Er barnið þitt eitt af þeim heppnu? Ellen Alma Tryggvadóttir skrifar 26. október 2022 12:00 Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar. Það er því afar mikilvægt að taka inn D-vítamín fæðubótarefni, því það er lítið um það í fæðunni. D-vítamín er eina fæðubótarefnið sem okkur Íslendingum er ráðlagt að taka reglulega, því önnur vítamín, stein- og snefilefni ættum við að geta fengið úr fjölbreyttu fæði. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir kalkbúskap líkamans og þar af leiðandi mikilvægt fyrir beinmyndun. Fjöldi nýlegra rannsókna benda þó til þess að D-vítamín gegni fleiri mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og til dæmis í ónæmiskerfinu. Dagleg neysla D-vítamíns virðist sem dæmi geta dregið úr sýkingum í öndunarfærum. Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við auknar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki I og II. Hvernig er það, tekur þú lýsi eða D-vítamín? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu Landskönnunar á mataræði fullorðinna Íslendinga, tóku um 40% þátttakenda ekki D-vítamín. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, eins og að kannski hafa sumir aldrei vanið sig á það, fólk áttar sig kannski ekki á mikilvægi þess, aðrir hafa takmarkað heilsulæsi eða hafa hreinlega ekki efni á því. Á endanum ákveður fullorðið fólk sjálft hvort það taki inn þetta mikilvæga fæðubótarefni. En hvað með börnin? Lítil börn eru sem betur fer heppin og fá lýsi eða D-vítamín hjá dagmömmum og í leikskólanum. En þegar þau komast á skólaaldur, geta aðstandendur ekki gert ráð fyrir að börnunum sé boðið upp á það lengur. Börn eru upp á aðra komin varðandi inntöku á D-vítamín bætiefni og því eru það væntanlega bara heppnu börnin sem fá D-vítamín. Ef foreldri eða ábyrgðaraðili hefur ekki tök á að bjóða barni upp á reglulega inntöku D-vítamíns, hefur barnið engin önnur úrræði til þess. Þar sem afar stórt hlutfall fullorðinna á Íslandi virðist ekki taka inn D-vítamín bætiefni, er líklegt að börnum viðkomandi sé ekki boðið upp á það heldur.Nýleg íslensk rannsókn kannaði D-vítamínstöðu barna í grunnskólum Reykjavíkur. Mælingar voru gerðar hjá úrtaki barna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Styrkur D-vítamíns í blóði var skilgreindur sem ófullnægjandi (<50 nmól/L) í 60% tilvika. Þessi börn gætu talist óheppin, því rannsóknir erlendis, þar sem meðalstyrkur D-vítamíns var þó hærri en hér, hafa bent til þess að með því að hækka styrk D-vítamíns megi draga úr tíðni ýmissa sjúkdóma og þannig minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Í aðgerðaáætlun Lýðheilsustefnu ríkisins kemur fram að: „Mikilvægt er að öll börn fái næringarríka fæðu óháð efnahag foreldra. Hollur matur hefur áhrif á og eykur þroska, vellíðan, námsárangur og einbeitingu.“ D-vítamín er eina bætiefnið sem er hluti af fæðuráðleggingum Íslendinga og er það því eitt af því sem mikilvægt er að tryggja börnum óháð efnahag foreldra. Hvar eiga þá óheppnu börnin að fá D-vítamín? Höfundur er doktor í næringarfræði og starfar sem verkefnastjóri matarstefnu hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar. Það er því afar mikilvægt að taka inn D-vítamín fæðubótarefni, því það er lítið um það í fæðunni. D-vítamín er eina fæðubótarefnið sem okkur Íslendingum er ráðlagt að taka reglulega, því önnur vítamín, stein- og snefilefni ættum við að geta fengið úr fjölbreyttu fæði. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir kalkbúskap líkamans og þar af leiðandi mikilvægt fyrir beinmyndun. Fjöldi nýlegra rannsókna benda þó til þess að D-vítamín gegni fleiri mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og til dæmis í ónæmiskerfinu. Dagleg neysla D-vítamíns virðist sem dæmi geta dregið úr sýkingum í öndunarfærum. Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við auknar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki I og II. Hvernig er það, tekur þú lýsi eða D-vítamín? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu Landskönnunar á mataræði fullorðinna Íslendinga, tóku um 40% þátttakenda ekki D-vítamín. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, eins og að kannski hafa sumir aldrei vanið sig á það, fólk áttar sig kannski ekki á mikilvægi þess, aðrir hafa takmarkað heilsulæsi eða hafa hreinlega ekki efni á því. Á endanum ákveður fullorðið fólk sjálft hvort það taki inn þetta mikilvæga fæðubótarefni. En hvað með börnin? Lítil börn eru sem betur fer heppin og fá lýsi eða D-vítamín hjá dagmömmum og í leikskólanum. En þegar þau komast á skólaaldur, geta aðstandendur ekki gert ráð fyrir að börnunum sé boðið upp á það lengur. Börn eru upp á aðra komin varðandi inntöku á D-vítamín bætiefni og því eru það væntanlega bara heppnu börnin sem fá D-vítamín. Ef foreldri eða ábyrgðaraðili hefur ekki tök á að bjóða barni upp á reglulega inntöku D-vítamíns, hefur barnið engin önnur úrræði til þess. Þar sem afar stórt hlutfall fullorðinna á Íslandi virðist ekki taka inn D-vítamín bætiefni, er líklegt að börnum viðkomandi sé ekki boðið upp á það heldur.Nýleg íslensk rannsókn kannaði D-vítamínstöðu barna í grunnskólum Reykjavíkur. Mælingar voru gerðar hjá úrtaki barna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Styrkur D-vítamíns í blóði var skilgreindur sem ófullnægjandi (<50 nmól/L) í 60% tilvika. Þessi börn gætu talist óheppin, því rannsóknir erlendis, þar sem meðalstyrkur D-vítamíns var þó hærri en hér, hafa bent til þess að með því að hækka styrk D-vítamíns megi draga úr tíðni ýmissa sjúkdóma og þannig minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Í aðgerðaáætlun Lýðheilsustefnu ríkisins kemur fram að: „Mikilvægt er að öll börn fái næringarríka fæðu óháð efnahag foreldra. Hollur matur hefur áhrif á og eykur þroska, vellíðan, námsárangur og einbeitingu.“ D-vítamín er eina bætiefnið sem er hluti af fæðuráðleggingum Íslendinga og er það því eitt af því sem mikilvægt er að tryggja börnum óháð efnahag foreldra. Hvar eiga þá óheppnu börnin að fá D-vítamín? Höfundur er doktor í næringarfræði og starfar sem verkefnastjóri matarstefnu hjá Reykjavíkurborg.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun