Öllum hljóðfærum Steinunnar stolið: Býðst til að borga þjófinum og baka súkkulaðiköku fyrir hann Árni Sæberg skrifar 16. október 2022 21:24 Auk hljóðfæranna var ljósabúnaði stolið af Steinunni Eldflaug. Aðsend Öllum hljóðfærum tónlistarkonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur var stolið úr hljóðveri sem hún leigir með nokkrum vinum sínum í dag. Hún segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt og lofar ríkulegum fundarlaunum verði hljóðfærunum skilað. Aðkoman að hljóðverinu þar sem Steinunn Eldflaug, eða Dj. flugvél og geimskip eins og hún er ævinlega kölluð, skapar tónlist sína ásamt vinum hennar var ekki góð í dag. Þar hafði allt steini léttara verið sett í svokallað „flightcase“ Steinunnar og því rúllað út. Í færslu á Facebook biðlar Steinunn til fólks að það láti vita ef það verður vart við hljóðfærin og annað sem stolið var úr hljóðverinu. Hún segir „rosaleg“ fundarlaun vera í boði. Í samtali við Vísi segir Steinunn að hún skilji að fólk brjótist inn og steli verðmætum ef því vantar nauðsynlega pening. Þess vegna sé hún tilbúin til þess að greiða innbrotsþjófinum ríkulega fyrir að skila hljóðfærunum sem og að baka fyrir hann súkkulaðiköku. Hún segist vera reiðubúin til að greiða meira fyrir góssið en fengist á sölusíðum á netinu. Hún efast um að nokkuð fáist fyrir hljóðfærin enda hefur hún skreytt þau með áberandi hætti. Óútgefin tónlist, viskýflaska og silfurflauta frá goðsögn Steinunn Eldflaug segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt enda hafi hljóðfærin innihaldið úótgefna tónlist sem hún hafi unnið að undanfarið ásamt vinkonu sinni. Þær ætluðu að ljúka við gerð tónlistarinnar á næstu dögum. Þá saknar vinur hennar viskýflösku sem honum hafði nýlega verið gefin af vinum þeirra sem leiga hljóðverið með þeim. Steinunn segist vona að þjófurinn njóti hennar vel. Að lokum nefnir Steinunn að meðal hljóðfæranna sem stolið var hafi verið silfurflauta sem eitt sinn var í eigu listamannsins Dieter Roth, sem var um árabil búsettur hér á landi og hafði mikil áhrif á menningarlíf landsins. Flautunni hafi hún sjálf stolið af pabba sínum fyrir mörgum árum. Hún segir að endurheimti hún hljóðfærin verði allra fyrsta verk að koma silfurflautunni til afkomendna Dieters. Vonast til þess að þjófurinn sjái að sér Steinunn segir að skili sá sem stal hljóðfærunum þeim muni hún ekki gera meira úr málinu fyrir utan að greiða fundarlaun. Því biðlar hún til hans, og allra sem upplýsingar geti veitt um málið, að hafa samband við sig í síma 696 4265 eða með tölvupósti til geimskip@gmail.com. Reykjavík Tónlist Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Aðkoman að hljóðverinu þar sem Steinunn Eldflaug, eða Dj. flugvél og geimskip eins og hún er ævinlega kölluð, skapar tónlist sína ásamt vinum hennar var ekki góð í dag. Þar hafði allt steini léttara verið sett í svokallað „flightcase“ Steinunnar og því rúllað út. Í færslu á Facebook biðlar Steinunn til fólks að það láti vita ef það verður vart við hljóðfærin og annað sem stolið var úr hljóðverinu. Hún segir „rosaleg“ fundarlaun vera í boði. Í samtali við Vísi segir Steinunn að hún skilji að fólk brjótist inn og steli verðmætum ef því vantar nauðsynlega pening. Þess vegna sé hún tilbúin til þess að greiða innbrotsþjófinum ríkulega fyrir að skila hljóðfærunum sem og að baka fyrir hann súkkulaðiköku. Hún segist vera reiðubúin til að greiða meira fyrir góssið en fengist á sölusíðum á netinu. Hún efast um að nokkuð fáist fyrir hljóðfærin enda hefur hún skreytt þau með áberandi hætti. Óútgefin tónlist, viskýflaska og silfurflauta frá goðsögn Steinunn Eldflaug segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt enda hafi hljóðfærin innihaldið úótgefna tónlist sem hún hafi unnið að undanfarið ásamt vinkonu sinni. Þær ætluðu að ljúka við gerð tónlistarinnar á næstu dögum. Þá saknar vinur hennar viskýflösku sem honum hafði nýlega verið gefin af vinum þeirra sem leiga hljóðverið með þeim. Steinunn segist vona að þjófurinn njóti hennar vel. Að lokum nefnir Steinunn að meðal hljóðfæranna sem stolið var hafi verið silfurflauta sem eitt sinn var í eigu listamannsins Dieter Roth, sem var um árabil búsettur hér á landi og hafði mikil áhrif á menningarlíf landsins. Flautunni hafi hún sjálf stolið af pabba sínum fyrir mörgum árum. Hún segir að endurheimti hún hljóðfærin verði allra fyrsta verk að koma silfurflautunni til afkomendna Dieters. Vonast til þess að þjófurinn sjái að sér Steinunn segir að skili sá sem stal hljóðfærunum þeim muni hún ekki gera meira úr málinu fyrir utan að greiða fundarlaun. Því biðlar hún til hans, og allra sem upplýsingar geti veitt um málið, að hafa samband við sig í síma 696 4265 eða með tölvupósti til geimskip@gmail.com.
Reykjavík Tónlist Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira