Fjölmenn lögregluaðgerð í Svarfaðardal í gærkvöldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2022 10:34 Karlmaðurinn var í beinni útsendingu á Facebook og sýndi lögreglubíla fyrir utan bæinn sinn. Rúður á heimili karlmannsins voru brotnar. Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að bæ í Svarfaðardal á Norðurlandi í gærkvöldi vegna karlmanns á fimmtugsaldri. Vegur sem liggur að heimili karlmannsins var lokaður um tíma svo nærsveitungar komust ekki heim til sín. Karlmaðurinn, sem á meðal annars þungan dóm á bakinu fyrir manndráp þegar hann var tæplega tvítugur, fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær á meðan lögregla stóð vakt við húsið. Hann var í beinni útsendingu á Facebook í á þriðja klukkutíma. Lögregla reyndi lengi vel að ræða við hann á vettvangi. Þá reyndi lögreglumaður einnig að ná til karlmannsins í gegnum samfélagsmiðla og sagðist vilja hjálpa honum. Auk hefðbundinna lögreglumanna voru vopnaðir sérsveitarmenn með í för. Nágranni sem fréttastofa ræddi við segir karlmanninn „lifa öðruvísi lífi“ en það væri þó ekki svo að þau væru hrædd við hann. Hann væri á móti kerfinu og hefði farið mikinn þegar landinn var bólusettur fyrir Covid-19. Þá deili hann reglulega samsæriskenningum á Facebook. Hann hafi þó reglulega sýnt að hann væri góður til vinnu, reynst öflugur á bæ sínum og tekið að sér verk fyrir annað fólk. Því væri leiðinlegt að sjá ástandið sem hafi skapast við bæinn sem hann leigir og býr á í gær. Lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í gær. Ekki hefur náðst í lögregluna það sem af er degi. Ríkislögreglustjóri vísar á embættið fyrir norðan vegna málsins. Uppfært 21.10.2022 Lögreglan á Norðurlandi eystra segist ekki ætla að tjá sig um aðgerðina í Svarfaðardal og vísar til einkahagsmuna. Lögreglumál Dalvíkurbyggð Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Karlmaðurinn, sem á meðal annars þungan dóm á bakinu fyrir manndráp þegar hann var tæplega tvítugur, fór mikinn á samfélagsmiðlum í gær á meðan lögregla stóð vakt við húsið. Hann var í beinni útsendingu á Facebook í á þriðja klukkutíma. Lögregla reyndi lengi vel að ræða við hann á vettvangi. Þá reyndi lögreglumaður einnig að ná til karlmannsins í gegnum samfélagsmiðla og sagðist vilja hjálpa honum. Auk hefðbundinna lögreglumanna voru vopnaðir sérsveitarmenn með í för. Nágranni sem fréttastofa ræddi við segir karlmanninn „lifa öðruvísi lífi“ en það væri þó ekki svo að þau væru hrædd við hann. Hann væri á móti kerfinu og hefði farið mikinn þegar landinn var bólusettur fyrir Covid-19. Þá deili hann reglulega samsæriskenningum á Facebook. Hann hafi þó reglulega sýnt að hann væri góður til vinnu, reynst öflugur á bæ sínum og tekið að sér verk fyrir annað fólk. Því væri leiðinlegt að sjá ástandið sem hafi skapast við bæinn sem hann leigir og býr á í gær. Lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í gær. Ekki hefur náðst í lögregluna það sem af er degi. Ríkislögreglustjóri vísar á embættið fyrir norðan vegna málsins. Uppfært 21.10.2022 Lögreglan á Norðurlandi eystra segist ekki ætla að tjá sig um aðgerðina í Svarfaðardal og vísar til einkahagsmuna.
Lögreglumál Dalvíkurbyggð Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira