Stelpurnar hans Þóris „étnar lifandi“ Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 08:01 Þórir Hergeirsson og norska liðið eru ríkjandi heims- og Evrópumeistarar en steinlágu gegn Hollandi í gær. Nora Mörk átti þó góðan leik. EPA/Domenech Castello Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mátti þola sitt stærsta tap í 249 leikjum þegar liðið steinlá gegn Hollandi í vináttulandsleik í gær, 33-24. Meira en ellefu ár eru síðan liðið tapaði með svo miklum mun. „Þær eru búnar að ráðast á og leika sér að Noregi,“ sagði Bent Svele, sérfræðingur TV 2, í beinni útsendingu frá leiknum. „Það er verið að éta okkur lifandi,“ bætti lýsandinn Harald Bredeli við þegar Noregur var lentur tíu mörkum undir í seinni hálfleik. „Það var gott að fá þessa vekjaraklukku,“ sagði Þórir eftir leikinn. Noregur er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst hjá liðinu eftir slétta viku og á Noregur titil að verja eftir gullverðlaunin 2020. Tapið í gær gaf þó ekki góð fyrirheit en Holland skoraði 18 mörk í fyrri hálfleiknum og var vörn og markvarsla norska liðsins hreinlega í molum. Í miðja norsku vörnina vantaði parið sem lék þar þegar liðið varð heimsmeistari í fyrra. Kari Brattset Dale er ólétt og Maren Aardahl gat ekki verið með í gær vegna vöðvameiðsla. „Spiluðum illa í öllum þáttum leiksins“ Það jákvæða fyrir Þóri er kannski helst að Nora Mörk var frábær í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og virðist komin á fulla ferð eftir vöðvameiðsli í haust. „Við spiluðum einfaldlega illa í öllum þáttum leiksins,“ sagði Mörk við TV 2 en hún fylgdist með seinni hálfleik af bekknum. Hún segist ekki áhyggjufull fyrir EM þrátt fyrir tapið. „En við eigum að sýna betri frammistöðu.“ Noregur mætir Danmörku á morgun og Brasilíu á sunnudag, í síðustu leikjum sínum fyrir EM. Noregur spilar svo við Króatíu næsta föstudag í fyrsta leik á EM, og er einnig í riðli með Sviss og Ungverjalandi. Í milliriðli bíða svo þrjú af þessum liðum: Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía og Serbía. Tvö lið komast svo áfram í undanúrslit. Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
„Þær eru búnar að ráðast á og leika sér að Noregi,“ sagði Bent Svele, sérfræðingur TV 2, í beinni útsendingu frá leiknum. „Það er verið að éta okkur lifandi,“ bætti lýsandinn Harald Bredeli við þegar Noregur var lentur tíu mörkum undir í seinni hálfleik. „Það var gott að fá þessa vekjaraklukku,“ sagði Þórir eftir leikinn. Noregur er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst hjá liðinu eftir slétta viku og á Noregur titil að verja eftir gullverðlaunin 2020. Tapið í gær gaf þó ekki góð fyrirheit en Holland skoraði 18 mörk í fyrri hálfleiknum og var vörn og markvarsla norska liðsins hreinlega í molum. Í miðja norsku vörnina vantaði parið sem lék þar þegar liðið varð heimsmeistari í fyrra. Kari Brattset Dale er ólétt og Maren Aardahl gat ekki verið með í gær vegna vöðvameiðsla. „Spiluðum illa í öllum þáttum leiksins“ Það jákvæða fyrir Þóri er kannski helst að Nora Mörk var frábær í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og virðist komin á fulla ferð eftir vöðvameiðsli í haust. „Við spiluðum einfaldlega illa í öllum þáttum leiksins,“ sagði Mörk við TV 2 en hún fylgdist með seinni hálfleik af bekknum. Hún segist ekki áhyggjufull fyrir EM þrátt fyrir tapið. „En við eigum að sýna betri frammistöðu.“ Noregur mætir Danmörku á morgun og Brasilíu á sunnudag, í síðustu leikjum sínum fyrir EM. Noregur spilar svo við Króatíu næsta föstudag í fyrsta leik á EM, og er einnig í riðli með Sviss og Ungverjalandi. Í milliriðli bíða svo þrjú af þessum liðum: Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía og Serbía. Tvö lið komast svo áfram í undanúrslit.
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita