Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 14:01 Valur vann Ferencváros, 43-39, á þriðjudaginn. vísir/hulda margrét Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn í Handkastinu. „Ég horfði á leikinn gegn Val. Hann var skemmtilegur, hraður og mjög mikið af mörkum en lítið um markvörslu. Þeir komu aðeins til baka sem gerði þetta aðeins skemmtilegra. En annars var þetta frekar auðvelt fyrir Valsmenn eins og ég hefði búist við fyrir leikinn.“ Stefán Rafn hefði spáð Val sigri fyrir leikinn gegn Ferencváros einfaldlega því honum finnst Valsmenn vera með sterkara lið. Að hans sögn stenst Ferencváros bestu liðum Ungverjalands ekki snúning. Benedikt Gunnar Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Ferencváros.vísir/hulda margrét „Pick Szeged og Veszprém eru sterkust. Svo er annað lið sem heitir Tatabánya og það voru alltaf jafnir leikir gegn þeim, sérstaklega á útivelli. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum og virkilega gott lið,“ sagði Stefán Rafn. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna í leiknum í Búdapest. „Ég held að Valsmenn séu ekkert að fara á það erfiðan útivöll. Þeir eru ekki með einn erfiðu útivöllunum í Ungverjalandi. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega góð mæting hjá þeim. Fótboltaliðið er aðalmálið þarna og handboltaliðið stendur í skugga þess. Allar ákvarðanir eru teknar út frá þeim.“ Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en fékk ungversku landsliðsmennina Máté Lékai og Zsolt Balogh í sumar. Lékai var langbesti leikmaður Ferencváros í leiknum gegn Val en Balogh náði sér ekki á strik. „Ég spilaði með Balogh. Hann sýndi lítið í þessum leik og er kannski ekkert betri en þetta núna. En Lékai sýndi gæði sín trekk í trekk. Hann er frábær leikmaður. Svo er markvörðurinn fínn,“ sagði Stefán Rafn. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handkastið Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
„Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn í Handkastinu. „Ég horfði á leikinn gegn Val. Hann var skemmtilegur, hraður og mjög mikið af mörkum en lítið um markvörslu. Þeir komu aðeins til baka sem gerði þetta aðeins skemmtilegra. En annars var þetta frekar auðvelt fyrir Valsmenn eins og ég hefði búist við fyrir leikinn.“ Stefán Rafn hefði spáð Val sigri fyrir leikinn gegn Ferencváros einfaldlega því honum finnst Valsmenn vera með sterkara lið. Að hans sögn stenst Ferencváros bestu liðum Ungverjalands ekki snúning. Benedikt Gunnar Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Ferencváros.vísir/hulda margrét „Pick Szeged og Veszprém eru sterkust. Svo er annað lið sem heitir Tatabánya og það voru alltaf jafnir leikir gegn þeim, sérstaklega á útivelli. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum og virkilega gott lið,“ sagði Stefán Rafn. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna í leiknum í Búdapest. „Ég held að Valsmenn séu ekkert að fara á það erfiðan útivöll. Þeir eru ekki með einn erfiðu útivöllunum í Ungverjalandi. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega góð mæting hjá þeim. Fótboltaliðið er aðalmálið þarna og handboltaliðið stendur í skugga þess. Allar ákvarðanir eru teknar út frá þeim.“ Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en fékk ungversku landsliðsmennina Máté Lékai og Zsolt Balogh í sumar. Lékai var langbesti leikmaður Ferencváros í leiknum gegn Val en Balogh náði sér ekki á strik. „Ég spilaði með Balogh. Hann sýndi lítið í þessum leik og er kannski ekkert betri en þetta núna. En Lékai sýndi gæði sín trekk í trekk. Hann er frábær leikmaður. Svo er markvörðurinn fínn,“ sagði Stefán Rafn. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handkastið Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita