Dyngjan gefst upp og lokar áfangaheimili sínu Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2022 15:55 Áfangaheimili Dyngjunnar, hið eina sinnar tegundar sem tekur á móti og veitir konum athvarf sem koma úr vímuefnameðferð og eiga hvergi höfði sínu að halla, mun að öllu óbreyttu hætta starfsemi um næstu áramót. Í tilkynningu frá stjórn segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða en heimilið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða og ekki varð það til að bæta úr skák þegar upp kom grunur um misferli fyrrverandi forstöðukonu heimilisins. Vísir hefur fjallað ítarlega um það mál. „Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega. Við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Einnig kom í ljós að fjárhagsstaða félagsins var mun alvarlegri en stjórn Dyngjunnar hafði vitneskju um,“ segir í tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér nú. Málaferlin ríða starfseminni á slig Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið sýnd nægileg aðgæsla og aðhald í fjármálum undanfarin árin og fyrrverandi forstöðukona hafi ekki aflað styrkja í eins miklum mæli og æskilegt hefði verið. Eins og Vísir hefur greint frá var ætlunin að sækja forstöðukonuna til saka en hún setti fram gagnkröfur. Málaferlin virðast nú hafa riðið starfseminni endanlega á slig. „Stjórn Dyngjunnar telur að kröfur fyrrverandi forstöðukonu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni hennar séu tilhæfulausar og hefur verið stefnt fyrir dómstóla, þar sem brugðist verður við þeim, auk þess sem málið verður sett í kæruferli hjá lögreglu. Ljóst er að félagið stendur aldrei undir þeim skuldbindingum, félli mál forstöðukonunnar henni í vil.“ Breytt og í raun vonlaus rekstrarstaða Þannig liggja nú fyrir breyttar staða gagnvart viðkvæmum rekstri. Styrktaraðilum hefur fækkað til muna og forsendur fyrir rekstri eins og verið hefur eru brostnar. Stjórnin mun leita allra leiða til að fá aðra aðila að rekstri áfangaheimilisins en að öllu óbreyttu mun því verða lokað um næstu áramót. „Það sem tekur við nú er að tryggja dvalarstað fyrir núverandi skjólstæðinga og verður það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg, og fleiri sem að rekstrinum koma. Stjórn Dyngjunnar harmar að þessi staða sé orðin að raunveruleika. Hún vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa við starfið í gegnum tíðina, sem sjálfboðaliðar, styrktaraðilar eða starfsmenn,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Fjármál heimilisins Félagasamtök Fíkn Dómsmál Tengdar fréttir Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Í tilkynningu frá stjórn segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða en heimilið hefur verið starfrækt allt frá árinu 1988. Ástæðan er slæm fjárhagsstaða og ekki varð það til að bæta úr skák þegar upp kom grunur um misferli fyrrverandi forstöðukonu heimilisins. Vísir hefur fjallað ítarlega um það mál. „Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega. Við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Einnig kom í ljós að fjárhagsstaða félagsins var mun alvarlegri en stjórn Dyngjunnar hafði vitneskju um,“ segir í tilkynningunni sem stjórnin sendir frá sér nú. Málaferlin ríða starfseminni á slig Þar kemur jafnframt fram að ekki hafi verið sýnd nægileg aðgæsla og aðhald í fjármálum undanfarin árin og fyrrverandi forstöðukona hafi ekki aflað styrkja í eins miklum mæli og æskilegt hefði verið. Eins og Vísir hefur greint frá var ætlunin að sækja forstöðukonuna til saka en hún setti fram gagnkröfur. Málaferlin virðast nú hafa riðið starfseminni endanlega á slig. „Stjórn Dyngjunnar telur að kröfur fyrrverandi forstöðukonu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni hennar séu tilhæfulausar og hefur verið stefnt fyrir dómstóla, þar sem brugðist verður við þeim, auk þess sem málið verður sett í kæruferli hjá lögreglu. Ljóst er að félagið stendur aldrei undir þeim skuldbindingum, félli mál forstöðukonunnar henni í vil.“ Breytt og í raun vonlaus rekstrarstaða Þannig liggja nú fyrir breyttar staða gagnvart viðkvæmum rekstri. Styrktaraðilum hefur fækkað til muna og forsendur fyrir rekstri eins og verið hefur eru brostnar. Stjórnin mun leita allra leiða til að fá aðra aðila að rekstri áfangaheimilisins en að öllu óbreyttu mun því verða lokað um næstu áramót. „Það sem tekur við nú er að tryggja dvalarstað fyrir núverandi skjólstæðinga og verður það gert í samstarfi við Reykjavíkurborg, og fleiri sem að rekstrinum koma. Stjórn Dyngjunnar harmar að þessi staða sé orðin að raunveruleika. Hún vill jafnframt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stutt hafa við starfið í gegnum tíðina, sem sjálfboðaliðar, styrktaraðilar eða starfsmenn,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Fjármál heimilisins Félagasamtök Fíkn Dómsmál Tengdar fréttir Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Dyngjan fullyrðir að fyrir liggi fjöldi óútskýrðra úttekta forstöðukonunnar Að sögn lögmanns stjórnar Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem koma úr vímuefnameðferð, liggja fyrir fjöldi óútskýrðra úttekta sem fyrrverandi forstöðukona heimilisins hefur ekki skýrt. Stjórn heimilisins hafi því fundið sig knúna til að segja forstöðukonunni upp störfum. 7. september 2022 13:05
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent