Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 20:09 Ráðgert er að verjendur muni áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar á næstu dögum. Vísir Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. Fimm voru ákærðir og sakfelldir í málinu en um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem hefur komið upp hér á landi. Málið varðar annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabsiræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Málinu hefur verið lýst af lögreglu sem einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar en lagt var hald á gífurlegt magn fíkniefna og var götuvirði efnanna talið nema 1,7 milljarði króna. Ráðgera að áfrýja á næstu dögum Halldór Margeir Ólafsson og Ólafur Ágúst Hraundal hlutu báðir tólf ára dóm fyrir aðild þeirra að málinu, sem er þyngsti mögulegi dómur fyrir fíkniefnalagabrot. Guðlaugur Arnar Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson hlutu tíu ára fangelsisdóm en Geir Elí Bjarnason hlaut tveggja ára dóm fyrir hans aðild. „Varðandi þátt umbjóðanda míns liggja ekki fyrir nein fíkniefni, það er að segja, það eru bara hugmyndir að það hafi verið framleidd svo og svo mörg kíló af fíkniefnum úr svo og svo mörgum lítrum af amfetamínbasa. En þetta eru mjög þungir dómar, mjög þungir dómar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars. Verður áfrýjað? „Já alveg örugglega, alveg örugglega,“ segir Sigurður og bætir við að líklega verði það gert á allra næstu dögum. Dómur í takt við kröfur ákæruvaldsins Ákæruvaldið studdist mikið við dulkóðuð gögn sem bárust lögregluyfirvöldum hér á landi frá Europol árið 2020. Í gögnunum mátti rekja samskipti Íslendinga á samskiptaforritinu Encrochat, sem fréttastofa hefur fjallað ítarlega um. Sigurður segir ekkert haldbært hafa legið fyrir sem tengdi Guðlaug við notandann í Enchrochat, sem ákæruvaldið segir hann hafa verið á bak við, og því sé sakfelling yfir honum byggð á sandi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir málið vafalaust fara fyrir Landsrétt.Vísir/Egill „Ég er bara mjög vonsvikinn með þessa niðurstöðu fyrir skjólstæðing minn. Ég taldi að það væru ekki komin fram þau sönnunargögn sem gætu leitt til sakfellingar hans og ég er enn þeirrar skoðunar,“ segir Sigurður. Býstu við annarri niðurstöðu í Landsrétti? „Ég er að vona það já, ég er að vona að mér takist að sannfæra Landsrétt um það að sönnunarreglur sakamálaréttarfars séu þannig að það verði að vera hafið yfir skynsamlegan vafa að menn séu dæmdir í fangelsi.“ Saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi verið í takt við kröfur ákæruvaldsins, enda um mikið magn efna að ræða. Aðrir verjendur vildu ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn hefur því verið fullnýttur í fyrsta skipti. 20. október 2022 15:42 Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Fimm voru ákærðir og sakfelldir í málinu en um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem hefur komið upp hér á landi. Málið varðar annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabsiræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Málinu hefur verið lýst af lögreglu sem einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar en lagt var hald á gífurlegt magn fíkniefna og var götuvirði efnanna talið nema 1,7 milljarði króna. Ráðgera að áfrýja á næstu dögum Halldór Margeir Ólafsson og Ólafur Ágúst Hraundal hlutu báðir tólf ára dóm fyrir aðild þeirra að málinu, sem er þyngsti mögulegi dómur fyrir fíkniefnalagabrot. Guðlaugur Arnar Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson hlutu tíu ára fangelsisdóm en Geir Elí Bjarnason hlaut tveggja ára dóm fyrir hans aðild. „Varðandi þátt umbjóðanda míns liggja ekki fyrir nein fíkniefni, það er að segja, það eru bara hugmyndir að það hafi verið framleidd svo og svo mörg kíló af fíkniefnum úr svo og svo mörgum lítrum af amfetamínbasa. En þetta eru mjög þungir dómar, mjög þungir dómar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars. Verður áfrýjað? „Já alveg örugglega, alveg örugglega,“ segir Sigurður og bætir við að líklega verði það gert á allra næstu dögum. Dómur í takt við kröfur ákæruvaldsins Ákæruvaldið studdist mikið við dulkóðuð gögn sem bárust lögregluyfirvöldum hér á landi frá Europol árið 2020. Í gögnunum mátti rekja samskipti Íslendinga á samskiptaforritinu Encrochat, sem fréttastofa hefur fjallað ítarlega um. Sigurður segir ekkert haldbært hafa legið fyrir sem tengdi Guðlaug við notandann í Enchrochat, sem ákæruvaldið segir hann hafa verið á bak við, og því sé sakfelling yfir honum byggð á sandi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir málið vafalaust fara fyrir Landsrétt.Vísir/Egill „Ég er bara mjög vonsvikinn með þessa niðurstöðu fyrir skjólstæðing minn. Ég taldi að það væru ekki komin fram þau sönnunargögn sem gætu leitt til sakfellingar hans og ég er enn þeirrar skoðunar,“ segir Sigurður. Býstu við annarri niðurstöðu í Landsrétti? „Ég er að vona það já, ég er að vona að mér takist að sannfæra Landsrétt um það að sönnunarreglur sakamálaréttarfars séu þannig að það verði að vera hafið yfir skynsamlegan vafa að menn séu dæmdir í fangelsi.“ Saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi verið í takt við kröfur ákæruvaldsins, enda um mikið magn efna að ræða. Aðrir verjendur vildu ekki veita fréttastofu viðtal í dag.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn hefur því verið fullnýttur í fyrsta skipti. 20. október 2022 15:42 Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn hefur því verið fullnýttur í fyrsta skipti. 20. október 2022 15:42
Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56
Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01