. Hún segir „rosaleg“ fundarlaun vera í boði. Í samtali við Vísi segir Steinunn að hún skilji að fólk brjótist inn og steli verðmætum ef því vantar nauðsynlega pening. Þess vegna sé hún tilbúin til þess að greiða innbrotsþjófinum ríkulega fyrir að skila hljóðfærunum sem og að baka fyrir hann súkkulaðiköku. Hún segist vera reiðubúin til að greiða meira fyrir góssið en fengist á sölusíðum á netinu. Hún efast um að nokkuð fáist fyrir hljóðfærin enda hefur hún skreytt þau með áberandi hætti. Óútgefin tónlist, viskýflaska og silfurflauta frá goðsögn Steinunn Eldflaug segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt enda hafi hljóðfærin innihaldið úótgefna tónlist sem hún hafi unnið að undanfarið ásamt vinkonu sinni. Þær ætluðu að ljúka við gerð tónlistarinnar á næstu dögum. Þá saknar vinur hennar viskýflösku sem honum hafði nýlega verið gefin af vinum þeirra sem leiga hljóðverið með þeim. Steinunn segist vona að þjófurinn njóti hennar vel. Að lokum nefnir Steinunn að meðal hljóðfæranna sem stolið var hafi verið silfurflauta sem eitt sinn var í eigu listamannsins Dieter Roth, sem var um árabil búsettur hér á landi og hafði mikil áhrif á menningarlíf landsins. Flautunni hafi hún sjálf stolið af pabba sínum fyrir mörgum árum. Hún segir að endurheimti hún hljóðfærin verði allra fyrsta verk að koma silfurflautunni til afkomendna Dieters. Vonast til þess að þjófurinn sjái að sér Steinunn segir að skili sá sem stal hljóðfærunum þeim muni hún ekki gera meira úr málinu fyrir utan að greiða fundarlaun. Því biðlar hún til hans, og allra sem upplýsingar geti veitt um málið, að hafa samband við sig í síma 696 4265 eða með tölvupósti til geimskip@gmail.com.
Reykjavík Tónlist Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum