Viðar í banni í kvöld vegna háttsemi sinnar Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 15:02 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, fór yfir strikið eftir leik gegn Njarðvík að mati aganefndar KKÍ. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson fær ekki að stýra Hetti í leiknum við Tindastól í kvöld vegna þeirra orða sem hann lét falla eftir tapið gegn Njarðvík, í Subway-deild karla í körfubolta fyrir tveimur vikum. Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ lét Viðar ummæli falla, í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport, sem eru til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks og sýndi með því ósæmilega framkomu á opinberum vettvangi. Körfuknattleikssamband Íslands krafðist þess einnig að ábyrgð Hattar yrði skoðuð en aganefndin taldi ekki ástæðu til að refsa félaginu. Ummælin sem kæra KKÍ byggði á voru sérstaklega þessi: „Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu.“ „þetta er skítaframkoma“ „Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum eins og prinsessur.“ „Við erum fimm á móti átta.“ Í greinargerð frá lögmanni Viðars var farið fram á að hann yrði sýknaður en til vara að hann hlyti aðeins ávítur eða áminningu, en ekki leikbann. Einnig eru í greinargerðinni útskýringar Viðars á þeim ummælum sem hann lét falla og á það bent að málfrelsi ríki á Íslandi. Hann fallist þó á að ummæli hans sé hægt að skilja á óheppilegan hátt og ætli að reyna að gæta meiri varkárni framvegis, þó að hann samþykki ekki að tekinn sé af honum réttur til að gagnrýna þegar við á. Í niðurstöðu aganefndar segir að gagnrýni á starfsemi KKÍ, dómara og leikmenn muni ætíð vera heimil en að slík gagnrýni þurfi að vera málefnaleg og ekki til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Sú hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli og ummæli Viðars verið skaðleg. „Þegar ummæli kærða eru skoðuð í heild sinni verður ekki annað séð en að með þeim hafi kærði vegið ómaklega að heilindum dómara leiksins með ásökunum um vanvirðingu og skítaframkomu, sem hann skýrði svo nánar með því að fullyrða að annað liðið hafi verið varið eins og prinsessur. Einnig vóg kærði ómaklega að Körfuknattleikssambandi Íslands og öðrum er koma að körfuknattleik í landinu með ummælum sínum um vanvirðingu og skítaframkomu,“ segir í úrskurðinum en hann er hægt að skoða í heild sinni hér. Subway-deild karla Höttur Körfubolti Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ lét Viðar ummæli falla, í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport, sem eru til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks og sýndi með því ósæmilega framkomu á opinberum vettvangi. Körfuknattleikssamband Íslands krafðist þess einnig að ábyrgð Hattar yrði skoðuð en aganefndin taldi ekki ástæðu til að refsa félaginu. Ummælin sem kæra KKÍ byggði á voru sérstaklega þessi: „Körfuboltasamband Reykjavíkur, dómarar og aðrir sem koma að körfubolta hér á Íslandi hafa sýnt okkur nógu mikla vanvirðingu.“ „þetta er skítaframkoma“ „Það var bara verið að verja annað liðið á vellinum eins og prinsessur.“ „Við erum fimm á móti átta.“ Í greinargerð frá lögmanni Viðars var farið fram á að hann yrði sýknaður en til vara að hann hlyti aðeins ávítur eða áminningu, en ekki leikbann. Einnig eru í greinargerðinni útskýringar Viðars á þeim ummælum sem hann lét falla og á það bent að málfrelsi ríki á Íslandi. Hann fallist þó á að ummæli hans sé hægt að skilja á óheppilegan hátt og ætli að reyna að gæta meiri varkárni framvegis, þó að hann samþykki ekki að tekinn sé af honum réttur til að gagnrýna þegar við á. Í niðurstöðu aganefndar segir að gagnrýni á starfsemi KKÍ, dómara og leikmenn muni ætíð vera heimil en að slík gagnrýni þurfi að vera málefnaleg og ekki til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Sú hafi ekki verið raunin í þessu tilfelli og ummæli Viðars verið skaðleg. „Þegar ummæli kærða eru skoðuð í heild sinni verður ekki annað séð en að með þeim hafi kærði vegið ómaklega að heilindum dómara leiksins með ásökunum um vanvirðingu og skítaframkomu, sem hann skýrði svo nánar með því að fullyrða að annað liðið hafi verið varið eins og prinsessur. Einnig vóg kærði ómaklega að Körfuknattleikssambandi Íslands og öðrum er koma að körfuknattleik í landinu með ummælum sínum um vanvirðingu og skítaframkomu,“ segir í úrskurðinum en hann er hægt að skoða í heild sinni hér.
Subway-deild karla Höttur Körfubolti Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira