„Ekki hægt að vera úti í garði því þig langar bara að æla yfir lyktinni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. október 2022 20:18 Jökull Bergmann segir lyktina, þegar hún sé sem verst, þess eðlis að ekki sé hægt að opna glugga í grennd við fiskiþurrkunarstöð Samherja á Dalvík. Vísir/samsett Þegar hún er sem verst er lyktinni frá fiskþurrkun Samherja á Dalvík lýst þannig að ekki sé hægt að opna glugga fyrir fiskifýlu. Ekki sé um hefðbundna peningalykt að ræða heldur lykt þar sem ætla mætti að fiskurinn sé úldinn. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir bæjarbúa virðist það ekki í áætlunum Samherja að gera neitt í málinu. „Þú verður að athuga það að ég vann sjálfur við að þrífa beinagrindur af dauðum dýrum, þannig ég er öllu vanur þegar það kemur að vondri lykt,“ segir Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður sem er búsettur á Dalvík. Hann hefur ítrekað kvartað yfir lyktinni. Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður.vísir „Þetta er aðallega bara hvimleitt og lítið sem hefur gerst í því og lítið gengið að eiga við Samherja eða Heilbrigðiseftirlitið,“ segir Jökull í samtali við fréttastofu. Í byrjun októbermánaðar samþykkti Byggðarráð Dalvíkurbyggðar að taka saman drög að svarbréfi við kvörtun sem barst vegna ólyktarinnar. Verður það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Eins og að geyma fisk undir sófa Þá lá næst við að spyrja hvort um óþarfa væl sé að ræða, er ekki bara um hefðbundna fiskilykt að ræða í sjávarþorpi? „Þetta er ekki svona peningalykt eins og hún er kölluð, þar sem bræðslur eru og annað slíkt,“ svarar Jökull. „Þetta er í rauninni bara úldin fiskifýla, eins og þú myndir drepa fisk og geyma hann undir sófanum heima hjá þér í hálfan mánuð. Þannig getur þú ímyndað þér lyktina.“ Lyktin sé þó misslæm eftir því hversu ferskur fiskurinn er. „En það kemur reglulega upp að það sé algjörlega ólíft. Ekki hægt að hengja föt upp á snúru. Á sumrin er ekki hægt að vera úti í garði og grilla því þig langar bara að æla yfir lyktinni,“ segir Jökull. Samherji ríki í ríkinu Jökull segir fátt um svör hjá Samherja þegar kvartað hefur verið yfir lyktinni. Öllum hans erindum, á ýmsa starfsmenn, hefur ekki verið svarað. „Þú veist hvernig þetta er með Samherja, þetta er ríki í ríkinu.“ Hann segir marga bæjarbúa þó ekki kvarta mikið enda sé um helmingur íbúa sem hafi sitt lífsviðurværi af sjávarútvegsrisanum. Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. „Manni finnst þetta vera svo mikill óþarfi, það er aðallega það sem fer í taugarnar á manni. Vitandi það að þetta fyrirtæki hefur algjörlega bolmagn til að flytja þessa starfsemi eitthvert þar sem þetta truflar engan. Þó það kosti eitthvað þá er alveg nóg til.“ Slík aðgerð myndi leysa öll þessi vandamál, segir Jökull, en ítrekar að erfitt reynist oft að eiga í samskiptum við stórfyrirtækið. „Maður fær það alveg á tilfinninguna með Samherja að ef það er ekki þeirra hugmynd eða algjörlega á þeirra forsendum, þá sé ekki séns að hluturinn sé gerður. Smá svona bully-stemning, en það getur bara verið ímyndunarveiki. Ætli þetta sé ekki bara svo lítið mál í þeirra huga að þeir séu ekkert að spá í þetta. Þeir hafa eflaust þarfari hnöppum að hneppa.“ Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
„Þú verður að athuga það að ég vann sjálfur við að þrífa beinagrindur af dauðum dýrum, þannig ég er öllu vanur þegar það kemur að vondri lykt,“ segir Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður sem er búsettur á Dalvík. Hann hefur ítrekað kvartað yfir lyktinni. Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður.vísir „Þetta er aðallega bara hvimleitt og lítið sem hefur gerst í því og lítið gengið að eiga við Samherja eða Heilbrigðiseftirlitið,“ segir Jökull í samtali við fréttastofu. Í byrjun októbermánaðar samþykkti Byggðarráð Dalvíkurbyggðar að taka saman drög að svarbréfi við kvörtun sem barst vegna ólyktarinnar. Verður það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Eins og að geyma fisk undir sófa Þá lá næst við að spyrja hvort um óþarfa væl sé að ræða, er ekki bara um hefðbundna fiskilykt að ræða í sjávarþorpi? „Þetta er ekki svona peningalykt eins og hún er kölluð, þar sem bræðslur eru og annað slíkt,“ svarar Jökull. „Þetta er í rauninni bara úldin fiskifýla, eins og þú myndir drepa fisk og geyma hann undir sófanum heima hjá þér í hálfan mánuð. Þannig getur þú ímyndað þér lyktina.“ Lyktin sé þó misslæm eftir því hversu ferskur fiskurinn er. „En það kemur reglulega upp að það sé algjörlega ólíft. Ekki hægt að hengja föt upp á snúru. Á sumrin er ekki hægt að vera úti í garði og grilla því þig langar bara að æla yfir lyktinni,“ segir Jökull. Samherji ríki í ríkinu Jökull segir fátt um svör hjá Samherja þegar kvartað hefur verið yfir lyktinni. Öllum hans erindum, á ýmsa starfsmenn, hefur ekki verið svarað. „Þú veist hvernig þetta er með Samherja, þetta er ríki í ríkinu.“ Hann segir marga bæjarbúa þó ekki kvarta mikið enda sé um helmingur íbúa sem hafi sitt lífsviðurværi af sjávarútvegsrisanum. Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. „Manni finnst þetta vera svo mikill óþarfi, það er aðallega það sem fer í taugarnar á manni. Vitandi það að þetta fyrirtæki hefur algjörlega bolmagn til að flytja þessa starfsemi eitthvert þar sem þetta truflar engan. Þó það kosti eitthvað þá er alveg nóg til.“ Slík aðgerð myndi leysa öll þessi vandamál, segir Jökull, en ítrekar að erfitt reynist oft að eiga í samskiptum við stórfyrirtækið. „Maður fær það alveg á tilfinninguna með Samherja að ef það er ekki þeirra hugmynd eða algjörlega á þeirra forsendum, þá sé ekki séns að hluturinn sé gerður. Smá svona bully-stemning, en það getur bara verið ímyndunarveiki. Ætli þetta sé ekki bara svo lítið mál í þeirra huga að þeir séu ekkert að spá í þetta. Þeir hafa eflaust þarfari hnöppum að hneppa.“
Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira