Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. október 2022 19:10 Wesley So sigraði heimsmeistarann Magnus Carlsen í Fischer-skák árið 2019. Stöð 2 Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. Wesley So, heimsmeistarinn í Fishcer-slembiskák, er kominn hingað til lands til að verja heimsmeistaratitilinn. Mótið sem fram fer um helgina er stærsta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi í hálfa öld. Þetta er í annað sinn sem Wesley kemur hingað til lands. „Mér finnst frábært að vera á Íslandi. Þetta er lítið samfélag, fólk er mjög vingjarnlegt og það er hugsað mjög vel um okkur. Mér finnst gott að tefla þar sem er kalt - það hjálpar við einbeitinguna,“ segir hann glettinn og þakkar Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands, kærlega fyrir góðar móttökur og gott skipulag. Hann gerir ráð fyrir því að mótið verði erfitt, enda tefla gríðarlega færir skákmenn á mótinu. Keppt verður í Fischer-slembiskák sem er að mörgu leyti lík hefðbundinni skák. Upphafsstaðan er hins vegar tilviljunarkennd og aðrar reglur gilda um hrókeringu. „Þetta verður erfitt og ég er viss um að menn muni gera sitt besta - en það mun ég líka gera. Ég er hingað kominn til að verja heimsmeistaratitilinn en ég óska öðrum skákmönnum alls hins besta. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum skákmönnum,“ segir Wesley um skákmennina sem taka þátt, átta að honum meðtöldum. Tími kominn til að einhver ræddi svindlið Svindl hefur mikið verið til umræðu í skákheiminum síðustu vikur eftir að heimsmeistarinn í hefðbundinni skák, Magnus Carlsen, sakaði andstæðing sinn, Hans Niemann, um að hafa svindlað á stórmóti. Sá síðarnefndi hefur þvertekið fyrir að hafa svindlað. Skákþjónninn Chess.com birti hins vegar skýrslu fyrr í mánuðinum sem gaf til kynna að Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum. Carlsen hefur hins vegar ekki tekist að sanna að Niemann hafi svindlað gegn sér og hefur heimsmeistaranum nú verið stefnt; Niemann krefst fimmtán milljarða. Wesley kveðst ánægður með að Carlsen hafi opnað umræðuna. „Ég held að það hafi verið tími til kominn að einhver segði eitthvað. Það er enginn betri til þess fallinn en núverandi heimsmeistari, Magnus Carlsen. Ég held að hann hafi loksins fengið nóg, hann stóð við sína sannfæringu, enda er hann að gera það sem hann trúir að sé rétt og heldur fast í sín prinsipp,“ segir hann. Einn besti skákmaður fyrr og síðar Wesley telur að skákheimurinn hafi ekki gert nóg til að sporna gegn svindli síðustu ár. Hann tekur mót sem hann tefldi á í Finnlandi um daginn sem dæmi og segir að öryggisgæsla hafi mátt vera mun betri. „Þetta er góð þróun enda er mjög mikið af fólki sem svindlar á netinu – meira að segja á allra stærstu mótunum, það eru algjörlega svindlarar þar. Það er tími til kominn að við gerum eitthvað og náum þeim. Málið er nokkuð erfitt eins og á stendur en ég held að þetta verði til þess að hlutirnir verði betri í framtíðinni. Ef þú ert skákmaður þá eru bara ákveðnir hlutir sem þú einfaldlega getur ekki gert. Þú verður bara að leggja hart að þér og tefla með sanngjörnum og réttlátum hætti. Wesley sigraði Magnus Carlsen árið 2019 og varð þar með heimsmeistari í Fischer-slembiskák. Aðspurður kveðst hann bera mikla virðingu fyrir skákmanninum. „Hann er ótrúlegur - einn besti skákmaður fyrr og síðar. Hann er búinn að vera bestur síðustu ellefu ár og er mjög óskeikull skákmaður. Ég er mikill aðdáandi og hef fylgst vel með honum og leikstílnum hans, það er kannski ástæðan fyrir því að ég vann hann,“ segir Wesley. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Íslandsvinir HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Sjá meira
Wesley So, heimsmeistarinn í Fishcer-slembiskák, er kominn hingað til lands til að verja heimsmeistaratitilinn. Mótið sem fram fer um helgina er stærsta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi í hálfa öld. Þetta er í annað sinn sem Wesley kemur hingað til lands. „Mér finnst frábært að vera á Íslandi. Þetta er lítið samfélag, fólk er mjög vingjarnlegt og það er hugsað mjög vel um okkur. Mér finnst gott að tefla þar sem er kalt - það hjálpar við einbeitinguna,“ segir hann glettinn og þakkar Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands, kærlega fyrir góðar móttökur og gott skipulag. Hann gerir ráð fyrir því að mótið verði erfitt, enda tefla gríðarlega færir skákmenn á mótinu. Keppt verður í Fischer-slembiskák sem er að mörgu leyti lík hefðbundinni skák. Upphafsstaðan er hins vegar tilviljunarkennd og aðrar reglur gilda um hrókeringu. „Þetta verður erfitt og ég er viss um að menn muni gera sitt besta - en það mun ég líka gera. Ég er hingað kominn til að verja heimsmeistaratitilinn en ég óska öðrum skákmönnum alls hins besta. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum skákmönnum,“ segir Wesley um skákmennina sem taka þátt, átta að honum meðtöldum. Tími kominn til að einhver ræddi svindlið Svindl hefur mikið verið til umræðu í skákheiminum síðustu vikur eftir að heimsmeistarinn í hefðbundinni skák, Magnus Carlsen, sakaði andstæðing sinn, Hans Niemann, um að hafa svindlað á stórmóti. Sá síðarnefndi hefur þvertekið fyrir að hafa svindlað. Skákþjónninn Chess.com birti hins vegar skýrslu fyrr í mánuðinum sem gaf til kynna að Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum. Carlsen hefur hins vegar ekki tekist að sanna að Niemann hafi svindlað gegn sér og hefur heimsmeistaranum nú verið stefnt; Niemann krefst fimmtán milljarða. Wesley kveðst ánægður með að Carlsen hafi opnað umræðuna. „Ég held að það hafi verið tími til kominn að einhver segði eitthvað. Það er enginn betri til þess fallinn en núverandi heimsmeistari, Magnus Carlsen. Ég held að hann hafi loksins fengið nóg, hann stóð við sína sannfæringu, enda er hann að gera það sem hann trúir að sé rétt og heldur fast í sín prinsipp,“ segir hann. Einn besti skákmaður fyrr og síðar Wesley telur að skákheimurinn hafi ekki gert nóg til að sporna gegn svindli síðustu ár. Hann tekur mót sem hann tefldi á í Finnlandi um daginn sem dæmi og segir að öryggisgæsla hafi mátt vera mun betri. „Þetta er góð þróun enda er mjög mikið af fólki sem svindlar á netinu – meira að segja á allra stærstu mótunum, það eru algjörlega svindlarar þar. Það er tími til kominn að við gerum eitthvað og náum þeim. Málið er nokkuð erfitt eins og á stendur en ég held að þetta verði til þess að hlutirnir verði betri í framtíðinni. Ef þú ert skákmaður þá eru bara ákveðnir hlutir sem þú einfaldlega getur ekki gert. Þú verður bara að leggja hart að þér og tefla með sanngjörnum og réttlátum hætti. Wesley sigraði Magnus Carlsen árið 2019 og varð þar með heimsmeistari í Fischer-slembiskák. Aðspurður kveðst hann bera mikla virðingu fyrir skákmanninum. „Hann er ótrúlegur - einn besti skákmaður fyrr og síðar. Hann er búinn að vera bestur síðustu ellefu ár og er mjög óskeikull skákmaður. Ég er mikill aðdáandi og hef fylgst vel með honum og leikstílnum hans, það er kannski ástæðan fyrir því að ég vann hann,“ segir Wesley.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Íslandsvinir HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Sjá meira
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20
Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48
Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46